Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 59

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 59
Utsölustaðir í Reykjavík: Verzlunin Luktin, Snorrabraut, Verzlunin Ljós, Laugavegi, Pennaviðgerðin, Vonarstræti, Rakarastofan, Aust- urstræti. — Akranesi: Úra- og skartgripaverzlun Helga Júlíussonar. Akureyri: Amaróbúðin. (Dcaiimn Laugavegi 178 Sírm 38000 REMINGTON REMINGTON RAFMAGNSRAKVÉLIN ER FULLKOMN- ASTA RAKVÉLIN í DAG, HEFUR STÆRRI SKURÐ- FLÖT EN AÐRAR RAKVÉLAR OG ER ÞVÍ FLJÓT- VIRKUST OG VEITIR AUK ÞESS ÁNÆGJU VIÐ RAKSTURINN. REMINGTON ER ÓSKADRAUMUR HÚSBÓNDANS. s Til þess að koma hugmynd- inni í framkvæmd, fékk VIKAN afnot af hinu glæsilega happ- drættishúsi DAS við Sunnubraut í Kópavogi. Þetta hús var til sýnis fyrir nokkru og sú sýning var afar fjölsótt, sem margir kannast við það. Þetta einbýlis- hús er á einkar fallegum stað í Kópavogi, nánar tiltekið fram á Kársnesinu og snýr út að sjón- um. Á sýningunni, sem haldin var á því, var húsið búið hús- gögnum frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar. Þetta hús er sem stendur stærsti vinningur í boði hjá Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Þar sem húsið stóð autt, þótti tilvalið að fá einmitt það til að búa húsgögnum. Þar var bjart og rúmgott og húsgögnin nutu sín vel. Við vonum, að þetta geti orðið að nokkru gagni fyrir þá, sem þessa dagana eru að leita sér að húsgögnum. Þeim til frek- ari hægðarauka höfum við til- greint verð á þeim hlutum flest- um, sem sjást á myndunum. BAB f JANE FRAMHALD AF BLS. 33. Maðurinn stóð andartak í dyragættinni, en svo var eins og hann þyrfti að kasta upp og hann forðaði sér. Blanche ætlaði ekki að trúa þessu, en svo setti að henni óskaplegan grát, og hún kallaði enn einu sinni: „Nei, ekki fara frá mér, gerið það ekki!“ Edwin titraði frá hvirfli til ilja og varð að styðja sig, þegar hann sneri frá dyragættinni. Nokkra hríð gat hann hvorki hreyft sig né talað. Hann hafði aldrei séð eins ógurlega sjón — fölt, horað og tekið andlitið, augun sokkin, hvitt hárið sam- felldur flóki, varirnar hláleit- ar og strengdar á tennurnar, og það var eins og hauskúpa glotti til hans. Og þurr, hvísl- andi röddin... rödd dauðrar konu ... eða konu, sem var að dauða komin ... Hann hefði ekki getað horft á hana andartaki lengur. Hann hefði ekki getað gengið til henn- ar og snert hana, þótt liann hefði átt lífið að leysa. Þetta var liroðalegt, viðhjóðslegt, og' það munaði minnstu, að hann seldi upp. Loks gekk liann að stigaskörinni, og Jane á eftir honum. „Ég gat ekki treyst henni,“ sagði liún óstyrkri röddu. „Ég hefi séð um hana öll þessi ár . .. en liún vildi aðeins — vildi aðeins losna við mig — kom- ast á brott frá mér .. .“ Ed'win svaraði henni ekki, meðan hann gekk niður stigann, en svo leit hann á hana með óskaplegum viðbjóði. „Að þú skulir geta hegðað þér svona gagnvart systur þinni!“ stundi hann upp um síð- ir. Jane Iireyfði höndina biðj- andi í áttina til lians. „Ekki,“ sagði liún biðjandi, „ekki vera á hennar bandi. Það eru alltaf allir með henni . . . Þú ert vin- ur minn, og þú lofaðir.. .“ Edwin sneri sér frá henni, og það lor hrollur um hann. „Ég vil komast út héðan ...“ Hann forðaðist útrétta hönd hennar og gekk til dyra. „Hvert ertu að fara?“ sagði Jane og elti hann. „Edwin . .. Þú mátt ekki skilja mig eftir hér! Ég get ekki verið hér!“ Hann opnaði útihurðina og um leið leit hann á Jane. „Iíomdu ekki nálægt mér,“ sagði hann með andstyggð. „Snáfaðu burt!“ Jane stóð alllengi eins og þrumulostin, þegar hann var farinn. Hahn hafði látizt vera svo góður við hana, látizt vera vinur hennar. Nú skildist henni það allt í einu: Hún hataði hann - hataði hann! Hún sner- isl á hæli og hljóp upp á loft, grátandi af gremju og hatri. En gráturinn stóð aðeins skamma hríð, því að allt í einu sá hún hættuna, sem yfir henni vofði. Edwin hafði séð — hann vissi — og hann mundi segja frá! Hann væri að líkindum á leið til lögreglunnar. Hún varð að fara á eftir honum og ná hon- um . . . Hún liljóp í skyndi inn í herbergi sitt. .. Lykilinn! Hún varð að ná i bíllykilinn! Hún varð að hlaupa ... Edwin gekk eins og blindur maður niður brekkuna frá húsi Hudsons-systra, framhjá ljósinu, sem hengt var yfir gatnamótin og hélt síðan út í myrkrið liand- an þeirra. Hann fór framhjá mörgum Iiúsum, unz hann kom að öðrum gatnamótum, sem upp- lýst voru, og hélt þá eftir götu, sem myndaði krappa beygju í brekkunni. Er þangað var kom- ið, náði eitthvert magnleysi tök- um á honum, svo að hann gekk fram að steingarði, sem þar var til varnar á beygjunni. Utan við sig horfði hann í dimmt djúpið handan garðsins. Aldrei hafði liann orðið fyrir öðru eins áfalli; aldrei hafþi hann séð eins viðbjóðslegan veruleika. Hann ætlaði ekki að hugsa um þetta framar — liann þoldi það ekki. Þegar hann starði þarna ofan gg — VIKAN 49. tbl. í myrkrið, sagði hann við sjálf- an sig, að hann mundi aldrei geta hugsað um Jane Hudson eða systur hennar, án þess að finna aftur fyrir öllum þeim viðbjóði, sem hafði fyllt hann, þegar hann var staddur i húsi jieirra. Sextándi kafli. Jane horfði ákaft fram fyrir bílinn, - þar sem ljóskeilurnar lýstu upp myrkrið. Jafnframt hafði hún hemil á þeirri löngun sinni til að aka hraðar, því að hún óttaðist, að þá kynni hún að fara framhjá Edwin i myrkr- inu. Hann kynni að leynast í skuggunum öðru hvoru megin við götuna. Hún laut fram á stýrið og reyndi að gæta þess, að ekkert færi fram hjá henni af þvi, sem á götunni gerðist. Svo sá hún hann, þegar hún fór yfir önnur, upplýstu gatna- mótin og stýrði bilnum inn á beygjuna. Hann stóð við öryggis- vegginn. liallaðist örlítið til ann- arar liandar og sneri baki i strætið. Jane fann, hvernig reið- in blossaði upp i henni á ný, og hún sté ósjálfrátt á benzín- gjöfina. Bílljósin beindust að Edwin, svo að hann blasti við henni. Um leið og billinn jók lirað- ann, varð Edwin þess var, sem var að gerast. Jane sá skelfingar- svipinn á andliti lians, um leið og hann leit við. Hann deplaði augunum i birtuna og hún liug- leiddi, hvort honum skildist, hvað mundi nú koma fyrir hann. Hann opnaði munninn i árang- urslausri tilraun til að reka upp óp — rétt sem snöggvast var hann bersýnilega lamaður af skelfingu. Svo tók hann snöggt viðbragð, til að forða sér, en um leið sté Jane enn fastara á benzíngjöf- ina, svo að bifreiðin tók annan kipp — virtist stökkva beint á hann. Jane fannst rétt i því, að þau horfðust í augu, en þá sýndist henni, að annað andlit birtist fyrir framan hana annað andlit, er var ummyndað af skelfingu, og bílljós beindust einnig að. Hliðið, sem verið hSfði fyrir framan húsið þeirra, birtist lienni einnig — og þá rak hún upp kæft skelfingaróp og sté á hemlana. Meðan hemlahvinurinn skar hana í eyrun, sá hún Edwin brölta upp á vegginn hopa á hæli og stara á liana stórum augum. Svo gerbreyttist allt, hcmlahvinurinn hvarf, en skclf- ingaróp heyrðist i staðinn. Það barst frá Edwin, sem hafði stig- ið aftur fyrir sig og lirapaði af veggnum, horfið i myrkrið handan hans. Svo varð alger þögn, eins og jörðin hefði num- ið staðar á braut sinni. Jane sat hreyfingarlaus og starði á staðinn i myrkrinu, ]iar sem hún hafði síðast séð fttia ve , ,/Á Or °UjJ 'ette p ~ sM/fír raÞ ^ hl 'llcö bv. °&h ‘ *SÍJ^r °? */*tt N'ÁZ.-_ ctA Vé’ ■ sé 5 5 blöö aðiens Kr. 20.50 i; ® Gillcttc cr skrásctt vörumerki Gillette raksturinn óviðjafnanlegi Edwin. Hún gat varla trúað þvi, að þetta hafði raunverulega gerzt. Hún hafði alls ekki ætlað að gera þetta. Hún hafði ekki ætlað að meiða hann, hversu reið eða lirædd sem hún væri. Svo heyrði hún hljóð að baki sér, óp og hurðaskell. Þegar hún leit út um afturgluggann, sá hún útiljós kveikt á húsi, og siðan birtist þar einhver á tröppunum. Svo heyrði hún mannamál, spyrjandi, kvíðafullt. Henni skildist, að hún liefði drepið á hreyflinum, svo að hún reyndi að ræsa hann aftur, en tókst það ekki fyrr en við þriðju tilraun. Þá var svo kom- ið, að sjá mátti út um afturglugg- ann fóllc, sem nálgaðist bilinn. Jane ók aftur á bak frá veggn- um, cn siðan áfram af svo mikl- um ofsa, að það söng í lijól- börðunum. Þegar hún leit i aftur- spegilinn, sá hún mann koma hlaupandi á eftir bifreiðinni og veifa til hennar. Næstum um leið ók hún framhjá konu, sem koin hlaupandi við fót upp brekkuna. Hún vék til hliðar, þegar hún sá bílinn æða í átt- ina til sin, og Jane sá ekki i and- lit hennar. Konan gekk framhjá húsi Hudson-systra og út í birtuna á gatnamótunum, svo heyrði hún raddir að neðan og leit i þá ált. Hún sá mann koma út á götuna i nokkurra metra fjar- lægð og lialda niður eftir i átt- ina til beygjunnar. „Hvað er þetta?“ kallaði frú Bates. „Hvað kom fyrir?“ Maðurinn nam staðar og leit við. Þctta var herra Junquist, byggingarmeistarinn, sem bjó skammt frá. „Veit það ekki,“ svaraði hann. „Líklega slys, lield ég. Niðri við beygjuna. Slæmur staður. Það varð árekst- ur þar fyrir aðeins ári.“ „Ó, almáttugur!“ sagði frú .Balcs og gekk til hans. „Þá lilýt- ur það að hafa verið ungfrú Hudson .. .“ Um leið og þau gengu saman niður brekkuna, leit Junquist á hana. „Jane Hudson?“ spurði hann. „Af hverju haldið þér það?“ Frú Bates leit undan og fór hjá sér. Hún vildi ekki, að hann héldi, að hún væri að snuðra um nágrannana. Það liafði ver- ið lirein tilviljun, að hún liafði séð bíl Hudson-systra aka um gatnamótin i áttina til beygj- unnar. Hún liafði skropjiið til VIKAN 49. tl)l. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.