Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 5

Vikan - 05.12.1963, Síða 5
---------Það er ekki satt, bréí- in eru ekki nema þrjú, og ég á þau öll; það er ómögulegt annnað en þekkja þau á þessari undur- samlegu rithönd. Hún á sér eng- an líka í öllum heiminum. — Jæja, var það ekki þetta, sem þú vildir? Árgangur 1958 ... Getur þú frætt mig um það, hvort VIKAN muni fáanlég öll fx-á upphafi — 25 árgangar — og ef svo er, hva'ð mundi liún kosta öll. Grúskari. Reyfarakaup . . . Kæri Póstur! Ég er nýorðinn 18 ára. Ég er búinn að vinna í rúm tvö ár og búinn að safna mér rúmum 15.000 krónum, og kalla ég það gott. Núna um daginn gafst mér kost- ur að kaupa notaðan bíl á að- eins 14.000 krónur, semsagt reyf- arakaup. En pabbi ætlaði alveg að tryll- ast, þegar ég sagði honum þetta, svo að ég þori varla að kaupa kerruna. Finnst þér karlinn hafa nokk- urn rétt til að hegða sér svona? Bílus. --------Vissulega hefur hann faðir þinn mikið fyrir sér í þessu máli, og ég veit, að hann er ekki á móti þessum kaupum af ein- tómum rótarskap. Það vill nú einu sinni þannig til, að bílar, sem kosta ekki meira en þetta, eru afskaplega dýrir í rekstri, og hætt er við, að þú myndir litlu safna næstu ár-in, ef þú legðir í þessi kaup. Karl faðir þinn veit hvað hann syngur. Bíddu svolítið enn. Ekkert gos . . . Kæri Póstur! Ég var einn af þeim ösnum, sem lét plata sig í að kaupa sér flugfar til að horfa á gosið við Vestmannaeyjar. Ég borgaði heilar fimm hundruð krónur, hvorki meira né minna, en þeg- ar til kom, sást ekkert fyrir gufu og mekki. Finnst þér ekki, að farþegarn- ir ættu að fá eitthvað af pen- ingunum sínum til baka. Þetta var óttalegt svindl. Reiður. --------Við hverju bjóstu? Það var einmitt gufan og mökkur- inn, sem allir fóru til að sjá. Það hefði verði látið púður í því að fara og sjá enga gufu og engan mökk: semsagt ekkert gos. Það er með þig eins og suma: þeir sjá ekki skóginn fyrir trjám. ---------j>ví miður þá er mál- um svo komið hjá VIKUNNI, að fyrirtækið sjálft á ekki einu sinni alla árgangana „komplet“. Þeir hafa að vísu verið til þ^r til nýlega, innbundnir og í góðu standi, en einhver hefur hrein- lega stolið einum árganginum, árinu 1958, og hann eigum við því ekki til, en viljum gjarnan kaupa — og borga vel fyrir. Annars er mikið til af gömlum blöðum, en til þess að fá góðar upplýsingar um það, þá hal’ðu samband við Blaðadreifingu, Laugaveg 133, sími 36720. Stígvél . . . Kæra Vika! Ég er 14 ára og stór eftir aldri. Mig langar svo ægilega að eign- ast svona há stígvéli eins og eru í tízku núna. En mamma segir mér að láta ekki eins og kjáni. Hún segir, að þessi stígvéli séu bara stundarfyrirbrigði, og ég verði hundleið á þeim undir eins. En mér finnst þessi stígvéli svo ægilega smart og frumleg. Finnst þér ekki að mamma ætti að leyfa mér að kaupa svona stígvéli? Ein 14 ára. — Mér finnst al.’t orðið benda til þess, að það sé að verða frumlegt að ganga EKKI í svona stígvélum. Það er önnur hver stelpa í þessu. Svo heitir það STÍGVÉL, en ekki stígvéli. AÐ MARGGEFNU TILEFNI vil ég taka það fram, að þessi dálkar Póstsins eru ekki neinir auglýs- ingadálkar. Það er ósjaldan, að Póstinum berast auglýsingar í bréfformi, en ég vil taka það fram til að spara lesendum blek og pappír að fyrirhöfn, að Póst- urinn tekur ekki á móti auglýs- ingum. Ef þið þurfið að auglýsa, skuluð þið tala við auglýsinga- stjóra Vikunnar. HIN NÝTÍZKU LEGA FRAM LEIÐSLA Á SNYRTIVÖRU M og hin árangursríkasta fæst með því aS nota lífræn krem, sem lagfæra galla húSarinnar. LA CRÉME Bto-GaJba£y4 OG BiO'Lacta Lífga upp og yngja Mcö samhliöa notkiui þeirra: verður: styrkara, mýkra, yngra, hörundið: liflegra og bjartara. niettir og bólur hverfa Að lokum: CRÉME BIO-CATALYS og BIO-LACTA lækna eitranir og truflanir, sem fæðan getur valdið. BIO-LACTA: Nýlega hefur verið hafin framleiðsla á BIO-LACTA í túbum og á það við allar húðgerðir, hvort heidur er um að ræða þurra, venjulega, blanúaða eða feita húð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.