Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 13
Þegar hann hafði setiS nokkra stund og horft eftir bátnum fór hann út og gekk fram á bryggjuna. Það voru eng- ir á bryggjunni nema fuglarnir og strákhnokki, sem lá á maganum frammi á bryggjuhausnum og ein- blíndi niður í sjóinn og var að dorga. Hann ók fram hjá gistihúsinu og út á brautina fyr- ir ofan kaupféiagið. Trépallurinn utan á endilangri gulmálaðri hlið mjólkursamlagsins var auður og hann sá hann þurfti ekki að bíða. Þegar hann hafði snúið bílnum og ekið honum aftur á bak að trépallinum opn- aði hann hurðina fyrir konunni, sem þakkaði fyrir sig og rétti honum höndina méðán hún var að stíga niður af aurbrettinu. Hún var í svartri kápu yfir skósíðu pilsinu og hafði brugðið endum hái'fléttanna undir skotthúfuna. Þær héngu í tveimur lykkjum niður á herðarnar og voru heldur rýrar. Hann hafði orðið að stanza nokkrum sinnum á leiðinni vegna konunnar og þótt henni hefði legið mikið á hafði hún gefið sér tíma ti! að stíga settlega niður af, aur- brettinu í hvert sinn, og hún hafði ekki látið það fara fyrr en hún hafði tekið annarri hendi fyrir brjóstið og hinni um skúfinn. Nú var hún komin alla leið, þolinmóð og hljóðlát eftir þessa morgunferð með mjóikurbifreiðinni, dálítið föl eftir óþaegindin og vandræðaleg á svipinn, eins og heimasétufólk verður stundum, jafnvel þótt það sé aðeins komið í lítinn kaupstað eins og þennan, þar sem stranSferðaskip- in koma sjaldnast og flóabáturinn einu sinni í viku. — Hvenær ferðu til baka, sagði hún. Um klukkan sex. — Heldurðu að þú takir mig ekki um leið og þú ekur suður úr. — Ég skal reyna að muna það, sagði hann. — Ég verð hjá Sigvalda bróður minum. — Já, sagði hann. Þau þurftu ekki að eiga frekari orðaskipti um þetta. Harin vissi hver Sigyaldi brcðir hennar var og hvar hann bjó, eins og hann vissi um alla aðra í þessum bæ, sem áttu skyldfólk á mjólkursvæðinu er hafði verið í förum með honum á undanförnum árum. Hún leit á hann eins og hún væri að reyna að muna eitt- hvað. Svo hnykkti hún höfðinu og brá anarri hend- inni upp í fiétturnar og skúfinn niður úr húfunni og gekk fram fyrir bílinn. Þeir sem voru á pallinum voru byrjaðir að draga mjólkurbrúsana út á timburverkið og inn á steingólf- ið, þar sem hellt var úr þeim í mjólkurviktarnar. Hann fór upp til þeirra og þeir voru fljótir að losa. Á eftir ók hann suður fyrir kaupfélagið og fram á auða svæðið upp af bryggjunni, þar sem hvítir sjófugl- arnir börðu vængjunum yfir slorínu eða létu sig síga niður að sjónum, sem gjálpaði við þanggrænar Framhald á bls. 44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.