Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 19
The Grasshopper Inn er ekkert slor-slot, enda engum þar í kot vísað. gata varla haldið sér saman augnablik, og ekki nóg með það, heldur blístraði hann svo eðiilega og fallega, að hrein- asta unun var að hlusta á. Þið hafið vafalaust öll heyrt blístrið, sem karlmenn fram- kvæma stundum, þegar þeir sjá fallega stúlku — tvo tóna, þann fyrri stuttan og hvellan, en sá síðari öllu slappari en tilfinningaríkari. Þetta blístur þekkist um allan heim og merkir allsstaðar það sama: Mikil svaka skvísa er þetta maður! Þetta gerði Toby alveg meistaralega, og þær voru ekki fáar stúlkurnar, sem hrukku í kút og fóru að líta í kring um sig, þegar hann tók til við hljómlistina. Hann gat líka hlístrað annan lagstúf, einhverskonar kallmerki, sísona: Síðan sagði hann: „What can I do for you, Sir?“ — Hvað get ég gert fyrir yður, herra minn? Og sýnilega var honum bölvanlega við köttinn á heimilinu, sem kannske hefur einhverntíma ætlað sér að nota Toby í góða máltíð, því hann þreyttist aldrei á að biðja menn um að sparka í ekkisens köttinn: „Kick the cat, please!" Og málrómurinn var hálfgerður strigabassi, svona líkt og þegar karlinn í næsta húsi ætlar að fara að syngja „Kjall- arinn“. Jæja, nóg um Toby karlinn. Hann er hreinasta meistara- stykki, enda varla við öðru að búast í þeim húsakynnum, sem hann var í. Ég fullyrði það, að þeir sem eru staddir í London og geta með góðu móti séð af einni kvöldstund til að fara á þenn- an stað, muni ekki sjá eftir því. Þar eru að vísu engin sér- stök skemmtiatriði, engar fáklæddar ungmeyjar eða apa- sýningar, en þar er danssalur stór og mikill og dansað um helgar, eða jafnvel oftar. Hljómsveitarstjórinn var á íslandi í stríðinu, vann þá á flugvellinum í Reykjavík og stjórn- aði þá danshljómsveit í frístundum. Húsið sjálft er einstakt að því leyti, að það lítur út eins og herrasetur frá 16. öld, en í rauninni er það nýbyggt. Sá sem byggði það, eyddi átta árum í að ferðast um Bret- land og kaupa saman efni í húsið úr gömlum herrasetrum og köstulum. Síðan var það byggt úr þessum gömlu og notuðum byggingarefnum, í gömlum stíl, og árangurinn er frábær. Það eru einar tvær vínstúkur, matur eins og bezt gerist, þjónusta öll hin bezta og jafnvel gestir staðarins komast í svo frjálslegt og vinalegt skap, að það er næstum eins 03 maður sé staddur heima hjá sér. Til þess staðar bjóða Loftleiðir á hverju ári um 200 for- stöðumönnum ferðaskrifstofa í Bretlandi, veita þeim mat og vín og músík, og mér er kunnugt um það, að þó ekki sé til annars en að komast í þetta árlega selskap, þá keppast ferðaskrifstofurnar um að veita Loftleiðum — og um leið farþegum þeirra — þá beztu þjónustu, sem þær geta í té látið. Það er í rauninni undarlegt, hvað svona tillitsemi við umboðsmenn getur haft mikið að segja. Auðvitað fá ferfa- skrifstofurnar sín umboðslaun frá öllum flugfélögum, Loft- leiðum jafnt sem öðrum, og á þessum umboðslaunum þríf- ast þær. En í hvert sinn, sem viðskiptavinur minnist á ferð til íslands eða yfir ísland, muna umboðsmennirnir fyrst og fremst eftir Loftleiðum, því að minningin um síðasta sam- kvæmið í „Grasshopper Inn“ í Kent, er fersk í huga þeirra, og þangð vilja þeir gjarnan koma aftur. Og ef þú, lesandi góður, verður einhverntíma svo heppinn að eiga óráðstafaða kvöldstund í London, þá skaltu hringja til skrifstofu Loftleiða þar og biðja um Jeiðbeiningar til að komast þangað. Þar þekkja allir þennan stað, og vilja allt fyrir þig gera til að komast þangað. G. K. VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.