Vikan


Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 10
Allir vita að NAUST er með elztu húsum og að þar hefur gömlum munum verið safnað saman. Enn færri vita, að þar líða vofur milli bása að næturlagi og að skipstjóri einn, sem fórst austur á söndum, hefur fylgt stýrishjólinu sínu þangað. Fyrir um tuttugu órum síð- an skeði það, sem kannske er ekkert nýmæli, að skip fórst við suðurströnd íslands. Þetta var þegar heimsstyrj- öldin stóð sem hæst og kafbótar Þjóðverja réðust ófeimnir ó skipalestir Banda- manna ó Atlantshafshafinu. Þetta skip hafði verið í einni slíkri lest, sem sigldi fró Bandaríkjunum óleiðis til Evrópu, en splundraðist á leiðinni þegar kafbátar réð- ust á hana, og fór hvert skip sína leið upp frá því. Skip þetta var pólskt og flutti verðmætan farm til Evrópu, en lenti í óveðri und- an ströndinni og hrakti til lands. Sagan segir að skipstjór- inn hafi verið neðan þilja, þegar skipið tók niðri á söndunum í ofviðrinu, og ekki grunað hve nálægt landi þeir voru komnir. Stýrið var aftantil á skipinu, og skip- stjóri hljóp eins og örskot þangað og ætlaði að freista þess að stýra aftur frá landi. Hann hafði rétt náð til stýris- hjólsins, þegar geysimikil holskefla reið yfir afturhluta skipsins og og reif með sér stýrishúsið, stýrið sjálft — og skipstjórann. Seinna, þegar björgunar- menn komu á vettvang, fundu þeir skipstjórann dauð- an í flæðarmálinu, þar sem hann hélt ennþá dauðahaldi í stýrishjólið, sem hafði losn- að af festingum sínum, og þurfti mikið átak til að losa það úr höndum hans. Sagan segir ekki frá því, hvað varð um lík skipstjór- ans, en af stýrishjólinu er það að segja, að það hang- ir nú uppi undir lofti í aðal- sal veitingahússins Naust, og fer þar vel. Þeir Halldór Gröndal, framkvæmdastjóri Nausts og Sveinn Kjarval arkitekt, komu auga á stýrið í Landssmiðjunni, þegar þeir voru að safna saman göml- um og eigulegum munum til að skreyta veitingahúsið með, og fengu það keypt. v_________________________________; “A Frammi við dyr í innri gangi Nausts, eru festir upp á vegg þrír matseðlar, sem að vísu koma Nausti ekki beint við, nema að því leyti að þeir eru í stíl við húsið, gamlir og skrýtnir að mörgu leyti. Elzti mafseðillinn er frá því í sept. 1909, og er úr veizlu, ssm „Ráðgjafi íslands" hefur haldið. Sá næsti er frá því í nóv. sama ár, en sá yngsti frá því í maí 1910. Þeir eru báðir úr veizlu „Ráðherra íslands" — sem sennilega hef- ur verið sami maðurinn. Að öðru leyti eru matseðlarnir kostulegir vegna þess, hve réttir eru margir og fjölbreyttir, og virðast gefa það í skyn að menn hafi þá borð- að meira — allavega fleiri rétti — heldur en nú. Þar er á hverjum seðli súpa, fiskréttur, tveir kjötréttir (rjúpa og lambakjöt), siðan er ostur og kex, rjómaís og ábætir. Lárus Sigurbjörnsson gaf Halldóri Gröndal seðl- ana í jólagjöf, sem óþarfi er að taka fram að var mjög kærkomin. Myndin sýnir Halldór við þessa sögufrægu seðla. En þeir reiknuðu ekki með því, að þegar þeir stýrið, þá mund þeir um leið fá fastan gest í veit- ingahúsið, sem að vísu lætur lítið yfir sér, en mun samt að öllum líkindum haldast þar við um ókomna tíma. Þessi gestur er skipstjórinn sjálfur, sem ennþá vill ekki sleppa stýrinu, og er enn þann dag í dag að reyna að snúa því til austurs, þótt það hafi ennþá aldrei heppnazt að snúa því meira en 30 gráður . . . Þeir menn eru vafalaust til, sem ekki vilja trúa þessu. En þeir eru líka til, sem trúa þvi statt og stöðugt, að skipstjórinn sé ennþá að bisa við stýrið á nóttunni, og þeir eru líka til, sem hafa séð hann með eigin augum vestur í Nausti, þar sem hann situr venjulega í vissu sæti — rétt hjá stýrinu — og er að hvíla sig milli átaka. Stýrið var þannig sett upp í loftið, að það getur snúizt á öxli, en því er stillt þannig, að sá hluti þess, sem á að snúa beint upp á skipinu, stefnir eftir miðjum bita í húsinu. Þar var varla búið að koma stýrishjólinu vel fyrir, áður en menn tóku eftir því, að það sneri jafnan öðru- vísi að morgni, en það hafði gert kvöldið áður, og þar kom, að Halldór gerði sér það að reglu, að ganga til stýrisins fyrst á morgnana, og snúa því eins og hann vildi hafa það, — en það brást ekki að næsta morgun var aftur búið að snúa því til í sömu átt, um 30 gráður til austurs. Þetta einvígi þeirra Halldórs og skipstjórans um stefnu stýrisins, stóð í nokkur ár, en þar kom að báðir gáfust upp og sömdu frið. Halldór gleymdi að færa stýrið til nokkra morgna, og skipstjórinn lét það svo eiga sig nokkrar nætur, og þannig linuðust tökin hjá báðum smátt og smátt, þar til stýrið loks fékk að vera í réttstöðu áreitnislaust af skipstjórans hálfu. Eg hafði frétt þetta með stýrið — að eitthvað væri bogið við það — svo ég fékk Halldór Grön- dal til að eyða á mig nokkrum mínútum, og segja mér frá því helzta í sambandi við það, og annan draugagang í Naustinu, ef til væri. Þetta er stýrið fræga, sem var á pólsku skipi, er fórst austur á söndum í striðinu. Skipstjórinn hélt í það dauðahaldi, þegar það fannst, og var þá látinn. Sagt er að hann fylgi stýrinu ennþá, og vist er að Halldór hefur nóg að gera við að færa það i rétta stöðu á morgnana, — eftir að skipstjór- inn hefur heimsótt NAUSTIÐ um nóttina til að færa stýrið um 30 gráður til austurs. JQ — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.