Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 55

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 55
rétt orð, en ég veit þó ekkert annað betra. Það kemur oft fyrir mig, að ég ek út eiginlega stefnu- laust, eitthvað út í buskann til þess að anda að rnér fersku lofti — og allt í einu opnast allt fyrir mér og ég verð hamingju- samur. Þá verð ég þögull og segi: ,,Við skulum flýta okkur heim. Ég þarf að komast að vél- inni . . .“ Sérvizka? Þú spyrð um sér- vizku. — Ég veit það ekki. Sum- ir höfundar kváðu vera afskap- lega sérvitrir. Jú, ég man eftir einni sérvizku minni. Ég verð aldrei vondur. Það eru mörg ár síðan ég hef reiðst. En satt bezt að segja rennur mér í skap — og ég verð að stilla mig, ef nokk- urt kusk, bréfsnudda, eða annað slíkt er á skrifborðinu mínu þeg- ar ég ætla að fara að skrifa eitt- hvað vandasamt. Þá má ekkert vera á skrifborðinu nema vélin, handritið ... og silfurdósirnar mínar. Ég skrifa margt annað en bæk- ur. Sumir menn, sem fara að skrifa bækur, hætta öllu öðru. Þeir draga sig jafnvel inn í skel. Ég held að það sé vísasti vegur- inn til þess að útiloka hughrifin eða hugljómunina. Margir, sem þannig hafa farið að hafa þorn- að upp, orðið utangátta. í lif- andi samneyti við fólkið sækir maður viljann til sköpunar — og frá því kemur megin þess, sem gerir bók að góðri bók. En hvað er góð bók? Svarið við þessari spurningu verður hver og einn að finna hjá sjálfum sér“. JÓNAS ÁRNASON FRAMHALD AF BLS. 29. Það kemur líka fyrir, að ég skrifa á veturna, en aldrei heima hjá mér. Ég á mörg börn, og húsið er mannmargt, svo þar er ekkert næði. Hins vegar lofar Björn Þorsteinsson, sagnfræðing- ur, mér að sitja í herbergi heima hjá sér, og fyrir utan menningar- andrúmsloftið, sem rikir á heimilum slíkra manna, er gott næði þar til skrifta. Og Björn tekur að sér að svara í símann, ef spurt er um mig, og segir að ég komi aldrei í þetta hús. Það er kannske ekki góð sagnfræði en kemur sér mjög vel. Hvernig ég skrifa bækur? Ég skrifa þær eins og blaðagreinar, enda gamall blaðamaður. Ég safna efninu fyrst og vinn svo úr því og hreinskrifa. Það er eins með þessar smásögur mínar, þær spretta upp úr raunveruleikan- um, og ég býst við, að ég myndi hafa sama háttinn á ef ég gerði einhvern tíma skáldsögu. Ég myndi vinna hana eins og blaða- grein. Enda yrði hún kannske bara sjúrnalismi. Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið} sem völ er á3 er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðfórtun. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef hða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUfiSYNLEGT—ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIQLEIKAR Mjög auðvelt. Klippið Með nýja Toni bindivök- spíssinn af flöskunni og vanum leggið pér hvern bindivökvinn er tilbúinn sérstakan lokk jafnt og til notkunar. reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. SÖNN JÓLAMÁLTÍÐ FRAMHALD AF BLS. 22. yngri fjölskyldumeðlimi — að ekki sé nú talað um allar þær viðbótarpantanir hjá kaupmann- inum, auk þess sem þegar hefur verið gert ráð fyrir í matinn, svo sem eina tylft í viðbót af brauðkollum og stóra sveskju- köku fyrir börnin. Jólakvöldið er amma alltaf í sólskinsskapi, og eftir að hafa fengið öllum börnunum verkefni eins og að taka steinana úr plóm- um og þvílíkt, heimtar hún alltaf að Georg frændi fari úr jakk- anum og komi niður í eldhiisio til þess að hræra í búðingnum í hálftíma, sem hann líka gerir, börnunum og þjónustufólkinu til mikillar skemmtunar. Kvöldið endar með fjörugum blindings- leik, þar sem afi gerir allt til að názt, til þess svo að geta sýnt hve duglegur hann er. Næsta morgun fara svo gömlu hjónin í kirkju — kát og fjörug með eins mörg börn á hælunum og komast fyrir á kirkjubekkn- um. Þau skilja Georg frænda eft- ir heima til þess að þurrka af borðflöskum og fylla pipar- stauka, og Georg ber flöskur inn í borðstofuna, nær í tappatog- ara og er stöðugt fyrir öllum. Þegar kirkjufólkið kemur aft- ur heim í hádegisverð, tekur afi alltaf lítinn mistiltein upp úr vasa sínum og manar drengina til að kyssa litlu frænkur sínar undir honum — athöfn, sem bæði drengirnir og afi hafa mjög gam- an af, en sem stangast harka- lega á við hugmyndir ömmu um siðsemi, þangað til afi segir að þegar hann var þrettán ára og þriggja mánaða gamall, hafi hann líka kysst ömmu undir mistilteininum, og þá klappa VIKAN 49. tbl. — 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.