Vikan


Vikan - 26.12.1963, Qupperneq 10

Vikan - 26.12.1963, Qupperneq 10
Parísartízkan í Hafnarstræti. Glæsilegur síður samkvæmiskjóll úr svörtu margföldu chiffon. Hlíralaus og- mittið ofarlega eins og á flestum kvöldkjólum núna, en á barmi er rós úr sama efni og kjóllinn. Sérstaklega er línan á pilsfaldinum eftirtektarverð, en kjóllinn er styttri að framan og síkkar í fallega bogadregna línu aftur í hliðarsauma, en að aftan er saumurinn jafn. Þessi íburðarmikli kvöld- kjóll kostar kr. 4800.00. Á myndinni er notuð við hann svört perlufesti og háir svartir hanzkar, sem hvort tveggja fæst í sömu verzlun. i Tízkukynning Vikunnar - 3. hiuti VETRHR- TÍZKflN í verzlunum borgarinnar Markaðurinn. Ullarkjólar, báðir ermalausir, eins og mest er um núna, jafnvel þótt kjólarnir séu úr þykkum efnum. Sá t.v. er beinhvítur með hinu nýja prins- essusniði, sem hvergi fellur alveg að, en getur þó ekki kallast pokakjóll. Mittislínan er alveg upp undir brjóstum og á hana að framan er fest næla úr glitrandi svörtum steinum. Hálsmálið ekki alveg upp í háls. Hann kostar kr. 2895.00. T.h. er grár tweed-kjóll með sterkrauðum líningum alla lcið niður að framan og með þremur litlum rauðum tauhnöppum niður af sérkennilegu hálsmálinu, en þessi löngu kragahorn eru mikið notuð núna. Vasalokin eru rétt fyrir neðan brjóst og brydduð með sama rauða efninu. Þetta er ákaflega skemmtilegur kjóll fyrir ungar stúlkur, léttur og þægilegur, en hann kostar kr. 1895.00 jq — VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.