Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 22
SÖNN JOAMÁLTlÐ EFTIR CHARLES DICKENS JOLIN ERU HÁTÍÐIN MIKLA, SEM SAMEINAR FJÖLSKYLDUMEÐLIMINA ÞÖTT ANNARS SJÁIST ÞEIR EKKI NEMA EINU SINNI EÐATVISVAR Á ÁRI. ÞANNIG HEFUR ÞETTA ALLT AF VERIÐ —EINNÍG ÞEGAR CHARLES DICKENS VAR UPPI OG ENGINN HEFUR LÝST HLÝJU OG BIRTU JÖLA- HÁTÍÐARINNAR BETUR EN HANN. Jólin! Það hlýtur að vera mannhatari, sem ekki fyllist gleði við komu jólanna og ekki á kærar minningar í sambandi við þau. Það er til fólk, sem held- ur því fram, að jólin séu þeim ekki lengur það sem þau voru, að hver jól færi þeim aðeins brostnar vonir, óuppfylltar ósk- ir frá fyrra ári, að þau minni það aðeins á þrengri kjör og minni tekjur — minni veizlur, en það einu sinni hélt vinum sínum, á kuldalegt augnaráð, sem mætir því í mótlæti og óhamingju. Enginn ætti að taka mark á slíkum dapurlegum end- urminningum. Allir, sem lifað hafa nógu lengi í þessum heimi, geta rif jað upp þannig minningar alla daga ársins. Hvað réttlætir þá það, að velja gleðilegasta dag ársins til þessara dapurlegu hugsana? Dragðu stólinn þinn nær snarkandi eldinum — fylltu glas þitt og syngdu —• og sé stofan þín minni en hún var fyrir nokkrum árum síðan, og sé glas þitt fyllt af heitu púnsi í stað glóandi víns, þá taktu hlut- ina eins og þeir eru og tæmdu það strax. Fylltu það aftur og raulaðu gömlu vísuna, sem þú varst vanur að syngja og þakk- aðu guði fyrir, að ástandið er ekki verra. Líttu á glöð andlit barna þinna, þegar þau sitja um- hverfis arininn. Ef til vill er eitt sætið autt, sæti lítillar veru, sem gladdi hjarta föðursins og vakti stolt móðurinnar. Dveldu ekki í fortíðinni, hugsaðu ekki um það, að fyrir aðeins ári sat bamið yndislega, serp nú er horfið til moldar, fyrir framan þig með rjóða og sællega vanga og gleði og áhyggjuleysi æskunnar í svip. Hugsaðu um allt það góða, sem þú átt í dag — allir menn eiga eitthvað til að gleðjast yfir — en ekki um mótlæti þitt. Allir hafa á einhverju skeiði ævinnar orðið að þola óhamingju og mót- læti. Fylltu glasið aftur, og sé svipur þinn hýr og hjarta þitt ánægt, þorum við að lofa þér gleðilegum jólum og hamingju- ríku nýju ári! Hver verður ekki snortinn af þeim vináttuhótunum og einlæg- um óskum, sem þessi tími er svo ríkur af? Fjölskyldumáltíð! Við þekkjum ekkert yndislegra! Það er eins og töframáttur fylgi orð- inu jól. Smásálarleg öfund og ósamkomulag gleymist og samúð og vinátta vaknar meira að segja í hjörtum þeirra, sem kaldlynd- astir eru. Faðir og sonur eða bróðir og systir, sem áður gengu fram hjá hvort öðru án þess að líta við eða með svip kuldalegs kæruleysis, faðmast nú og láta fyrri andúð sína víkja fyrir ham- ingju stundarinnar. Elskandi hjörtu, sem hafa þráð hvort ann- að innilega, en misskilið stolt hefur hindrað í sameiningu, finna nú hvort annað aftur og allt endar í ást og hamingju! Ég vildi óska, að jólin stæðu allt árið, og að fordómar og ástríð- ur, sem eyðileggja beztu tilfinn- ingar okkar, vöknuðu aldrei framar í brjóstum manna. Sú fjölskyldumáltíð, sem við höfum í huga, er ekki eingöngu fundur ættingja sem kallað hef- ur verið á með viku eða tveggja vikna fyrirvara, sem aðeins hitt- ast þetta árið án þess að hafa verið saman í fyrra, og sem að öllum líkindum eiga ekki eftir að hittast næsta ár. Nei! Þessi jólamáltíð er sam- koma allra fjölskyldumeðlima á hverju ári, ungra og gamalla, fátækra og ríkra — sem börnin bíða með eftirvæntingu í tvo mánuði. Aður var hún haldin hjá afa, en þar sem afi og amma eru að verða gömul og lasburða, hafa þau hætt heimilishaldi og borða nú hjá Georg frænda, og þess vegna er veizlan hjá Georg frænda — en amma gefur flest af góðgætinu í hana, og afi heimtar alltaf að ganga alla leið niður á Newatemarkað til þess að kaupa kalkúninn, en svo leigir hann burðarmann til að bera hann heim fyrir sig og vill þá endilega að hann fái snaps fyrir ómakið, auk borgunarinn- ar. Hvað ömmu viðvíkur, er hún ákaflega þögul og leyndardóms- full nokkra daga á undan, en samt ekki nógu þögul, því að það fer að kvisast, að hún sé bú- in að kaupa fallega hatta með Ijósrauðu silikibandi handa öllum þjónustustúlkunum og einnig pennahús og penna fyrir alla Framhald á bls. 55 22 — VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.