Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 63

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 63
urnar hjá okkur, og hér er eng- inn agi. Hjúkrunarkonurnar eru aldrei nema manneskjur, og Clare systir hefur unnið ... Nu gerði deildarhjúkrunar- konan það, sem ekki mátti eiga sér stað, hún tók fram í fyrir yfirboðara sínum. — Clare syst- ir hefur ekki unnið meira en aðrir. . . — Gerið þér svo vel að taka ekki fram í fyrir mér, sagði yf- irhjúkrunarkonan nístings- kuldalega. — Viljið þér koma inn í skrifstofuna til mín eftir tíu mínútur, Gradson. Og þér ungfrú Faith, skuluð ekki hafa áhyggjur af Clare systur. Nú ætla ég að fara inn til hennar og sjá hvernig henni líður, en þér farið beint í rúmið yðar. Komizt þér . . . ? Faith vissi hvað yfirsystirin átti við. — Já, ég rata þangað ein... Faith og deildarsystirin voru báðar horfnar þegar Clare kom fram á ganginn. Sagði Morgate læknir yður ekki að liggja kyrr og hvíla yður stundarkorn? sagði yfirhjúkrun- arkonan alvarlega. — Jú, en ég er búin að jafna mig núna. Þetta var meira uppá- tækið, að láta líða yfir sig. —Ungfrú Hamden var óróleg útaf yður. - Hún er alltaf svo hugulsöm. Og huguð. En nú vil ég ekki sjá yður, að minnsta kosti heila viku. Ég er yður meir en þakk- lát fyrir hve lengi þér hélduð áfram að vinna eftir að þér vor- uð orðin veik, og fyrir hvað þér fóruð fljótt að vinna aftur. Okk- ur var það mikils virði, því að okkur vantar fólk. En það er nauðsynlegt að þér náið fullum kröftum aftur áður en þér byrj- ið að vinna fulla vinnu. -— Það væri kannski bezt að ég hætti alveg, yfirsystir. Þetta I-----------------------------"1 Kww.vfcjí-vwífllKtt VjbatetAVsy! Nýir íslenzkir danslagatextar við öll nýjustu danslögin. — Sendið kr. 25.00 og þið fáið heftið sent um hæl burðar- gjaldsfrítt. Nýir danslagatextar Box 1208 — Reykjavík getur varla haldið áfram lengur svona. Yfirhjúkrunarkonan varð al- varleg á svip, en ekki forviða. .- Ég skil, sagði hún. — Ég skil að ekki er hægt að gera breytingar á starfsliðinu vegna persónulegs ósamlyndis, sagði Clare. — En taugaáreynsl- an . . . Flún hristi höfuðið alvar- leg. — Þér fáið yður fyrst hvíld um stund, systir. Það getur svo margt breytzt þangað til þér komið til baka, og ég vil ógjarn- an missa yður. — Mér þykir vænt um að heyra það. — Og munið nú að hvíla yður vel. — Því skal ég lofa. Þegar yfirsystirin var farin fór Clare inn til Faith. Allt var hljótt þar inni og dregið hafði verið úr birtunni. Clare fór að rúmi Faith og sagði lágt: — Mér datt í hug að þig langaði að vita, að mér líður miklu betur núna. Faith rétti fram höndina og tók í höndina á Clare. — Mig langar svo mikið til að þú komir með mér heim — til Cornwall, sagði hún áköf. — Ég hef hugsað þetta út í æsar.Þú hefðir gott af að hvíla þig rækilega. Og staður- inn er ljómandi skemmtilegur, það segi ég þér satt. Góða Clare, mér þætti svo gaman af að þú kæmir með mér. — Við skulum, tala um það á morgun, sagði Clare. — Það er óneitanlega freistandi. .. ■ - Já, þú færð mig ekki ofan af því, sagði Faith. Deildarsystirin stóð frammi á ganginum og beið óþolinmóð eftir að tíminn kæmi til að hitta yfirsysturina. Þegar hún sá Clare sagði hún ólundarlega: — Kann- ski ættum við að semja eins kon- ar frið? Ekki með þeim skilmálum, sem þér setjið, sagði Clare. — Við getum auðvitað ekki allar komið okkur í mjúkinn hjá læknunum og sjúklingunum. Annars skil ég ekki hvers vegna ungfrú Hamden liggur á al- mennu deildinni en ekki einka- sjúklingadeildinni, hélt hún áfram. — Fólkið hennar á nóg af peningum og stóra jörð skammt frá Falmounth. Það er sniðugt að vingast við svoleiðis fólk, maður getur haft skemmti- lega sumardvöl upp úr því. Sér- staklega ef maður er einstæðing- ur, eins og þér segizt vera. — Eins og ég er, svaraði Clare stutt. — Þér vitið vel að foreldr- ar mínir eru bæði dáin. Góða nótt... Margate læknir beið hennar fyrir utan í bílnum sínum — Inn með þig, sagði hann. —- Ég ek þér á systraheimilið, og bíð meðan þú hefur fataskipti. Og á eftir ökum við eitthvað út í bæ og fáum okkur að borða. Þú IrAVi*; S ^ Erf- Erfinginn. Ný bók eftir Ib Henrik Cavling. Cav- ling er orðinn svo þekktur og vin- sæll hér á landi, að jafnan er beðið eftir nýrri bók frá honum með eftir- væntingu. Flestar eldri bækur hans eru uppseldar. Verð kr. 230,00 + 3% sölusk. Út úr myrkrinu. Ævisaga Helgu á Engi. Saga um sveit- arflutninga og ömurlega bernsku, harðræði og ótrúlegt basl — en jafn- framt saga um dæmafáa þrautseigju, dugnað og kjark. — Gísli Sigurðsson, ritstjóri, skráði. Verð kr. 260,00 + 3% sölsk. Lax á færi. Safn af veiðisögum og frásögnum við hinn stolta konung íslenzkrar fall- vatna, mcð ívafi af fögrum náttúru- lýsingum. Viglundur Mölier tók sam- an. Falleg bók með skemmtilegum teikningum eftir Baltasar. Verð kr. 280,00 + 3% sölusk. '|íö'“don \ 'SWj * S BÆÐUB Hjartað ræður. Ástarsaga eftir ensku skáldkonuna Sheila Brandon, cinn vinsælasta skáld- sagnahöfund í Englandi um Jiessar mundir. Segir frá lífi hjúkrunarkonu, ásturn hennar og starfi. Hugþekk bók mcð nærfærnum sálarlífslýsingum. Verð kr. 190.00 + 3% sölusk. Skip og menn. Ný bók eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann. Þættir af svaðilförum og sjóslysum, aflamönnum og giftusamlegum björgunum úr sjáv- arháska. Bók Jónasar, 60 ár á sjó, sem út kom í fyrra, seldist upp. Verð kr. 260,00 + 3% sölusk. BÓKAÚTGÁFAN HILDUR VIKAN 49. tbl. — gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.