Vikan


Vikan - 05.12.1963, Side 23

Vikan - 05.12.1963, Side 23
JOLA- SVEINAR EINN OG ATTA Hvað er sérkennilegt við íslenzk jól? Það er nú ekki margt. Eí vel er að gáð mætti nefna hangikjötið, sem þó stendur líklega orðið höllum fæti í samkeppni við fuglakjöt og hamborgarhrygg. Það mætti líka nefna kaupæðið, sem kannske er ekki sérstakliega íslenzkt fyrirbrigði, en setur þá mestan svip á jóiahald okkar. Það mætti líka nefna einn arf frá fortíðinni, íslenzku jólasveinana, sem ofan komu af fjöllunum, þrettán í röð. Það voru merkilegir karlar og skemmtilegir, rammíslenzkir og ekki vitund í ætt við þann Santa Klás, sem smám saman hefur lagt undir sig jólasveinahugmyndina um allan heim. Nú vill VIKAN gera sitt til að varpa skírara Ijósi á íslenzku jólasveinana, þessa harðindakarla, sem engum gáfu neitt, en hugsuðu um það eitt að snapa í sjálfa sig. Þeir verða að sætta sig við breyttar aðstæður í mannabyggðum og VIKAN sýnir þá einmitt við þessar breyttu aðstæður. Á forsiðunni er Bessi Bjarnason í gerfi Skyrgáms og Skyrgámur er staddur í nýtízku eldhúsi og hámar í sig skyr upp úr hrærivélarskál. Við höldum áfram í næsta blaði og þar bregður Bessi upp myndum af Stekkjastaur, Giljagaur, Faldafeyki, Kjötkrók og Hurðaskelli. Við segjum þar líka frá gömlu, íslenzku jólasveinunum, eðli þeirra og sam- keppni við þann rauðklædda Klás. Hannn er nú hérumbil búinn að ganga af þeim gömlu og góðu körlum dauð'um og þykir oss mál að linni. VIKAN 49. tbl. 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.