Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 62

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 62
REYNIÐ einu sinni BADEDAS vítaminbað og áhrif þess á iíkamann EFTIR að hafa einu sinni reynt það munið þér ávallt óska ao hafa BADEDAS við hendina. Bað þarf að vera meira - en að þvo líkamann Næsta bað þarf að vera BADEDAS vítaminbað. NOTIÐ Badedas ævinlega án sápu. BADEDAS vítaminbaðefni er þekktasta bað- efni Evrópu í dag. BADEDAS verksmiðjurnar seija þetta undra- baðefni til 59 landa og alltaf fjölgar að- d.Vcndum þess. Heilbrigði Hreinlæti badedas vítaminbað Vellíðan Heildsölubirgðir: H. T. TULINIUS. hún geta þolað? Hún var orðin sannfærð um, að það væri ekki (svafn heldur rænuleysi, sem á hana sótti, og ef til vill mundi liún ekki vakna til lífsins aft- ur, þegar á hana sigi höfgi enn einu sinni. Það væri þá fyrir beztu, hugsaði hún, en tár fylltu augu hennar. Þá heyrði hún allt í einu hljóð. Það var eins og einhver kæmi lilaupandi i áttina til henn- ar. Hún gerði sér ekki grein fyrir því, fyrr en maður kom skyndilega hlaupandi út úr þok- unni, sem grúfði yfir öllu, grann- ur maður sólbrenndur og sterk- legur, aðeins klæddur stuttbux- um. Hann nam snögglega stað- ar, þegar hann sá Blanche liggja á sandinum og Jane sitja lijá lienni. Það var eins og honum væri illa við að rekast á þær þarna. Hann bað þær afsökun- ar, og sagði stuttur i spuna: „Það er venjulega enginn hér um þetta leyti dags.“ Framhald i næsta blaði. ÞRIGGJA KOSTA VÖL FRAMHALD AF BLS. 21. og sagðist vera búin að ná sér eftir yfirliðið. — Þér gerið eins og ég segi, sagði læknirinn einbeittur, eins og hann væri að reyna að leyna, að hér væri um meira ræða en viðhorf læknis til sjúkl- ings. Það var altalað í sjúkra- húsinu að honum litist vel á Clare. Kannske var það einmitt þessvegna, sem yfirhjúkrunar- konunni var svo mjög í nöp við hana. Hún hafði aldrei upplifað neitt rómantiskt sjálf, og von- brigðin höfðu gert hana beiska og um leið forvitna, um ástar- ævintýr annara. Ég efast um hvort Clare er yfirleitt til þess fallin að vera hjúkrunarkona, sagði hún ill- girnislega. Clare hafði rænu á að svara fyrir sig. — Ég hef unnið hérna í fjögur ár án þess að hafa verið frá verki einn einasta dag — þangað til ég fékk inflúensuna sagði hún. —r Þakka yður fyrir hjálpina, læknir, bætti hún við. — Þér skuluð liggja hérna og hvíla yður, minnsta kosti í hálf- tíma, sagði hann og bjóst til að fara út. Yfirhjúkrunarkonan fór á eftir honum. Úti á ganginum kom Faith Hamden á móti henni í rauða morgunkjólnum. Hún fór varlega og þreifaði fyrir sér, og það var nærri því hátíð- legur alvörublær á henni. — Hvernig líður Clare? spurði hún kvíðafull. -— Eruð þér nú komin á kreik aftur, ungfrú Hamden? sagði yfirhjúkrunarkonan byrst. — Ég sagði yður að fara að sofa. Ég verð fyrst að fá að vita hvernig Clare líður. —• Yður varðar ekkert um það, sagði deildarhjúkrunarkon- an og studdi hendinni á hurðar- handfangið að herberginu, sem Clare lá í, eins og hún byggist til að varna henni inngöngu. Faith brýndi raustina: ■— Jú, mig varðar um það, því að hún er vinur minn. Þér reynið að hræða alla, en ég er ekkert hrædd við yður, og ef þér svarið mér ekki, þá fer ég til yfirhjúkr- unarkonunnar... Deildarhjúkrunarkonan þreif til Faith og reyndi að draga hana eftir sér. — Jæja, svo þér ætlið að fara í yfirhjúkrunarkonuna... Við skulum athuga það betur. — Vill einhver tala við mig, systir? var sagt bak við þær með róiegri en myndugri rödd. Það var yfirhjúkrunarkonan. — Mig langaði bara til að vita hvernig Clare liði, sagði Faith og losaði tak deildarhjúkrunarkon- unnar. —■ Deildarsystirin vildi ekki segja mér það. —- Mér er óskiljanlegt hvers vegna þarf að gera uppistand út af þessu, sagði deildarsystirin ólundarlega. Hún var alls ekki hrifin af yfirhjúkrunarkonunni. — Hér líður yfir hjúkrunarkon- g2 — VXKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.