Vikan


Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 5
EXPLICENTA - HRUKKU-KREM - kvæmd. Ef þú getur orðið ást- fanginn af stúlkunni ofan frá niður að hnjám, sættirðu þíg áreiðanlega fljótt við þennan litla böggul með skammrifinu. Bókin hans Bolands... Kæra Vika! Ég las mér til mikillar ánægju greinina um alla þá sem fundu Ameríku á undan Columbusi. En mig langar til að ná í bókina og lesa hana í heild. Getið þið gef- ið mér upplýsingar um það, hvar hægt er að ná í hana. -----— Bókabúð Snæbjarnar í Hafnarstræti hefur jafnan mikið úrval af útlendum bókum og mun vafalaust útvega þér bókina er- lendis frá, ef verzlunin hefur hana ekki. Pimm er léttur og ennþá batnar það... Kæri Póstur! Ég fagna því, að framhalds- sögurnar hjá ykkur hafa batnað að miklum mun upp á síðkastið. Framhaldssagan Flóttinn frá Colditz var alveg prýðileg, og þessi herra Pimm er ljómandi skemmtileg. Það er bara langt síðan, að ég hef lesið eins létt- skemmtilega sögu. Mér er þetta sérstakt fagnaðarefni, því ég er gamall lesandi blaðsins og held því saman, en á tímabili voru framhaldssögurnar svo ómögu- legar, að maður missti alla ánægju af því að halda blaðinu saman. En sem sagt: Áfram á þessari braut — hún er sú rétta. Karl A. M. —-------Það gleður okkur, Karl, að þú skullir vera orðin ánægður með okkur aftur. Og við getum glatt þig með því, að næstu fram- haldssögur eru alls ekki síðri ■— miklu fremur ennþá betri! Ekki er gott að maÖurinn sé einn... Kæri Póstur! Fær maður aldrei bót á þess- um fjanda? Hvaða fjanda? Að venjulegir, einhleypir menn í bænum, sem búa bara í einu her- bergi, skuli verða að svelta heilu hungri milli ld. hálf eitt eða eitt og fram á morgun. Maður fær ekkert, frá því að pylsuvagn- inn lokar, og þangað til ein eða tvær sjoppur opna á morgnana klukkan sex eða sjö. Maður er kannski að vinna til tvö eða þrjú og orðinn svang- ur, og þá fær maður ekki neitt neins staðar, nema að bíða í þrjá eða fjóra klukkutíma. Svo mað- ur neiðist til að fara banhungrað- ur að sofa. Segðu mér nú, Póst- ur: Er ekki hægt að laga þetta? Getur maður ekki fengið maga- sár eða eitthvað af þessu? Og á maður bara að fá að drepast? Með kveðju frá Næturvinnugregorí. -—------Ég býst ekki við neinni bót á þessu. En þú gætir reynt að eiga einhvers konar snarl handa þér heima í herbergi, sem lítið fer fyrir: kex og gosdrykki til dæmis. Þetta geymist vel og veldur ekki miklum óþrifum. Það tefur kannski fyrir magasárinu, en annars máttu sjálfsagt drep- ast, ef þú endilega vilt. Fjölgaðu mannkyninu, eða... Kæri Póstur! Hvað á ég að gera við kon- una mína? Hún vill alltaf vera að fara eitthvað, helzt á hverju kvöldi og alltaf um helgar, svo ég fæ aldrei frið til að vera heima og hvíla mig og njóta þess að eiga heimili. Það er svo sem ekki, að hún sé með ballmaníu eða sjússasýki, nei„ hún vill bara fara eitthvað út að ganga, glápa í sömu búðagluggana aftur og aftur, út fyrir bæinn um helgar, á bíó og svona smotterí. En nú er ég bara alveg að gefast upp. Ég þekki orðið búðargluggana svo vel, að ég gæti teiknað þá alveg með lokuð augu, það er varla til sú þúfa í nágrenni bæj- arins, að ég þurfi ekki að glápa á hana. Láttu þér nú detta í hug einhverja sniðuga lausn — í al- vöru. P. K. --------Ég myndi t.d. vilja ráð- leggja ykkur að fjölga mann- kyninu um svo sem einn. Það gerir fólk oft miklu lieimakær- ara. Ef það dugir ekki til — eða ef þið hafið þegar gert það, sem varla virðist vera — kemur til greina að fara samningaleiö- ina, semja t.d. upp á það að vera hemia annan hvern dag og aðra hverja helgi. Ýmsar fleiri leið- ir eru mögulegar, en ef allt um þrýtur, t.d. að fá sér aðra konu ... Hin undraverðu hressandi og yngjandi óhrif þess er ávöxtur margra ára vísindalegra tilrauna með lifræn næringarefni fyrir hörundið. — Explicenta-kremið fer djúpt inn í hörundið og gefur því nýja spennu og mýkt. — HIN NÝJU NÆRINGAREFNI EXPLICENTA hafa hressandi áhrif á háræðarnar sem flytja húðsellunum aukna næringu og lífsmagnan, og halda hörundi yðar síungu ef þér notið Explicenta reglulega. ExplieentA Dr. Huber nœringnrkrem Fánnlegt í snyrtivöru- verglunum Aðalamboð: II. A. TIHXll S — Ileildverxlan VIKAN 15. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.