Vikan


Vikan - 29.11.1963, Síða 31

Vikan - 29.11.1963, Síða 31
HRÍ SGR J ÓN ARÉTTIR OG AÐRIR SMÁ- RÉTTIR FRAMHALD AF BLS. 25. Makkarónusalat. 150 gr. makkarónur, vatn , salt, 150 200 gr. tunga eða soðin skinka, 1 grænt piparhulstur, 2 salatgúrkur, 1 dl. þykkur rjómi 50—100 gr. majones. Harðsoð- in hálf egg og persilja til skrauts. Sjóðið makkarónurnar mjúkar í saltvatni og hellið vatninu vel af þeim. Skerið kjötið og súru gúrkurnar í litlar lengjur og piparinn í þunnar sneiðar. Bland- ið þessu saman við makkarón- urnír, þegar þær eru kaldar. Þcytið rjómann og setjið svo- litla piparrót í hann og balandið honum í majonessósuna Hellið þessu yfir makkarónurnar og blandið því varlega saman. Skreytið með harðsoðnum eggj- um og persilju. Púrrur í fati. Skerið púrrurnar í bita og sjóðið í saltvatni, en látið svo vatnið renna vel af. Leggið bit- ana í eldfast form, stráið mikl- um rifnum osti yfir, sem í hef- ur verið blandað dálitlu raspi. Nokkrir smjörbitar settir ofan á og bakað í ofni þar til ost- urinn er bráðnaður og aðeins ljcsbrúnn. Hvítkálssalat með rifs- berjum. Skerio hvítkálið í mjög þunn- ar og smáar ræmur og blandið 3 matsk. af rifsberjasultu, með heiluxn berjum, í kálið og lát- ið það liggja nokkra stund. Gott með kjötréttum, t.d. kjötbollum. Rauðbeðu- og epla- salat. Niðursoðnum rauðbeðum og nýjum eplasneiðum er blandað í majonessósu, hvort tveggja skorið nokkuð smátt. Gott er að setja dálítinn rjóma í majones- sósuna. Kaldar skinkusneiðar lagðar öðrum megin á fat, en hinum megin eru lögð stór og ný salatblöð og ofan á þau er rauðbeðusalatið sett, en í miðju er lögð röð af tómatsneiðum. Fiskflök með skinku. 4 stór kola eða lúðuflök, 2 skinkusneiðar, sinnep, salt, saft úr % sítrónu, 1 lítil sveppasúpu- dós. Skinkan skorin í smástykki, sinnepi smurt á stykkin og þau lögð á hvert flak, sem svo er lagt saman í miðju yfir skinkuna. Flökin sett í eldfast fat, sem hefur verið smurt með smjöri. Sítrónusafanum hellt yfir, krydd- að og ef vill má leggja nokkrar tómatsneiðar ofan á. Síðast er súpunni úr dósinni hollt yfir, en hún er þá ekki þynnt út, eins og þegar innihaldið er not- að sem súpa. Gott er að strá rifnum osti yfir allt saman, en það cr smekksatriði. Bakað í 225 gr. heilum ofni í 15 mín. Með þessu er borið soðið græn- meti. Sænskur lifraréttur. 6 þunnar lifursneiðar, 2 lauk- ar, salt, pipar, 3 tómatar, feiti til að steikja úr, 2 matsk. tóm- atssósa, 2 dl. súr rjómi, sósu- litur, 2 matsk. sherry. Lifrarsnciðarnar lagðar nokkra stund í milt ediksvatn, þerraðar og skornar í ræmur. Laukurinn brúnaður í potti og lifrarbit- unum bætt í, steiktir með, síð- an tómötunum, sem skornir hafa verið í sneiðar, tómatsósunni, kryddinu og svolítið seinna súra rjómanum, sósulitnum og víninu. Látið malla í potti með loki í 10 min. alls. Sósan jöfnuð upp og krydduð meira ef með þarf. Ágætt er að steikja svolítið bac- on og leggja ofan á pottinn áð- ur en rétturinn er borinn á borð. Kartöflur og grænmeti haft með. Hakkað buff á nýjan hátt. 350—400 gr. hakkað kjöt, helzt kálfakjöt, svolitið feitt svína- flesk, 3 matsk. kapers, 1 rifinn hrár laukur, svolítið af hökkuð- um rauðbeðum, feiti til þess að steikja úr, 4 franskbrauðssneiðar, 4 spælegg. Kapers, laukur og rauðbeður hálfhnoðað inn í kjötið, þannig að það rétt blandist saman. Gerð- ar fjórar flatar bollur, sem eru kryddaðar með salti og pipar. Bollunum svo þrýst niður i franskbrauðsneiðarnar, þannig að þær haldist þar fastar. Steikt á pönnu í feiti, fyrst kjötmegin og síðan hliðin, sem brauðið er á, alls í 6 mín. Spælegg lagt á hverja sneið og grænt salat bor- ið með, líka má hafa kartöflu- salat með þessu. VIKAN 48. tbl. — gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.