Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 50
einhver og það var tekið undir það. Eí' til vill er togarasjó- mennska erfiðasta starfSgrein í lieimi. Veðrin reið þeyta þeim vindgapa vetrarlangt — á skipt- ast manndrápsveður og slark- stormar. Jafnvel jólin verða að liliðra til á Halanum — trollið er tekið innfyrir í tvo tima á aðfangadag —• meðan messan stendur yfir — svo er jiað lát- ið út aftur. Stundum er það bara allsekki tekið innfyrir og jólin líða undir stormskýjuðum himni á einmana togara, sem ■ heggur upp og niður, veltur til og frá. Það glitrar á sjóblauta stakka togaramannanna, sem berhentir bœta net sín í frosti og' þela, meðan „togvindunnar tarinlijól —/— tauta lieims um ból“, eins og Blásteinn orkti. Fór af vakt klukkan 2400. JÓLADAGUR. Iílukkan var 0400 þegar við komum á vakt, og það er komið logn. Nóttin úti var heilög og fögur. Þar gekk þó allt sinn vanagang á himnlnum. Risinn mundaði hamarinn yfir hausn- um á nautinu, sem setti upp herðarnar og horfði haturslega á risann. Karlsvagninn ók mik- inn. Það var tilkomumikið að sjá ljóshjálminn yfir Reykjavík, þar sem milljónir jólaljósa mynduðu bogmyndaða hvelfingu á svart- bláa festinguna. Nátttröllin mös- uðu sarnan sem fyrr og ekki blakti hár á höfði. Maður fann, að þctta var sannkölluð jólanótt, í einu og öllu samboðin minn- ingunni um ævintýrið mikla. Fór af vakt kl. 0800. Kom upp ki. 1200. Veður er hið fegursta — næstum eins og um Jónsmessu. Fjöil standa í vatni og skarfurinn situr virðu- lega á öxl „sundmannsins“, sem er sérkennileg klappflúð, sem til að sjá er eins og þrekinn maður á bringusundi. (Stakkur). Það er óvenjulegt að gá til veð- urs í sólskini þessa dagana, þvi látlaus óveður hafa geisað ali- an mánuðinn. Þetta hefur skarf- inum vafalaust fundið lika, því hnnn teygði hálsinn og baðaði vængjunum. Ifann var óvanur sólinni líka. Skarfurinn er sniðugur fugl, sagði maðurinn, sem verið hafði á síld. Iiann getur ekki flogið nema i roki. Vængirnir eru svo litlir. —• Það gerir ckkert til bætti hann við, það er næstum alltaf rok. Já það er víst satt. Næstum ailtaf rok. í kaffinu var kaffi. Súkkulaðið var búið og svo var enginn rjómi, því rikið var að spara. Þessir djöfuls bollar, sagði maðurinn, sem hafði róið i Sand- gerði og lyfti skörðóttum fanti. ---Þeir hafa ekki annað hjá innkau]>adeildinni, sagði kokksi hróðugur. (Innkaupadeild, sem því ríkið er að spara. Þeir hafa sjálfsagt krækt sér i drjúgan skilding með því að sleppa því að senda jólamat í Mariu Júlíu. En livað getur maður sagt? Er hægt að gegnumbora mann fyrir það að spara ríkinu skildinga? Það er farið að hvessa, því veðurstofan taldi hann myndi lægja. Himinninn iiefur aftur fyllzt af bláum snjó. í austri glytti á jólaljósin i Reykjavik. Flugvallarvitinn þar blikkaði án afláts: grænn — hvítur — grænn hvítur og það bjarmaði . him- sveifluðu þeim í ótal liringi, eins og litlum sólkerfum. Ég heyrði snöggvast að pápi var að kalla i Rcykjavík. Hann var á sjónum — við Austurgrænland og eins Atli bróðir, sem er á öðrum togara. Svona sveiflast mannlífið til, eins og snjókorn í ljósgeira í jólavindi. Ojá, mað- urinn var í rauninni plebbi, einsog þeir segja i samvinnu- skólanum. Fangi sinna eigin sorga og hugmynda. Hið von- glaða hjarta, liinar veikustu taugar segja að það séu komin segir um leið og ég tek pakkana upp, hver á hvern einstakan. Þetta eru fagrar smágjafir, smekklega valdar og snyrtilega búnar. Allir eru komnir í sól- skinsskap og skipper gaf sígara, sein sómt hefðu dýrustu veizlum. Yfir hvelfist vetrarnóttin heilög og stór; •—- hin mikla spurn. Það var sameiginleg kaffi- drykkja í tíukaffinu um kvöldið. Byrjað á súkkulaði, einsog á fínni kaupmannsheimilum. Á el'tir voru sagðar sjómannasögur um jólin. ininn. í Keflavík var annar sams- konar viti — grænn — hvitur — grænn — livitur. Hann er lika sterkur og þetta var einna lík- ast þvi að tvö nátttröll væru að kallast á jólakveðjum yfir Faxaflóa í kvöldmyrkrinu. Ég fór að raka mig klukkan fimm og núna vantar klukkuna kortér í sex, svo ég ætla að fara að koma mér upp og sjá hvernig gengur hjá kokksa. ÞAÐ ERU KOMIN JÓL. Klukkurnar slógu og þulur- inn bauð gleðileg jól. Við stýri- mennirnir vorum að ganga frá tækjunum undir kvöldið. Búnir að raka okkur og þvo, einsog allir. Hvítar snjóslitrurnar flögr- uðu i ljósgeirunum frá þilfars- ljósunum og vindhviðurnar jól með brotinn topp, samt ol- ræt, bara svolítið skrýtin. Og við fórum niður að borða. Það kann nú að vera að jóla- hald sjómanna á hafi úti sé fremur ómerkilegt. Tvö kerti ó borði, það er að segja ef velt- ingurinn leyfir ])að. Þau standa hvit og fögur á niðursuðudós- um, sem kokksi liefur vafið i servéttur. 'Borðið er skreytt og maturinn olræt. Menn eru góð- ir í kvöld og taka vinsamlega undir flest. Þó er eins og þeir forðist hverjir aðra vilji vera einir og horfa í snjóinn. Þegar messan er búin er farið að taka upp jólagjafir frá kvenfélaginu Hrönn, sem sendir jólagjafir um borð í öll möguleg skip. Við höfum hlutardráttinn á um pakk- ana. Einn snýr sér undan og Það kom upp úr dúrnuin, að sumir sjómenn eru fullir á jól- unum. lltlendingarnir, því að- fangadagskvöhl i útlöndum er svipað gamlárskvöldi á íslandi. Það lizt mönnum ekki á. — Að vera fullur á jólunum, sagði maðurinn, sem hafði róið i Sand- gerði. Það er hræðilegt. Og hann veit ekki hvað gert hefði verið við svoleiðis menn í Sandgerði. Skipperinn hafði verið með í ])ví að éta rúgbrauð og maga- rín og ýsu, sem sótt var í lest- ina. Þeir voru búnir að berja í bandvitlausu veðri yfir liafið til Englands. Eftir fimmtán daga í liafi var maturinn genginn til þurrðar að mestu. Þá komu jól- in. Svo var farið að tala um tog- arana. Það eru sko töffarar sagði 5Q — VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.