Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 24
ÆTLAÐI AÐ KAUPA TUTTUGU TOGARA... FKAMHALD AF BLS. 9. leika átti tónsmíðar hans á hljómleikum, gat farið svo að hann bannaði það með öllu, á síðasta augnabiiki. Hann ferðað- ist land úr landi, borg úr borg, en undi sér hvergi, og þótt hann hefði nokkur fjárráð vegna arfs eftir foreldra sína, þá hélzt hon- um ekki á því vegna íburðar í lifnaðarháttum, og það kom æ oftar fyrir, að hann tók þann kostinn að flýja undan skuldu- nautum sínum, unz hann átti hvergi lengur griðastað. Þá var það, að hann tók þá ákvörðun að fara alferinn til íslands, og freista gæfunnar þar. Hér lagði hann svo alla sína fjármuni á eitt bretti í síðustu tilraun til að verða efnahagslega sjálfstæður, og tók jafnvel til þess höfuðstól- inn, sem hann hafði fengið rent- ur af og iifað á fram að því. Hann setti þannig alla sína peninga í þau vafasömu fyrirtæki, sem hann stofnaði hér, — og þegar allra vonir brustu að lokum, og hann sá fram á að hann væri ai- gjörlega eignalaus maður, þá bil- aði hugrekkið og hann greip ti! skammbyssunnar. Um tíma ætlaði baróninn að laða til sín erlenda veiðimenn og skapa einhverskonar paradís laxveiðimanna í Borgarfirðinum. Til þess kej'pti hann m.a. veiði- réttinn í Hv;tá cg Grímsá og í tveim vötnum þar, Langadals- vatni og Blundsvatni. Við Langa- dalsvatn reisti hann sér svo sum- arbústað og dvaldi þar oft við veiðar. Við Blundsvatn hugsaði hann sér að reisa mikið hús eða höil fyrir erlenda laxveiðimenn, en af því varð aldrei, enda veiði Htil sem enginn í vatninu, og nú mun það vera að mestu upp- þornað. Þá datt honum það í hug, að reisa mikið kúabú hér í Reykja- vík og selja hér mjólk, Keypti hann lóðarréttindi undir hús neðst við Barónstíginn — sem er nefndur eftir honum — og lét reisa þar mikið fjós, sem tók um 40 nautgripi. Kostaði fjósið um 20 þúsund krónur, sem var geysi- legt fjármagn á þeim tíma. Rak hann svo þetta kúabú, en það kom brátt í Ijós að enginn fjár- hagslegur grundvöllur var fyrir slíkum rekstri, jafnvel þótt mjólkurlítirinn kostaði þá 15 aura, — sem líklega mundi jafn- gilda 12—15 krónum nú. Þess vegna var honum nauðugur einn kostur að selja fyrirtækið, og fór fjósið fyrir einar átta þúsund krónur, og hafði hann þá beðið stjórtjón á ævintýrinu. Til þsss að anna öllum þeim miklu flutningum, sem áttu sér stað milli Reykjavíkur og Hvítár- valla, datt baróninum það þjóð- ráð í hug að kaupa sér stóran 24 bát og lét setja í hann gufuvél. Bátinn nefndi hann Hvítá, og lét hann ganga á milli með pramma í eftirdragi. Fór báturinn upp Hvítá og allla leið að túnjaðrin- um á Hvítárvöllum, og þótti þetta að vonum mikið framtak og snilli að sigla gufubáti all langt inn í land, og sáu þá marg- ir fyrir sér miklar skipaferðir á íslenzkum ám og vötnum í framtíðinni. Báturinn gekk fram og til baka eftir þörfum í tvö ár, en þá sneri baróninn sér að öðrum viðfangsefnum og seldi bátinn til Milljónafélagsins. Það er ekki nema von til þess, að maður eins og C. Gauldrec de Boilleau barón, hafi ekki unað öllum stundum á búgarði sínum uppi í Borgarfirði, jafnvel þótt þar væri margt manna, gest- kvæmt og gnægð matar og drykkjarfanga. Að vísu notaði hann oft tímann þar til að iðka hljóðfæraslátt, bæði á píanó og celló, og jafnvel til að semja tónverk. Eru gögn til fyrir því að hann hafi samið óperu sem hann sendi bróður sínum í Bandaríkjunum til gagnrýni, og var hann mjög hrifinn af. En baróninn var vanur lífi stórborg- anna erlendis, samkvæmum og heimsóknum til vina og kunn- ingja. Þessvegna dvaldi hann mikið í Reykjavík, og þar kom að hann hann keypti sér hús hér til að hafa sem dvalarstað í bæn- um, og bjó það dýrindis hús- gögnum og hljóðfærum. Þetta hús stóð við Laugaveg og er númer 90 þar sem það stendur enn í dag við hliðina á Stjörnu- bíó. Um kaupverðið er ekki vit- að, en húsið var þá nýbyggt og hið vandaðasta, og er ekki að efa að þar hefur enning pyngja bar- ónsins lézt um drjúgan skilding. Hugmyndaflug barónsins var geysiauðugt, og kom það m.a. fram í ýmsum framkvæmdum hans á sviði landbúnaðar og ræktunar. Hann fór strax að raekta skrúðgarða að Hvítárvöll- um og sparaði ekkert til þeirra frekar en annars, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann safnaði þangað fjölda trjátegunda og blóma, og var þetta mikil ný- lunda hér á landi. Urðu garðarn- ir mjög fagrir á meðan hans naut við, en féllu síðan í niður- níðslu og var loks breytt í kart- öflugarða. Þá skrifaði hann t.d. merka ritgerð um meðferð og geymslu húsdýraáburðar. Hafði hann afÞ að sér haldgóðrar þekkingar á íslenzkum jarðvegi, með því að senda sýnishorn af honum til efnagreiningar. Fyrri hluta ársins 1901 skrifaði hann athyglisverða grein í tsa- fold, sem hét: Mikilsverð fram- faratilraun. Þessi grein er í raun og veru upphafið að endalokum hans, þótt hún sé að flestu leyti uppbyggileg og sýni mikinn og lofsverðan áhuga fyrir framför- um í landinu, bendi á margt, sem miður var, og aðferðir til úr- bóta. Komst baróninn þar að þeirri niðurstöðu að íslenzka þjóðin þjáðist af efnaleysi, ein- angrun, framtaksleysi og út- haldsleysi, og hann er tilbúinn með tillögur til úrbóta — og það í stórum stíl. í stuttu máli þá leggur hann til, að stofnað verði hlutafélag, sem hann sjálfur hyggst eiga frumkvæðið að. Félagið kaupi síðan allt að 20 togara frá Eng- landi, á þá séu ráðnir íslending- ar, og að skipin fái leyfi til að fiska innan landhelgi við suður- ströndina frá Reykjanesi að Ingólfshöfða, en gegn þessu leyfi skuli félagið sjá svo um, að Faxaflóinn verði algerlega friðaður fyrir togurum frá Eng- landi. Þá gerir hann einnig ráð fyrir að félagið eignist tvö milli- landaskip til að flytja aflann iit og til annarra flutninga í sam- bandi við þetta mikla fyrirtæki. Aðalstöðvar félagsins hugsar hann sér í Reykjavík, vegna erf- iðleika við hafnarframkvæmdir við suðurströndina. Frumvarp til laga um heimild til þess að stofna þetta fyrir- tæki, og reka það á þessum grundvelli, var lagt fyrir Alþingi um þetta leyti og batt baróninn og aðrir að sjálfsögðu miklar vonir við þetta, ef leyfi Alþingis fengist. Fullyrti baróninn í grein- inni, að ekki mundi standa á nægu fé erlendis frá, til að stofna félagið og reka það, en til þess þurfti að sjálfsögðu margar millj- ónir, jafnvel á þeim tíma. Svo fullviss var hann um af- greiðslu þessa máls á Alþingi, að hann fór utan til Englands áður en málið skyldi tekið þar fyrir, og fór að leggja drög að stofnun félagsins þar. Svo dundu á hann reiðarslög- in hvert af öðru. Frumvarpið á Alþingi var fellt með jöfnum atkvæðum 10:10. Honum mistókst algerlega stofnun félagsins erlendis, og hefði líklega einnig farið svo, þótt leyfi fengizt til reksturs þess hér heima. Hann sá fram á algjört gjald- þrot hjá sér, og enga möguleika til björgunar á neinn þann máta, sem honum fannst sæmandi. Það var komið svo, að hann átti ekki farareyri aftur til íslands í reiðu- fé, og því tók hann þann kost- inn að fara aðra ferð, þar sem fargjaldið var minna . . . Hann var aðeins 37 ára gamall, þegar hann hleypti af skamm- byssuskotinu í höfuð sér ,,í geð- veikiskasti", eins og segir í h'k- skoðunarvottorðinu. Lát hans var tilkynnt öllum ættingjum og auglýst í erlendum blöðum, jafnframt því að auglýst var eftir kröfum á hendur dánar- búsins, en með það hafði Sigurð- ur Þórðarson, sýslumaður Borg- firðinga að gera. Leið svo fram í Júní 1902, að reikningar og ýmsar kröfur bárust sýslumanni. Sá hann fram á að eignir bús- ins mundu ekki nægja til að greiða skuldirnar, og skrifaði hann bróður barónsins í Banda- ríkjunum fyrirspurn hvort að hann hefði umsjón með einhverj- um eignum hans, en ekki er það að sjá í skjölum að hann hafi fengið svar við því. Fór því svo að opinbert uppboð var haldið á eignum barónsins. Fór það fram á Hvítárvöllum dagana 22. Framhald á l)!s. 50 UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÓRKIN HANS NOA2 l»að cr alltaf sami leikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitlr góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Nafn Heimill Örkin er á hls. Sfðast er dregið var hlaut verðlaunln: Kolbrún Hákonardóttir, Hólmgarði 54, Rvík Vinninganna má vitja á skrítstotu Vikunnar. - VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.