Vikan - 09.04.1964, Qupperneq 14
Framhaidssagari
LEYNOARDOMUR TURNSINS
4. hluti
Eftir
Tracy
Orde
Sögulok
— Marian datt fram yfir sig
og lenti meS ennið á framrúð-
unni, meðan hrópin og öskrin
dundu í kringum hana. Það síð-
asta, sem hún sá, áður en hiin
missti meðvitund, var hönd
með skammbyssu, og skamm-
byssunni var beint að henni.
Áður en hún var komin hálfa
leið niður tröppurnar, var gamla
konan búin að loka hurðinni,
Það var hræðilegt að verða að
fara aftur út í myrkrið, án þess
að vita hvort Paul hefði veitt
henni eftirför og stæði nú
kannski skammt frá og biði henn-
ar. Eftir að ráðskonan hafði
slökkt ljósið í forstofunni, stóð
Marian enn inni í garðinum og
reyndi að taka í sig kjark til
að ganga að næsta húsi. En áður
en hún var komin alveg að hús-
inu, sá hún að hús Slaters var
allt uppljómað og sjálfur stóð
hann fyrir utan og hallaði sér
upp að garðshliðinu.
Hún byrjaði að hlaupa og kall-
aði móð: — Herra Slater! Herra
Slater! Gerið það fyrir mig, að
hleypa mér inn til yðar. Ég þarf
að tala við yður.
— En kæra ungfrú Saunders!
Hann lyfti brúnum, en virtist
samt ekkert undrandi. Hann opn-
aði hliðið og gekk með henni
upp að húsinu. — Komið inn
fyrir. Þér lítið hálf þreytulega
i út.
Marian varð að stilla sig, til
þess að bresta ekki í móðursýkis-
hlátur.IIálf þreytulega! Hún sett-
ist örmagna í stóran hæginda-
stól við arininn og hvíldist nú
loks hér í kyrrlátu herberginu.
Slater kom með sherryglas til
hennar, og þegar hún hafði
drukkið úr því, leið henni strax
betur.
Hún fann að hann horfði á
hana, svo að hún setti frá sér
glasið og sagði afsakandi: ■— Ég
verð að biðjast afsökunar á því,
að ryðjast svona inn á yður. En
ég hafið fengið hálfgert tauga-
áfall. Skiljið þér . . . það er mað-
ur, sern er að reyna að drepa mig.
— Góða mín! Hann virtist
undrandi. — Viljið þér ekki segja
mér frá þessu? Þér getið verið
öruggai; hér. Ef ég veit hvernig
í þessu liggur, get ég kannski
hjálpað yður.
Hún sagði honum alla söguna,
allt frá því að Paul hafði skilið
hana eftir á klettasyllunni. Hún
sagði honum líka frá ávísana-
hefti Joe frænda. Slater var lög-
fræðingurinn hennar og honum
átti maður að geta trúað fyrir
öllu.
Þegar hún hafði lokið sögunni,
var rödd hennar orðin hás og
hvislandi, en henni leið betur.
Slater mundi hjálpa henni. Hann
hlaut að vita, hvað væri bezt að
gera. Svo gat Alan Chard kom-
ið á hverri stundu og sótt hana.
Það var dásamlegt að vera örugg
eftir allt, sem á undan var geng-
ið. Dásamleg!
— Þetta er mjög alvarlegt
mál . . . Slater gekk hugsandi
um gólf. — Við verðum að láta
lögregluna vita, sagði hann
ákveðinn. ■— Þetta mál er ekki
á leikmannsfæri. Ef þér eruð
því samþykkar, ætla ég að
hringja til lögreglustjórans og
skýra málið fyrir honum með
nokkrum orðum. Þegar hann
lagði símann á, brosti hann til
hennar, eins og til að róa hana.
— Ég verð að aka með yður
aftur að Hill Terraee eftir tíu
mínútur, sagði hann. — Lögregl-
an ætlar að hitta okkur þar upp
frá. Ég ætla að ná í bílinn út í
bílskúrnum. Eruð þér ekki sam-
þykkar því?
— Jú, sagði hún hikandi. Jú,
jú. En . . . ég vil helzt ekki fara
þangað aftur. Ekki í kvöld. Eruð
þér vissir um, að við þurfum að
gera það?
— Já, því miður. Lögregíu-
stjórinn lagði á það sérstaka
áherzlu.
— En ég lét liggja skilaboð
til herra Chard, að hann gæti
hitt mig hér.
— Við verðum komin hingað
aftur, þegar hann kemur, og þá
höfum við lokið öllu því erfið-
asta af. Þér vitið, að maður verð-
ur að hlýða lögreglunni, ungfrú
Saunders?
Hann hafði sjálfsagt rétt fyrir
sér í því, en henni féll illa til-
hugsunin um að fara aftur þang-
að. Hún átti húsið þar, en hún
vildi helzt aldrei fara þangað
framar. Hún mundi verða fegin,
ef það brynni til ösku.
En þegar þau beygðu upp að
húsinu, leit það nákvæmlega eins
út og þegar hún sá það siðast.
Stórt, ferhyrnt og sterklegt, með
alla glugga upplýsta.
— Ég sé engan lögreglubíl.
—- Þeir aka sjálfsagt ekki alla
leið að húsinu, sagði Slater. —
Þeir hafa eflaust lagt bílunum
einhvers staðar hér rétt hjá. Lof-
ið mér að leiða yður. Þér þurf-
ið ekki að vera hræddar, góða
mín.
Hönd hans á handlegg hennar
var festuleg og róandi. Þau gengu
saman inn um útidyrnar og síð-
an inn í forstofuna.
'— Líklega hérna inn, sagði
Slater og sneri sér að stofudyr-
unum.
Hún gekk með honum fulll
trúnaðartrausts og leyfði sér
meira að segja að skemmta sér
í laumi yfir formfestu hans og
hátíðleik, þegar hann sagði: —-
Ég hef tekið fröken Saunders
með mér.
Fyrst hélt hún að herbergið
væri tómt. Hafði lögreglan ekki
komið? Þá kom hún auga á hann
— og stirðnaði upp af skelfingu.
Paul hallaði sér aftur í hæginda-
stól — með stríðnislegt bros á
vörum. Hann reis hægt á fætur
meðan hún stóð og starði á hann,
hún gat ekki trúað því, að þetta
væri raunveruleiki.
— Velkomin aftur, Marian,
sagði Paul brosandi. — Eða ætti
ég heldur að segja velkomin
heim?
Hún sneri sér reiðilega að Slat-
er og spurði: — Hvar er lög-
reglan? Hvar eru þeir?
Hann yppti öxlum og lét Paul
kveikja í sígarettu fyrir sig. —
Á lögreglustöðinni, geri ég ráð
fyrir . . . það vottaði fyrir brosi
á andliti hans.
— Þá — þá hringduð þér
alrdei til lögreglunnar? Hún var
of reið til að vera hrædd. -— Þér
hringduð til Pauls. Þá eruð þér
með í þessu!! Lygari, ómenni!!!
— Verið bara rólegar!
En hve hana langaði til að slá
þetta brosandi andlit, sem kom
á móti henni •—• andlit Pauls. -—•
Þú verður að vera kurteis við
Slater málafærslumann. Hann
hefur bara —- já, hvað eigum við
að kalla það — komið með þig
hingað, svo að ég geti séð um
þig.
Hann var kominn svo nærri
henni, að hún sá greinilega ein-
kennilegan gljáann á augunum.
Hún fylltist skelfingu og hörf-
aði aftur á bak að veggnum.
-—• Hvar er Florence frænka?
Það eina, sem hún gat gert, var
að teygja tímann, hugsaði hún.
Slá þessu á frest. Það var ekki
óhugsandi, að eitthvað gæti kom-
ið fyrir. Einhver gat komið.
— Hún er því miður ekki fær
um að hjálpa þér sem stendur,
sagði Paul, enn brosandi. — En
ég get fullvissað þig um, að hún
verður mér fulkomlega sammála,
þegar ég skýri fyrir henni, að
það sé nauðsynlegt að — að sjá
um þig.
— Hvað áttu við? En hún vissi
það. Það var hægt að fá frest,
en samt var ljóst hvað verða
vildi.
Paul settist á arm eins hæg-
indastólsins. — Þú skalt bara
vera hreinskilin, vina mín. Þú
veizt vel, að ég drap Joe frænda.
Hún hafði vitað það, en bara
— VIKAN 15. tbl.