Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 31
kornótt. Haframjölinu bætt í, vatninu
og sítrónuberkinum og allt hnoðað.
Gerðar litlar bollur á stærð við val-
hnetu og dálítil hola gerð í hverja
bollu. Fyliingin soðin saman í potti þar
til hún þykknar, kæld og sett í hol-
una. Kökurnar bakaðar í meðalheitum
ofni í ca. 12 mín.
Saffransbollur
1 dl. rjómi, ca. 1 dl. vatn, 100 gr.
smjörlíki, 25 gr. pressuger, 1 egg, 375
gr. hveiti, 1 gr. saffran., rúsínur til að
skreyta með.
Rjómi og vatn hitað, en ekki meira
en það verði aðeins volgt og smjörl.
brætt í því. Gerið mulið í fatið og
volgurn vökvanum hellt yfir, eggið
þeytt saman og sett í og síðast hveitið
og saffranið. Hnoð'að þar til það er
mjúkt og iétt. Látið lyfta sér á volg-
um stað, þar til það er orðið helmingi
stærra. Þá er því rúllað í stengur og
alls konar bollur og kökur búnar úr
deiginu. Aftur látið lyfta sér í ca. 15
mín. Penslað með eggi og skreytt með
rúsínum. etfir því sem óskað er. Bakað
í ca. 30 mín.
Rjómakransar
500 gr. hveiti, 300 gr. smjörlíki, 175
gr. sykur, ca. 1% dl. rjómi. Sykur og
rjómi til að pensla með.
Allt hnoðað saman og búnir til smá-
kransar, sem dýft er í rjóma og sykur.
Settir á smurða plötu með nokkru
millibili.
Ástarkransar
4 harðsoðnar eggjarauður, 375 gr.
hveiti, 250 gr. smjörlíki, 125 gr. syk-
ur, vanilludropar.
Harðsoðnar eggjarauðurnar eru
muldar út í hveitið og smjörið, sykur-
inn og vanilludr. hnoðað í. Rúllað í
mjóa lengju, sem gerðir eru úr litlir
kransar, en þeim er dýft í egg og syk-
ur.
Vanillukransar
500 gr. hveiti, framan í tsk. af hjart-
arsalti, 375 gr. smjör eða smjörlíki,
250 gr. sykur, 125 gr. sætar möndlur, 1
egg, 2 tsk vanilludropar.
Hveiti, hjartarsalt, smjör, sykur,
flysjaðar og smáskornar möndlur, egg
og vanilla hnoðað saman og sprautað
gegnum kökusprautu í litla kransa.
V alhnetu-brownies
Vs bolli smjör, % bolli súkkulaði,
1 bolli sykur, 2 egg, Vi tsk vanilla, %
bolli hveiti, 14 tsk. salt, Vs bolli sax-
aðar valhnetur. Lagið ofan á: 3 boll-
ar flórsykur, Vs tsk. salt, 4 Vx matsk.
mjög lint smjör, 4% matsk. heitt, sterkt
kaffi, % tsk. vanilludropar, V*. brotn-
ar valhnetur.
Kakan sjálf er gerð þannig: Smjör-
ið er brætt með súkkulaðinu í tvö-
földum potti, síðan látið kólna svolítið.
Öilu hinu bætt, í og bakað í grunnu
formi í 25—30 mín. við fremur lítinn
hita. Skorið í ferhyrnda bita, þegar
kakan er köld og kreminu smurt ofan
á, en það er búið þannig til: Allt, nema
valhneturnar er hrært vel saman og sé
það of lint, harðnar það við að kólna
aðeins. Smurt á kalda kökuna og val-
hnetum stráð á.
Sítrónu-sóleyj arkaka
2 bollar smjör, 1 bolli sykur, 2 egg,
1 matsk og 1 tsk. af ósíuðum sítrónu-
safa, 5 bollar hveiti, 1 tsk lyftiduft, 2
matsk. sítrónusafi úr dós eða flösku,
grænn skrautsykur, möndlur.
Hrærið smjörið og setjið sykurinn
hægt saman við þar til deigið er létt
og hvítt. Setjið eggjarauðurnar í og
sítrónusafann, síðan hveitið og safann
úr dósinni. Blandið því vel saman og
látið kólna í nokkrar klukkustundir.
Fletjið deigið svo þunnt út og skerið
það eins og blóm. Berið svo eggjahvít-
urnar ofan á kökurnar, stráið grænum
skrautsykrinum á og raðið flysjuðum
möndlum, sem skornar háfa verið í
hálft, í hring utan með.
Stjörnur
2 bollar hveiti, Vs bolli mjög fíngerð-
ur sykur, 3 harðsoðnar eggjarauður,
marðar gegnum sigti, 1 bolli smjör,
3 matsk. ósíaður safi úr appelsínu, svo-
lítði salt. Glasúr: lVz bolli flórsykur,
Vs matsk. ósíaður safi úr appelsínu,
5—6 matsk. appelsínusafi úr dós, gul-
ur matarlitur, marglitur, grófgerður
skrautsykur.
Kakan: Setjið allt saman í skál og
saxið það saman með tveim hnífum.
Hnoðið svo deigið og skiptið í fjóra
hluta og kælið í 3 klukkutíma. Hver
hluti er svo flattur út og skorinn með
stjörnumóti. Bakað á ósmurðri plötu
við frekar mikinn hita í 8—10 mín.
Gerir u.þ.b. 5 dúsín kökur. Þegar þær
eru kaldar, er glasúrnum smurt á þær
og marglitum skrautsykri stráð yfir.
Glasúrinn er gerður þannig: Sykrinum,
appelsínusafanum og ósíaðum safanum
blandað saman og litað með svolitlum
gulum lit. Kökurnar þaktar alveg með
honum.
VIKAN 49. tbl. — gj