Vikan


Vikan - 26.12.1963, Qupperneq 45

Vikan - 26.12.1963, Qupperneq 45
TRYGGINGAR Fyrlr: íbúðarhús verzlanir skrifstofur iðnaðarhús Ört vaxandi notkun á tvöföldu gleri, bæði í nýj- um og gömlum húsum hefur skapað aukna þörf á að tryggja þessi verðmæti. Hingað til hafa fáir sinnt þessu, en nú hafa allir möguleika á að tryggja gler fyrir lágt iðgjald. Hafið samband við skrifstofu vora eða næsta uinboð. Brunadeild — Sínii 20500 SAMVINNUTRYGGINGAR hún væri duglegur einkaritari og holl Simoni. Voruð þér búin að týna honurn? spurði Julia djúprödduð. — Nei, en hann var úti í garði með Clare Ruthland, svaraði hún. — Ljómandi geðsleg stúlka, finnst ykkur ekki? - Já, og góð stúlka líka, sagði Meg. — Hún hefur verið Faith dæmalaust góð. - Já, bara að við gætum feng- ið hana til að verða hjá okkur áfram, sagði Jock. Joan létti ósegjanlega mikið. — Er það meiningin að hún ætli að fara til Farnham aftur? spurði hún forvitin. — Hún mun ætla sér það, sagði Jock. Hann skildi ekki hvers vegna Joan var svona áhugasöm um það sem Clare kom við. Jcan gat tæplega gert sér grein fyrir því sjálf hvers vegna henni var svona meinilla við Clare Ruthland. Var það afbrýði, út af því að Clare væri kornin undir töfraáhrif Simons? Eða var það ó'jóst hugboð um að Clare sæi ef til vill gegnum hana og hefði séð hve illa henni var við Faith og trúlofun hennar. Clare átti erfitt með, eftirá, að muna hvað gerðist um kvöld- ið eftir samtalið við Simon. Ver- öldin var allt í einu gerbreytt. Sæluvíma blandin sárri sorg. Hún þorði varla að hugsa. Hún og Simon . . . hún og Simon! Það var stórfenglegt og þó svo eðlilegt . . . Ralph Mason, sem hafði horft á hana með athygli er hún kom inn með Simoni gekk til henn- ar. Hvað er að frétta, Clare? Þú ert svo glaðleg. Það var eitthvað í rödd hans sem kom henni til að svara: —- Hver getur annað en verið glaðlegur í svona hóp? — Ertu svona glöð út af trú- lofuninni? —- Ég skil ekki hvað þú átt við . . . Hún hnyklaði brúnirnar. — Ég þykist vita að þú sért mikill vinur Faith? — Já, það er ég, svaraði hún alvarleg. — Komdu, við skulum tylla okkur þarna, sagði hann. — Ég þarf á góðum ráðum að halda. Simon Denver hefur kannske sagt þér að ég hef verið að tala við hann um nýja áformið mitt? — Já, ég frétti að þið hefðuð talað saman, sagði hún um leið og hún var setzt. — Þá veiztu kannske að hann hefur áhuga á því líka? Hún kinkaði kolli og gat ekki stillt sig um að spyrja: — Heyrðu, Ralph, þetta mun vera heilbrigt fyrirtæki, sem þú ert að hugsa um. Ég meina . . . það er vonandi ekkert gruggugt við það? — Ég legg við drengskap minn að svo er ekki, sagði hann stutt. Clare roðnaði, en hafði ekki af honum augun. — Mér þykir þú bera um- hyggju fyrir Denver, sagði Ralph. — Hann ætlar að giftat stúlku, sem mér þykir mjög vænt um. Er það ekki fulnægjandi skýr- ing? — Jú, vissulega. Góða mín — mér er líklega sérlega lagið að erta þig. Nú varð hún að hlæja. -— Það segirðu satt. — Það var garnan að við skyldum hittast aftur, Clare, hélt hann áfram. — Og þú þarft ekk- ert að óttast — ég ætla ekki að fara að biðla til þín. Ég hef engan áhuga fyrir að giftast, núna þessa stundina. Ég hugsa aðeins um að koma hugmynd- inni minni í framkvæmd, koma peningunum mínum skynsam- lega fyrir og hafa eitthvað upp úr lífinu. Meðan þau sátu þarna og töl- uðu saman gat Clare ekki gleymt því eitt augnablik að hún átti að hitta Simon annað kvöld. Var rétt af henni að hitta hann? . . . En þau urðu að tala saman til hlítar . . . Faith mundi vafalaust krefjast þess að hún kæmi og heimsækti þau eftir að þau giftust, og . . . — Hefurðu eiginlega tekið eft- ir einu einasta orði af því, sem ég hef verið að segja við þig? spurði Ralph allt í einu. Hann hafði tekið eftir hve viðutan hún var. — Já . . . jú . . . Þú talaðir um að þú ætlaðir ekki að biðla til mín. —- Ertu að hugsa um einhvern annan mann? spurði hann. í Enn sem fyrr höfum vér til sölu úrvals ilmvötn og kölnarvötn frá Frakklandi, Englandi, Spáni, Vestur-Þýzkalandi, U.S.A., Tékkóslóvakíu, Rúss- landi, Danmörltu, Austur- Þýzkalandi, Monaco og Sviss. Ennfremur eru áva!lt fyrir- liggjandi ýmsar tegundir af rakspíritus, hárvötnum og andlitsvötnum. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins Skrifstofur: Borgartúni 7 — Sími 2 42 80 Afgrciðslutími frá kl. 9—12,30 og 1—16, ncma Iaugardaga kl. 9—12. ________________________________________________________________f Kaupmenn, kaupfélög! Gerið pantanimar tím- anlega. VIKAN 51.—52. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.