Vikan


Vikan - 05.12.1963, Page 44

Vikan - 05.12.1963, Page 44
 brjóstahöld og mjaðmabelti í fjölbreyttu úrvali. vörur eru þekktar um allan heim fyrir gæði. VOR DAGLEGI FISKUR FRAMHALD AF BLS. 13. stcðirnar undir bryggjugólfinu. Mennirnir höfðu staðið á pall- inum frá samlaginu. Nú tóku þeir pjönkur sínar og gengu inn í kaupfélagsbúðina. Hann fann þá stökkva af pallinum, þar sem hann sat inni í stýrishúsinu og horfði á sjófuglana. Klukkan var eitt. Hann horfði eftir bát- um úti á firðinum, af því hann hafði verið beðinn að kaupa fisk. Það voru alltaf margir sem vildu í soðið og stundum varð nokk- urt þref, þegar hann gleymdi að erinda þetta. Þegar hann hafði setið nokkra stund og horft eftir bátum fór hann út og gekk fram á bryggjuna. Það voru engir á bryggjunni nema fuglarnir og strákhnokki, sem lá á maganum frammi á bryggjuhausnum og einblíndi niður í sjóinn og var að dorga. Hann virtist ekki hafa veitt og kannski höfðu fuglarnir étið kóðin hans. Strákhnokkinn sagði að allir væru á sjó. Hann sagði það niður í græna öld- una við bryggjuhausinn og orð- in komu höst og óvægin út úr honum eins og honum fyndist menn gætu látið sig í friði. Hann gekk aftur upp bryggjuna og fram hjá bílnum og suður göt- una að gistihúsinu, sem hafði verið byggt fyrir aldamót af dönskum kaupmanni, sem hafði látið skreyta þakskeggið með út- skurði. Pírumpárið var að mestu komið í kaf í málningu, sem þessa stundina var ljósgræn. Kannski höfðu viðir hússins ver- ið góðir en þeir virtust hafa horf- ið í málninguna sem margskon- ar eigendur höfðu verið að úða á húsið unz ekkert var eftir af hinni dönsku prakt nema hálf- fylltur skurðurinn á þakskegg- inu. Og leysingarvatn hafði skol- að jarðveginum undan steinplöt- unni neðan við tröppurnar. Þess vegna stóð hún i lausu lofti að framan og var byrjuð að springa. Það var enginn í matsalnum þeg- ar hann kom inn og þjónustan sagði að nú væri ekki matmáls- tími. — Hvaða tími er þá, sagði hann. Hún sneri upp á sig og sagði hann gæti fengið smurt brauð. Vertinn kom innan úr eldhúsinu Hann var í svartri peysu og hafði slett derhúfu á höfuðið. Hann var feitur innan undir peysunni og dæsti þegar hann talaði og stundum höfðu þeir farið saman í sjóbirting snemma á vorin. Vertinn spurði hvort hann vildi fisk. Hún var að segja það væri ekki matmálstími. — Jæja, sagði vertinn. -— Ég ætla að fá smurt brauð og mjólk. — Hvenær ferðu, sagði vert- inn. -—• Um klukkan sex. — Geturðu tekið farþega. •— Það er alltaf nóg pláss á pallinum. — Þetta er ekki farþegi, sem þú flytur ofan á brúsum. — Jæja, er þetta kannski guð almáttugur. — Þetta er stúlka. Hún getur setið á brúsum eins og aðrir. — Þú skilur þetta ekki. Lánaðu henni kodda. — Lána henni kodda. - - Ég tek þær ekki inn fyrr en þær eru komnar um fertugt, eða ef þær eru lasnar eða komn- ar sex mánuði á leið. — Ég hef ekki gáð að því. —- Hvort hún er ófrísk. — Nei, Fæðingarvottorðinu. En ég held hún sé ekki nema um tvítugt og hún þarf ekki kodda. Hún hefur gott vaxtar- Jag fyrir brúsa. — Ég er með systur hans Sig- valda og hún er bílveik og ég veit ekki hvar ég ætti að koma þessari stúlku þinni fyrir ann- ars staðar en á brúsa. — Fyrir mín orð. — Þetta er nú heldur óskemmtilegt hjá þér. — Hún svaf yfir sig í morgun og missti af rútunni. —- Var ekki hægt að vekja hana. Það gleymdist. — Sváfu kannski fleiri en hún. — Þá það. — Hvert ætlar hún. — í veg fyrir rútuna í fyrra- málið. — Heldurðu að hún vakni frekar þá. — Sveitaloftið er hressandi. Þjónustan kom með brauðið og mjólkina. Hún skipti um dúk á borðinu. — Það gæti allt eins verið svæfandi. — Hún vaknar við hneggið í stóðhestunum, sagði vertinn. Þjónustan roðnaði. Hnú flýtti sér að láta á borðið. — Þeir eru ekki beisnir á þessum tíma. — Þú lofar henni með. - Láttu hana koma fyrir sex. — Hvar verður bíllinn. — Hjá kaupfélaginu, sagði hann og var byrjaður á brauð- inu og mjólkinni. Seinna fór hann fram á ganginn og beið eftir að þjónustan tæki eftir hon- um og kæmi út úr eldhúsinu til að fá borgað. Hann taldi krón- urnar í hana og þakkaði fyrir sig og fór, og vertinn var hvergi sjáanlegur. Kannski var hann kominn undir einhvern húsvegg- inn á kjaftatörn með húfuna slút- andi niður yfir ennið meðan kona hans ergði sig í eldhúsinu yfir uppþvotti og matseld. Það var búið að stafla brús- unum á tréverkið utan á samlag- ^ — VIKAN 49. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.