Vikan


Vikan - 09.04.1964, Síða 37

Vikan - 09.04.1964, Síða 37
dagslegur. Með vissu mli[llibsili lyfti hann armi og hrópaði, en andlit hans afskræmdist af kvöl og sársauka: „Ég er saklaus! Lifi Frakkland!“ Hermennirnir stóðu þögulir og stífir í réttstöðu, og enn heyrð- ust köllin frá áhorfendunum bak við hervörðinn, enda þótt sá kór yrði smámsaman fáraddaðri. Her- ganga fangans, sem við og við lyfti örmum eins og strengbrúða og rauf þögnina með hrópum sín- um, allt hafði þetta sín annarlegu áhrif. Undir lok athafnarinnar nam Dreyfus staðar sem snöggvast þar sem lá brotið sverð hans og tign- armerki þau, sem rifin höfðu ver- ið af einkennisbúningnum. ■ Sýningin var þar með á enda, en áhrif þau, sem þeir er til hennar stofnuðu, gerðu sér von- ir um að hún hefði á áhorfend- urna, brugðust gersamlega hvað marga snerti. í einu dagblaðanna var frá henni sagt með þeirri athugasemd, að sæmra hefði ver- ið að múgnum hefði verið leyft að myrða hinn sakfellda, þá hefðu forsprakkarnir fengið það fram, er þeir vildu, heldur en að viðhafa þessa dapurlegu sýndar- athöfn. „Dreyfus tókst að vinna samúð margra þeirra, sem voru í vafa“. Það er að minnsta kosti stað- reynd, að múgurinn fór hljóðlát- ari á brott frá athöfn þessari, en hann kom. Framhald í næsta blaði. SKOTIÐ SEM GEIGAÐI Framliald af bls. 13. að komast í kynni við yðar fólk. Vera má, að ég sé tortryggður, og ég get því miður ekki talað mál yðar. En mín þjóð hefur aldrei gert yðar fólki mein. Þér vitið það að sjálfsögðu? Hann brosti. — Ég veit það. Það er langt frá Islandi til Palestínu. — Vissulega! Mjög langt. En ég er kominn alla þessa löngu leið til þess að geta sagt mínu fólki satt frá högum yðar, sem hér búið — einnig yðar kyn- bræðra. — Lætur yðar fólk sig varða hagi okkar hér, svo langt í burtu? spurði hann. — Vissulega! —- Það hlýtur að vera undar- legt fólk á íslandi, ef þér segið þetta satt. — Já, það er mjög undarlegt fólk á íslandi. Hjarðbændur og sjómenn og kraftaskáld og sagna- menn og talsvert hrúgatildur ofan á þessu af nýtízku siðmenn- ingu, eins og hér í ísrael. Hann hló. — Þetta hrúgatildur er alls staðar. Það kremur ykkur alla til bana, áður en lýkur. Það er búið að kremja mig og mitt fólk. Hann sat teinréttur, eins og myndastytta. Augun skutu gneistum. — Hafið þér alltaf stundað kaupmennsku? Þér lítið ekki út fyrir það. — Nei, ég er bedúini, hjarð- maður, ættarhöfðingi. En mitt fólk er tvistrað og týnt. Það er þarna hinum megin. — Og það er dáið. Hann hvarflaði augunum aust- ur yfir vatnið. Og það var myrk- ur í augnaráðinu. V. Þau urðu allmörg kvöldin, sem við Mitri Shofar sátum saman og hann sagði mér margt. Ég komst að því, að ættflokkur hans hafði um langan aldur hafst við með hjarðir sínar í Haróda- dalnum og hlíðunum beggja vegna dalsins. Tyrkneskur stór- jaðreigandi, effendi, átti allar þessar lendur. Hann sat í Kon- standinópel. Árlega var honum sent tiltekið gjald fyrir réttinn til beitar og vatnsbóla. Og gjaf- ir. Þær áttu að tryggja það, að aðrir ættflokkar fengju ekki heimildir á beitarréttinum. - Og svo komu Gyðingarnir, hófu landnám og tóku frá okkur landið. — Þeir keyptu landið, anzaði ég, —• effendinn var í fjárþröng og seldi þeim landið. Þeir gengu að sínu þegar þeir settust að í Haródadalnum. - Þér haldið það? En er hægt að selja land frá fólki, sem not- ar það? Og hefur greitt fyrir rétt- inn til þess mann fram af manni? — Eigandinn hlýtur að mega ráðstafa sínu landi. — Eigandinn! Hann hóf brúnir með fyrirlitningarsvip og yppti öxlum. — Guð á landið, geitin stráið og maðurinn þau vatnsból, sem hann getur varið. Þér þekk- ið ekki þetta lögmál. Það var búið að gilda lengi hér um slóð- ir. Og við ætluðum að láta það gilda. Það gekk lengi vel þolan- lega. En ekki þegar fram í sótti? — Nei. Faðir minn, sem þá var ættarhöfðingi, var orðinn gamall og deigur. Við strákarnir vildum láta til skarar skríða, en hann hélt aftur af okkur, óttað- ist að stórátök og blóðsúthelling- ar myndu leiða til íhlutunar yfir- valdanna og opinberrar viður- kenningar á bólfesturétti. Gyð- inganna. Þegar hann var fallinn frá, og ég tekinn við forustunni, þá var það orðið um seinan að hreinsa til. — Svo þið sættuð ykkur við orðinn hlut? — Ekki til að tala um. Það vantaði nú bara! Skiljið þér ekki, að þetta var að verða barátta upp á líf og dauða. Landnemarn- ir þöndu sig út yfir jörðina eins og óðir menn, girtu, ræstu, plægðu, sáðu, gróðursettu aldin- tré. Útyfir tók þegar þeir komu og stofnuðu landbúnaðarnýlend- una Kornblómið — Degamia •— hér suður við útfall Jordanar. Þetta var ákaflega harðsnúinn hópur, rússneskir landnemar, hertir í ofsóknum og mannraun- um, kunnu ekki að hræðast frem- ur en við. Þeir tóku bezta land- ið og lokuðu auk þess fyrir okk- ur gömlum leiðum, slógu eign sinni á dýrmæt vatnsból, — Sem þeir höfðu keypt? — Já, sem þeir höfðu goldið fé fyrir. Nú var augljóst, að við myndum verða að stórfækka hjörðunum, verða snauðir menn. Tjöld okkar myndu grotna niður, úlfaldar okkar verða aflóga dróg- ar. Við sjálfir klæðast stafkarls- tötrum. — Hvað gerðuð þið þá? — Við hófum skæruhernað, gerðum þeim allt til miska. Við rifum niður girðingar þeirra á næturþeli, hleyptum hjörðum inn á akrana, brutum ávaxtatré, eyðilögðum vatnsból. Við bræð- urnir vorum talsvert djarfir og ófyrirleitnir I þá daga. Öðru hvoru náði maður sér í kálf eða nokkur hænsni. Einstöku sinnum asna. Við ætluðum að gera þeim lífið óbærilegt, svo að þeir neydd- ust til að hverfa á brott. — Það tókst ekki? — Nei, það tókst ekki. Þeir komu sér upp skipulegum varð- sveitum, og þeir urðu dugandi skyttur. Dugandi skyttur — það mega þeir eiga. Og sáu eins og sjakalar í myrkri. Ég get ekki neitað því, að það var oft dálítið gaman að glettast við þá. Maður var á léttasta skeiði og yfirvöld- in ekki alltaf á næstu grösum. Hann varð innhverfur á svip, brosti eilítið með sjálfum sér, eins og honum kæmu í hug atvik, sem honum var ekki óljúft að Lipur og þægilegur 5 manna bíll. Loftkæld vél staðsett aftur í. 4 gírar áfram, allir samhæfðir. Einn ódýrasti og bezti bíll sinnar stærðar. KRISTINN GUÐNASON H.F. Klapparstíq 25-27 - Símar 21964, 22675 VIKAN 15. tbl. — gy

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.