Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 44
 brjóstahöld og mjaðmabelti í fjölbreyttu úrvali. vörur eru þekktar um allan heim fyrir gæði. VOR DAGLEGI FISKUR FRAMHALD AF BLS. 13. stcðirnar undir bryggjugólfinu. Mennirnir höfðu staðið á pall- inum frá samlaginu. Nú tóku þeir pjönkur sínar og gengu inn í kaupfélagsbúðina. Hann fann þá stökkva af pallinum, þar sem hann sat inni í stýrishúsinu og horfði á sjófuglana. Klukkan var eitt. Hann horfði eftir bát- um úti á firðinum, af því hann hafði verið beðinn að kaupa fisk. Það voru alltaf margir sem vildu í soðið og stundum varð nokk- urt þref, þegar hann gleymdi að erinda þetta. Þegar hann hafði setið nokkra stund og horft eftir bátum fór hann út og gekk fram á bryggjuna. Það voru engir á bryggjunni nema fuglarnir og strákhnokki, sem lá á maganum frammi á bryggjuhausnum og einblíndi niður í sjóinn og var að dorga. Hann virtist ekki hafa veitt og kannski höfðu fuglarnir étið kóðin hans. Strákhnokkinn sagði að allir væru á sjó. Hann sagði það niður í græna öld- una við bryggjuhausinn og orð- in komu höst og óvægin út úr honum eins og honum fyndist menn gætu látið sig í friði. Hann gekk aftur upp bryggjuna og fram hjá bílnum og suður göt- una að gistihúsinu, sem hafði verið byggt fyrir aldamót af dönskum kaupmanni, sem hafði látið skreyta þakskeggið með út- skurði. Pírumpárið var að mestu komið í kaf í málningu, sem þessa stundina var ljósgræn. Kannski höfðu viðir hússins ver- ið góðir en þeir virtust hafa horf- ið í málninguna sem margskon- ar eigendur höfðu verið að úða á húsið unz ekkert var eftir af hinni dönsku prakt nema hálf- fylltur skurðurinn á þakskegg- inu. Og leysingarvatn hafði skol- að jarðveginum undan steinplöt- unni neðan við tröppurnar. Þess vegna stóð hún i lausu lofti að framan og var byrjuð að springa. Það var enginn í matsalnum þeg- ar hann kom inn og þjónustan sagði að nú væri ekki matmáls- tími. — Hvaða tími er þá, sagði hann. Hún sneri upp á sig og sagði hann gæti fengið smurt brauð. Vertinn kom innan úr eldhúsinu Hann var í svartri peysu og hafði slett derhúfu á höfuðið. Hann var feitur innan undir peysunni og dæsti þegar hann talaði og stundum höfðu þeir farið saman í sjóbirting snemma á vorin. Vertinn spurði hvort hann vildi fisk. Hún var að segja það væri ekki matmálstími. — Jæja, sagði vertinn. -— Ég ætla að fá smurt brauð og mjólk. — Hvenær ferðu, sagði vert- inn. -—• Um klukkan sex. — Geturðu tekið farþega. •— Það er alltaf nóg pláss á pallinum. — Þetta er ekki farþegi, sem þú flytur ofan á brúsum. — Jæja, er þetta kannski guð almáttugur. — Þetta er stúlka. Hún getur setið á brúsum eins og aðrir. — Þú skilur þetta ekki. Lánaðu henni kodda. — Lána henni kodda. - - Ég tek þær ekki inn fyrr en þær eru komnar um fertugt, eða ef þær eru lasnar eða komn- ar sex mánuði á leið. — Ég hef ekki gáð að því. —- Hvort hún er ófrísk. — Nei, Fæðingarvottorðinu. En ég held hún sé ekki nema um tvítugt og hún þarf ekki kodda. Hún hefur gott vaxtar- Jag fyrir brúsa. — Ég er með systur hans Sig- valda og hún er bílveik og ég veit ekki hvar ég ætti að koma þessari stúlku þinni fyrir ann- ars staðar en á brúsa. — Fyrir mín orð. — Þetta er nú heldur óskemmtilegt hjá þér. — Hún svaf yfir sig í morgun og missti af rútunni. —- Var ekki hægt að vekja hana. Það gleymdist. — Sváfu kannski fleiri en hún. — Þá það. — Hvert ætlar hún. — í veg fyrir rútuna í fyrra- málið. — Heldurðu að hún vakni frekar þá. — Sveitaloftið er hressandi. Þjónustan kom með brauðið og mjólkina. Hún skipti um dúk á borðinu. — Það gæti allt eins verið svæfandi. — Hún vaknar við hneggið í stóðhestunum, sagði vertinn. Þjónustan roðnaði. Hnú flýtti sér að láta á borðið. — Þeir eru ekki beisnir á þessum tíma. — Þú lofar henni með. - Láttu hana koma fyrir sex. — Hvar verður bíllinn. — Hjá kaupfélaginu, sagði hann og var byrjaður á brauð- inu og mjólkinni. Seinna fór hann fram á ganginn og beið eftir að þjónustan tæki eftir hon- um og kæmi út úr eldhúsinu til að fá borgað. Hann taldi krón- urnar í hana og þakkaði fyrir sig og fór, og vertinn var hvergi sjáanlegur. Kannski var hann kominn undir einhvern húsvegg- inn á kjaftatörn með húfuna slút- andi niður yfir ennið meðan kona hans ergði sig í eldhúsinu yfir uppþvotti og matseld. Það var búið að stafla brús- unum á tréverkið utan á samlag- ^ — VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.