Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 45
JARÐABERJASULTA HINDBERJASULTA ANANASMARMELAÐI EPLAMAUK BLANDAÐ ALDINMATJK APPRIKÓSUMAUK APPELSÍNUMARMELAÐI BÚÐINGSDUFT Vanillu, Romm, Karamellu, Súkkulaði, Jarðaberja, Ananas TÓMATSÓSA APPELSlNU- OG RIBSBERJAHLAUP ÁVAXTASAFI KATHRINEBJERG EDIK EDIKSÝRA JARÐABERJA-, HINDBERJA-, OG KIRSUBERJASAFT MATARLITUR HUNANGSLÍKI ÍSSÓSUR KREMDUFT LYFTIDUFT BORÐEDIK LITAÐ SYKURVATN BLÖNDUÐ ÁVAXTASAFT SÓSULITUR EGGJAGULT Valur vandar vöruna - Sendum um allt land. - EFNAGERÐIN VALUR H.F. Fossvogsbletti 42 — Sími 40795. iun þegar hann kom frá því að borða. Hann sótti bílinn og ók honum upp fyrir og raðaði brús- unum í réttri röð á pallinn. Þeir voru númeraðir eftir bæjum og hann setti lægstu númerin fremst af því þau voru á brúsum frá innstu bæjunum. Svo færði hann bílinn aftur fram á auða svæðið og þeir voru ekki komnir að með fiskinn. Hann fór enn einu sinni yfir fisklistann, sem hann hafði skrifað í minnisbókina sína og þá sá hann að hann hafði ver- ið beðinn að kaupa brennivín. Það var ekkert í bókinni nema þessi fiskur og brennivínið og hann fór út og gekk suður að vínverzlunni, sem var nokkuð lengra í burtu en gistihúsið. Hún var í kjallara undir stóru timbur- húsi sem sneri stafni að götunni og tungulaga steinflögurnar utan á því minntu á hreistur á gríð- arstórri skepnu. Hann sá úr fjar- lægð að verzlunin var opin af því járnsláin sem var á hurð- inni um nætur hékk í lykkjunni í dyrakarminum. Það var sjald- an mikil mannþröng í verzlun- inni, en öldungurinn sem af- greiddi þurfti oft að tala við þá sem komu og það gat orðið taf- samt, og þess utan lokaði hann þegar honum sýndist tíma úr degi. Matartímar hans gátu orð- ið langir og síðan fór hann í kaffi og þá var lokað. Hann fór inn. Afgreiðsluborðið var í brjósthæð og handan þess var flöskum staflað í hvítmál- aðar hillur meðfram veggjun- um. Rykfallin sýnishorn stóðu á gömlu skrifpúlti sem var í einu horninu. Hann sá ekki af- greiðslumanninn fyrr en hann stóð upp á bak við púltið. Mað- urinn gat allt eins verið orðinn hundrað ára útlitsins vegna og hann færði sig hægt út á gólfið og stanzaði. Þeir heilsuðust ekki og hann bað um flösku af brenni- víni. Öldungurinn horfði á hann sljóum upplituðum augum. Hann var snöggklæddur og hafði stungið þumalfingrinum í vestis- vasana. Grönn gullfesti lá í boga milli þeirra. Hún sýndist mjög slitin. — Ósköp er keypt af brenni- víninu, sagði öldungurinn og leit út á götuna sem var þurr og grá þennan sólarlausa dag. — Viltu ekki púrtvín, sagði hann. Hás rödd hans virtist ætla að bresta í hverju orði og hann var afar seinmæltur. — Nei. - Hvernig fer um saltfiskinn þegar menn drekka ekki góð vín. Mig varðar ekkert um salt- fisk. — Ha. — Fari allur saltfiskur í ras- gat. — Hann fer til Spánar. — Þá það. — Menn eiga ekki að drekka sterk vín, sagði öldungurinn. Hann lét hendur falla niður með síðunum. Svo kjamsaði hann svo- lítið og sneri við. Hann var lengi að síga að veggnum gegnt af- greiðsluborðinu, þar sem svartir yfirlímdir stútarnir á brenni- vínsflöskum stóðu út úr hillun- um. Til hliðar voru stútar með gylltum hettum. Það voru aðrar tegundir. Öldungurinn hikaði og sneri frá hillunum. — Ég á hollari vín, sagði hann. Svo stakk hann þumalfingrunum í vasana og byrjaði að fitla við gullfestina. Andartak minnti hann á gamlan syfjaðan áburðar- hest sem hvílir sig undir bögg- um. — Ég átti að kaupa brennivín. — Brennivín skal það vera, sagði öldungurinn og sneri sér aftur að hillunum. Hann dró eina flöskuna út og lét höndina síga með hana áður en hann lagði af stað yfir gólfið. Flaskan sveifl- aðist lítillega eftir hreyfingum hans unz hann var kominn alla leið og rétti hana upp á borðið. — Vill maðurinn utan um hana, sagði hann. — Það væri betra. Öldungurinn seildist undir af- greiðsluborðið og kom með gamalt gulnað dagblað, sem hann breiddi úr. Svo lagði hann flöskuna kirfilega ofan á blaðið og velti henni innan í það og sneri upp á endana. — Áttu ekki umbúðapappír. — Hann kostar peninga, sagði öldungurinn. -— Ég hélt þetta væri ríkis- verzlun. — Það er ríkisins að spara, sagði öldungurinn og augu hans blossuðu allt í einu upp. En syfjan seig strax aftur yfir and- lit hans. Hann tók við tíu krónu seðli og hélt í langferðina yfir að púltinu og var lengi að grufla í hvarfi á bak við það; skarka í látúnshnullungunum og telja honum til baka. Síðan kom hann aftur og inniskórnir með upp- brettum tánum drógust eftir gólf- inu við hvert skref. Hann lagði krónurnar á borðið og nú rifaði aðeins í augun. — Þú lokar á eftir þér, sagði hann. Þeir voru enn ekki komnir að með fiskinn og hann hafði ekkert að gera nema bíða. Hann hafði stungið flöskunni í horn- ið bak við sætið og það var orð- ið svalt í veðri og leit út fyrir kalda nótt. Öðru hverju komu farþegar með dót og hann fann hvernig bíllinn hreyfðist undan bjástri þeirra á pallinum. Sumir áttu eftir að gera meiri kaup og aðrir báðu hann að taka sig á leiðinni suður úr bænum ef þeir yrðu ekki komnir þegar hann færi. Drengurinn var far- inn af bryggjuhausnum og nú VIKAN 49. tbl. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.