Vikan


Vikan - 09.04.1964, Side 46

Vikan - 09.04.1964, Side 46
36. Rambler Clasic. Ökum.: Jakob Sveinbjörnsson Umboð: Jón Loftsson h.f. Ekið: 49,1 km. Meðalhraði:. 58,9 km/klst. Eyðsla pr. 100 km: 10.18 1. Árangur bílanna er þannig, eft- ir flokkum: 1. Flokkur (0-800 ccm.). 1. Citroen Ami. 2. Citroen 2CV. 3. Dafodil. 4. NSU Prinz 4. 5. Renault R4L (station). 6. Renault R4 (Sendiferðabíll). 7. Fiat 600 D. 2. FLOKKUR (801-1200 ccm). 1. Renault Dauphine. 2. Panhard. 3. Morris 1100. 4. Triumph Herald 5. Morris Mini. 6. Volkswagen 1200. 7. Simca 1000. 8. SAAB. 9. Morris Cooper. 10. Fíat 1100. 11. Taunus 12M. 12. Renault R8. 13. Consul Cortina. 3. FLOKKUR (1201-1600 ccm). 1. Consul Corsair. 2. Skoda Oktavia Combi. 3. Peugeot 403. 4. Simca Ariane. 5. —6. Simca 1300. 5.—6. Volkswagen 1500 station. 7. Fíat 1500. 4. FLOKKUR (1601-2000 ccm). 1. Citroen ID 19. 2. Volvo Amazon. 3. Volvo PV 544. 4. Taunus 17 M (með stærri gerð af mótor og hærra drifi). 5. Peugeot 404. 5. FLOKKUR (2001 og upp úr). 1. Rambler American. 2. Mercury Comet. 3. Ford Falcon. 4. Rambler Classic. MAÐURINN OG APINN Framhald af bls. 25. sjaldan hjá öðrum en einstaka listamanni, vísindamönnum og geðsjúklingum. Til þess að ná þessu marki hagnýtti hann sér einkum tvennt, eftii hermuhvöt apans og sjálfsbjargarviðleitni. Tímunum saman sat hann fyrir framan apann og endurtók sama orðið eða setninguna, og loks- ins þegar Ólsen fór að reyna að apa eftir honum og gaf frá sér allskonar klaufalega hljóð, fékk hann matarskammt í réttu hlut- falli við dugnað sinn. Ef hann sýndi enga viðleitni til að tala, fékk hann engan mat. En um leið og hann lagði sig fram, og sýndi áhuga, fékk hann allt sem hann girntist. Fyrstu hljóðin komu ótrúlega fljótt, að vísu afskræmd og myrk, U og O, sem hann líkt og biés út úr sér. Það leið hálft ár, áður en hann lærði að segja orðið maha (matur), nokkurnveginn skiljanlega. En þá komu líka orð- in hvert á fætur öðru furðu fljótt, svo sem: Baha, (banani), Sosvuöh (sofa) og Ohnsn, (Ólsen). Að sjálfsögðu var röddin einkenni- leg, dimm og tómleg, ekki ólíkt og hjá heyrnarlausu fólki, sem lært hefur að tala. Þegar fljót ryður sér nýjan farveg, kemur fyrst lítill seytl- andi lækur, en fljótlega brýst fljótið sjálft fram af fullum krafti og æðir áfram eftir hinum nýja farvegi, og ryður öllum tálmun- um úr vegi. Talnám Ólsens var einna líkast þessu. Fyrst leið langur tími, sem honum virtist ekkert miða áfram. Svo eitt orð, fáein orð í viðbót, og allt í einu byrjaði hann svo að tala, átti ótrúlegasta orðaforða og lærði að mynda setningar. Eftir 4 ára nám talaði hann svipað og hver meðal- greindur alþýðumaður, eða jafn- vel ofurlítið betur, því hann gat slegið um sig með ýmsum orðum, sem ómenntað fólk notar ekki að jafnaði. Um það leyti, sem Ólsen varð altalandi ákvað Lampus að kenna honum lestur og skrift. Fyrst notaði hann stafakubba, og fann upp aðferð, sem átti að auðvelda apanum lestramámið. En það kom fljótlega í ljós að það var mesti óþarfi. Ólsen hentaði ágætlega sú aðferð, sem kennslukonur nota við börn í fyrsta bekk barnaskólans. Lamp- us reyndi líka að kenna Ólsen reikning, en á því sviði hafði apinn mjög takmarkaða hæfii leika. Hann lærði að reikna á borð við afgreiðslustúlku í brauð- búð, en lengra komst hann ekki. Hins vegar var hann mjög fljót- ur að skilja gildi peninga. Af ótrúlegri óskammfeilni sníkti hann peninga hjá kunningjum Lampusar, og geymdi þá vand- lega falda undir rúmdýnunni, eins og sinnisveikur nurlari. Um tíma lét Lampus hann fara í smásendiferðir fyrir sig, en varð fljótlega að hætta því, því það kom nefnilega í ljós, að Ólsen hafði undraverða hæfiieika til að ná aftur peningunum sem hann var búinn að leggja á búðarborðið, áður en afgreiðslustúlkan fengi ráð- rúm til að átta sig á hvað var að gerast. Þegar svona langt var komið uppeldi og menntun apans, hefði Lampus áreiðanlega getað grætt stórfé á því að sýna hann fyrir peninga. En bæði var það, að Lampus var vel efnaður, og auð- æfi hans fóru vaxandi, því hann skorti ekki viðskiptavit. Og í öðru lagi var Lampus of hlé- drægur og um leið hrokafullur til þess að fást við slíka hluti Honum þótti líka of vænt um Ólsen til þess að tíma að hafa hann til sýnis fyrir forvitnisleg- um, hláturhungruðum augum fjöldans. Satt að segja trúði hann aðeins örfáum nánustu vinum sínum fyrir því hvað Ólsen var ískyggilega líkur manni, þegar hann hafði hlotið sama uppeldi og sömu menntun. Nú, þegar Ólsen var kominn svo langt að hann gat auðveld- lega tjáð hugsanir sínar í orðum fór auðvitað ekki hjá því að þeir Lampus og hann töluðu margt saman, og apanum varð tíðrætt um bernskustöðvar sínar og fyrra líf. ff CAHADIAH HIST“ VATNSVARIÐ EFNI - VATTFOÐRAÐ - DRENGJA- OG HERRASTÆRÐIR. „I00°/o NflOH ii LETTAR OG ÞÆGILEGAR BLUSSUR - VATTFÓÐRAÐAR í HERRASTÆRÐUM. ff (ORDUROT ii DRENGJABLUSSUR - SERSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ. AUSTURSTRÆTI HEKLU sportblússan r.V.V.V****-' » » » » » »n p^%^.v.v.v.v.v.;.v.v lr.v..y.v» v.v.v.v »..»a».v. ... »v.*#Xww.v.v.v.v ,v.*»%%iwXv.vXv.v — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.