Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 56

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 56
börnin saman höndunum og hlæja hjartanlega með Georg frænda og konunni hans. Svipur ömjmu er blíður og hún segir brosandi, að afi hafi alltaf verið csvífinn hvolpur, og þá hlæja börnin aftur hjartanlega — en hjartanlegast af öllum hlær þó afi. En þessar skemmtanir eru þó ekkert á móti spenningnum þeg- ar amma með stóra hettu og í silfurgráum silkikjól og afi með stífan flibba og hvítan silkiklút setjast við arininn í dagstofunni með öll börnin, litlar frænkur og frænda, fyrir framan sig og biða eftir því að boðsgestirnir komi. Allt í einu heyrist hest- vagn nema staðar, og Georg frændi, sem hefur setið og horft hana velkomna. Amma réttir úr sér og verður stíf og settleg, því að Margaret giftist fátæk- um manni án hennar samþykkis og er ■— eins og fátæktin væri ekki í sjálfu sér nógu harður dómur — útskúfuð af fjölskyld- unni og útilokuð frá félagsskap sinna kærustu vina. En nú eru jólin komin, og þær óvingjarn- legu tilfinningar, sem barizt hafa undanfarið við betri vitund, bráðna nú í jólagleðinni, eins og hálffrosinn ís í morgunsólinni. Það er eðlilegt að móðir eða fað- ir í augnabliks bræði fordæmi óhlýðið barn, en á gleðinnar stund, þegar almennur velvilji og gleði ræður ríkjum, væri það harðýðgi að úthýsa henni frá bernskuheimilinu, þar sem hún söguna í öllum atriðum. Georg frændi segir sögur og skammtar fuglasteik, skenkir vín og gerir að gamni sínu við börnin við litla borðið, brosir kankvís til ungu frændanna og frænkanna, sem eru að draga sig saman, og kemur öllum í gott skap með kæti sinni og gestrisni. Þegar svo þjónustustúlka slagar inn með risastóran búðing skreyttan stórri jólarós í miðju, gellur við þvílíkur hlátur, hróp og klapp smárra, mjúkra handa og stapp stuttra, feitra fóta, að önnur eins fagnaðarlæti heyrast ekki, nema ef vera kynni þegar horft er á þá list að hella brennandi kon- jaki yfir brauðbollurnar. Svo kemur ábætirinn! Og vínið! Og kætin! ÆTLAÐI AÐ KAUPA TIJTTUGU TOGARA ... FRAMHALD AF BLS. 24. og 23. júní, og mun hafa verið allfjölmennt. Af verðmætum munum, sem þar voru seldir — auk fasteigna — má nefna málverkasafn bar- ónsins, sem Einar Benediktsson keypti fyrir 100 krónur, píanó og flygill. Þá átti baróninn einnig forláta knéfiðlu (cello), sem mun hafa verið eitt hið verð- mætasta sinnar tegundar í heim- inum, en enginn veit nú hvað af því hefur orðið. Þannig lauk æviferli þessa manns, sem hafði allt til að bera til að verða frægur og hamingju- Amerísk Delicious út um gluggan, kallar: „Jane er komin!“ og börnin hlaupa öll að dyrunum og æða og renna sér niður tröppurnar, svo kemur Robert frændi og Jane frænka og indæla litla barnið og barn- fóstran og öll eru þau leidd upp tröppurnar meðan börnin skvaldra og hrópa og barnfóstr- an áminnir þau um að meiða nú ekki litla barnið. Afi tekur barnið og amma kyssir dóttur sína og ringulreiðin í kringum fyrstu gestina er ekki fyrr far- in að sjatna en aðrar frænkur og fleiri frændur koma með smá- frændur og smáfrænkur með sér, og fullorðna fólkið daðrar hvert við annað og það gerir reyndar unga fólkið líka og allt ómar og glamrar af röddum, hlátri og kæti. Svo heyrist barið hikandi að dyrum, þegar stutt þögn verð- ur í stofunni, og allir spyrja undrandi hver þar geti verið, og tvö eða þrjú þörn, sem staðið hafa við gluggann tilkynna með lágri röddu, að það sé „vesalings Margret frænka“, en þá gengur Georg frændi út til að bjóða hefur þroskazt frá barni í stúlku og loks í fullþroska og fagra konu. Svipur réttlætis og kaldrar fyrirgefningar fer ekki gömlu konunni vel, og þegar unga kon- an er leidd inn af systur sinni, föl og niðurbrotin — ekki af fátæktinni, því að hana gat hún þolað, heldur af vitundinni um óverðskuldaða vanrækslu og kulda — er það auðséð, að svip- ur ömmu ristir ekki djúpt. Það verður andartaks þögn, en þá rífur hún sig lausa frá systur og kastar sér grátandi um hálsinn á móður sinni. Faðirinn gengur hratt fram á gólfið og tekur í hönd mannsins hennar. Vinirnir safnast í kringum þau til þess að færa þeim hjartanlegar ham- ingjuóskir, og nú er hamingja og gleði aftur alls ráðandi. Svo er það máltíðin — já, hún er dásamleg —■ ekkert mis- heppnast, og allir eru í bezta skapi og langar til að gleðja bæði sjálfa sig og aðra. Afi seg- ir nákvæmlega frá kalkúnkaup- unum, með dálitlum útúrdúr um aðrar kalkúnferðir fyrir aðrar jólaveizlur, og amma staðfestir Hafði þá ekki maðurinn henn- ar Margaret búið til þessar fal- legu ræður og vísur, hann, sem, þegar allt kemur til alls, er skemmtilegur og laglegur maður og svo stimamjúkur við ömmu. Og afi syngur ekki bara venju- lega sönginn sinni með dæma- fáum krafti, heldur líka — eftir að hafa verið einróma hylltur og kallaður upp — eins og hann gerir á hverju ári, nýjan söng, sem enginn annar en amma hef- ur heyrt áður. Ungur frændi, mesti slæpingi, sem hefur verið í ónáð hjá eldra fólkinu vegna ýmissa yfirsjóna — t.d. þeirra, að fara ekki í heimsóknir og framför hans í öldrykkju — kemur nú öllum á óvart, svo að allir eim að farst úr hlátri, með því að syngja þær fyndnustu visur, sem heyrzt hafa. Þannig líður kvöldið í glaum og gleði og vináttu og verður til þess að tengja fólkið fastari böndum — og vekja betri og háleitari tilfinningar — en helm- ingur allra prédikana, sem skrif- aðar hafa verið af helming allra presta, sem uppi hafa verið. samur, kunni ekki fótum sínum forráð, flúði til íslands til að syngja sinn síðasta svanasöng, og lét svo lífið fyrir eigin hendi, þegar honum fannst hann ekki geta greitt úr þeirri flækju, sem hann var kominn í. Hann hafði farið sjálfur að þeim ráðum, sem hann gaf bóndanum forðum, sem ekki átti næga peninga til fyrir hestinum. G.K. HVERJU REIDDUST GOÐIN? FRAMHALD AF BLS. 15. öflunum sé einungis Ólafi Thors til heiðurs á merkum tímamót- um. Hver veit, hvað goðin kunna að hugsa. Þá hefur mönn- um orðið tíðrætt um eyjuna og nafngift á hana. Margar tillög- ur hafa komið fram, en ein- hverra hluta vegna hefur anda- giftin verið „in absentium" í þessum nafngiftum því varla er neitt eitt öðru skárra. Annars er svo hröð þró- £0 _ VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.