Vikan - 05.12.1963, Page 47
sást aðeins stöku már á flugi
yfir úfnu grunnsævinu og það
var orðið kvöld'egt til loftsins.
Tveir farþeganna voru seztir inn
til hans og rúðurnar urðu brátt
ógagnsæjar vegna móðunnar
sem settist á þær þegar hlýnaði
í stýrishúsinu. Farþegarnir voru
líka að bíða eftir fiski. Klukkan
vor orðin fimm, þegar annar
farþeginn fór út til að líta á
fjörðinn. Hann sagði að bátarnir
væru að koma.
Þeir urðu allir þrír samferða
fram á bryggjuna og norpuðu
þar í vindinum meðan bátarnir
nálguðust. Þetta voru litlar trill-
ur sem héldu hópinn og komu
höktandi upp að bryggjunni
hver á fætur annarri og innan
stundar hafði töluverðu af fiski
verið varpað í kasir upp á timb-
urgólf bryggjunnar.
Hann hafði verið beðinn að
kaupa nokkrar kippur og þeir
sem seldu honum báru þær að
bílnum. Hann fór upp á pallinn
og tók á móti kippunum úr vot-
um rauðum og bólgnum höndum
þeirra og hlóð þeim fyrir aftan
brúsana. Stúlkan kom meðan
hann var að þessu og hann sá
hún horfði á eftir trillukörlun-
um, sem enn voru í gulum stökk-
um sínum og gengu með þessum
einkennilega hliðarslætti sjó-
manna niður bryggjuna. Svo leit
hún upp á pallinn til hans og
sagði:
— Er þetta bíllinn.
— Nei, ég er maður, sagði
hann.
— Talaði vertinn ekki við þig.
Hann stökk niður af pallinum.
Hann bjóst við að hún mundi
vera um þrítugt. Hún hafði púðr-
að sig töluvert og það var sterk
ilmvatnslykt af fötum hennar
og þegar hann horfði niður eftir
henni sá hann að þetta var ákaf-
lega þokkalegur kvenmaður.
brúnt hárið kom í stórum lið-
um undan spanjólunni. Það var
samskonar greiðsla og mátti sjá
á auglýsingaspjöldum um hár-
freyði.
— Alveg rétt, sagði hann. —
Þú ert stúlkan.
— Hvað hélztu ég væri.
— Kannski farartæki.
— Mér var sagt að þú værir
kurteis og öruggur bílstjóri.
— Ég tek ekki ábyrgð á orð-
um vertsins.
Farþegarnir tveir komu með
fisk sinn og hentu kippunum
upp á pallinn og snöruðust á eft-
ir. Hann rétti þeim tösku stúlk-
unnar og hleypti henni síðan
inn í stýrishú^ið. Hún settist
alveg úti við hurðina og leit
eltki á hann meðan hann var
að setja í gang og aka út af auða
svæðinu. Kannski hafði hún
móðgast og hann lét sig það einu
gilda. Úrið hans vantaði enn
tuttugu mínútur í sex. Hann
þurfti því ekki að flýta sér og
fór í lágum gír suður götuna.
Það var nokkur mannþröng við
áfengisverzlunina og það var
eins og fólkinu á götunni væri
sveiflað að dyrum hennar. Hann
átti enn nokurn spöl að húsinu,
þegar hann tók eftir þessu. Þetta
verkaði á hann eins og skyndi-
legt brennivínsæði, nema fólkið
fór ekki inn, heldur stóð fyrir
utan og teygði úr sér til að sjá.
Þegar hann var kominn á móts
við húsið, tók hann bílinn úr
gír og steig rólega á bremsuna,
og þeir sem höfðu verið að
teygja úr sér og þrengja sér að
dyrunum voru allt í einu orðn-
ir undirleitir og hnípnir og virt-
ust vera að bíða eftir einhverju.
Þá sá hann lækninn koma hlaup-
andi frá sjúkrahúsinu. Fólkið
við dyrnar rýmdi fyrir honum.
— Hefur orðið slys, sagði
stúlkan.
Tveir strákar voru reknir frá
dyrunum. Þeir hrökkluðust út
á götuna og stönzuðu hjá bíln-
um. Hann losaði ólina af nagi-
anum innan á hurðinni og lét
rúðuna síga.
— Hvað kom fyrir, sagði hann
út um opinn gluggann.
— Hann er dáinn, sagði ann-
ar strákurinn án þess að hafa
augun af fólkinu við dyrnar.
- Er það slys, sagði stúlkan.
Hún hafði ekki heyrt hvað strák-
urinn sagði.
— Það var gamall maður að
deyja, sagði hann. Svo rak hann
höfuðið út um opinn gluggann og
sagði:
— Hvernig dó hann.
— Ég veit það ekki, sagði
strákurinn. — En ég heyrði
mann segja það hefði eflaust
verið hjartað. Kannski það hafi
sprungið.
Fjórir menn komu út með öld-
unginn í segldúk og einhver
hafði sett hatt á höfuð hans og
klætt hann í jakkann. Fólkið vék
til hliðar og horfði á þá bera
hann suður götuna og lækninn
ganga á eftir þeim í sloppnum,
sem hann hafði ekki gefið sér
tíma til að klæða sig úr áður
en hann hljcp út.
— Hvað var hann að gera
þarna, sagði stúlkan.
Hann seldi saltfisk.
- - í þessari búð.
— Nei, þetta er vínverziun.
— Hann hefur bara gengið
þarna inn, aumingja maðurinn.
— Hann hefur verið þarna ár-
um saman.
— Drakk hann svona.
— Það hefur þá verið púrt-
vín.
Mennirnir báru líkið eftir
miðri götunni og seglið seig í
höndum þeirra. Þeir reyndu að
láta bað ekki dragast. Hann ók af
stað er þeir voru horfnir með
segidúkinn inn í sjúkrahúsið.
Hann stanzaði syðst í kaup-
staðnum og studdi á flautuna.
Langdregið gaul hennar dundi
á húsunum og hundur fór að
gelta einhvers staðar handan
húsanna við götuna. Maður kom
hlaupandi eftir götunni og fór
upp á pallinn og seinna fann
hann tvo fara upp á pallinn til
viðbótar. Konan var að kveðja
Sigvalda bróður sinn upp á stein-
tröppunum utan á grámáluðu
húsi þeim megin sem hann hafði
stanzað. Tvö börn fylgdu henni
að bílnum. Hún opnaði hurðina
og varð dálítið bylt við, þegar
hún sá stúlkuna.
— Það verður þröngt, sagði
hann.
Konan kvaddi börnin og dreif
sig upp í sætið. Hún hélt á göml-
um hveitipoka með einhverju
dóti og kom honum fyrir í
kjöltu sinni. Skömmu síðar var
barið oní þakið. Hann hleypti
rúðunni niður og rak höfuðið út.
— Allir komnir var kallað
ofan af pallinum. Hann dró rúð-
una upp og setti bílinn í drátt-
argír. Þau þokuðust af stað og
hundurinn byrjaði að gelta þarna
einhvers staðar inn á milli hús-
anna. Hné stúlkunnar urðu fyrir
honum, þegar hann setti í fyrsta
gír. En hann lét sér ekki fipast.
Hann spennti fætur hennar
sundur til að koma stönginni
nógu langt aftur og finugrgóm-
ar hans strukust óviljandi um
hnéð sem var nær honum, þegar
hann dró höndina til baka. Hann
ætlaði að biðjast afsökunar, en
þá fann hann að hnéð fylgdi
hönd hans og þá vissi hann þetta
mundi ekki verða eins köld og
bölvuð nótt og hann hafði haldið.
Þegar kominn var góður skrið-
ur á bílnin.
— Það er nóg um fiskinn.
Svo hló hann og leit snöggt
og vandræðalega yfir til konunn-
ar, sem sat undir hveitipokanum
sínum. En það var ekkert nema
bílveiki í svip hennar.
DAGBÓK AF MARÍU
JÚLÍU
FRAMHALD AF BLS. 10.
þar hafði einn með sér dauðan
kálf í þessu augnamiði.
—• Já, það kom svipur á þá,
þegar kálfsi birtist! sagði I.
meistari og hló.
VIKAN 49. tbl. —