Vikan


Vikan - 09.04.1964, Side 15

Vikan - 09.04.1964, Side 15
að heyra hann segja það, íékk hana til að hríðskjálfa. Hún þrýsti sér upp að veggnum og starði á mennina tvo — Paul ró- legan og sjálfsánægðan, Slater hæglátan og kæruleysislegan. Hann er algjörlega tilfinninga- laus, hugsaði hún. Og Paul, hann er illmenni, eða geðveikur. — Þú tókst hlekkinn, var það ekki? Hún spurði að nokkru leyti af forvitni, en þó frekar til að draga allt á langinn. Rödd hennar var hás, en róleg. Paul leit á hana og svipur hans lýsti næstum hrifningu. — Jæja, svo að þú gazt þér þess til. Já, ég hef frá byrjun haldið að þú værir greind stúlka. Það var leitt, að þú varst ekki hér til að hjálpa mér . . . Hann sá hatrið í augum hennar og skellihló. — Þú þarft ekki að verða svona æst. Þú verður að viðurkenna, að þetta var sniðug- lega reiknað út. Keðjan milli síðustu stólpanna hékk niður og það var hún, sem vann verkið fyrir mig, meðan ég sat og drakk með kunningja mínum í margra kílómetra fjarlægð. Gat ekki haft betri fjarvistarsönnun, eða hvað? Þegar hann þagnaði, stóð Mari- an þögul og þrýsti sér að veggn- um meðan hún reyndi að hafa taumhald á reiði sinni og hræðslu. —- Hann var gamall nísku- púki, sagði Paul hugsandi. — Þegar hann vildi ekki iáta mig hafa meiri peninga, varð ég að taka til minna ráða . . . Hann brosti. — Svo einfalt er þetta. Marian réði nú ekki lengur við reiði sína. — Þú . . . þú . . . ónáttúrlegi óþokki . . . —■ Jæja, nú er nóg komið! Hann leit glettnislega á hana. — Engar svívirðingar! Við skul- um skilja sem vinir. — Skilja . . . ? Hann stóð upp. — Ég er hræddur um að við neyðumst til að láta þig fara sömu leið og Joe frænda, góða mín. Þú skilur, ég get ekki treyst því að þú þegir yfir þessu. Þú veizt allt núna, er það ekki? Þar að auki....ertu fyrir mér. Ég verð að ná í ein- hverja peninga. Helzt mikla pen- inga. Og ef . . . ef það verður séð fyrir þér, þá fæ ég þá. Alla peningana hans Joe frænda. Slat- er fær líka sinn hluta. Þá geturðu skilið hvers vegna . . . Hún hafði verið að hugsa um það síðustu sekúndurnar. Hún iyfti handleggnum - - og kastaði handtöskunni beint í andlitið á Paul og hljóp um leið út um dyrnar. En það var auðvitað von- iaust. Kjarkmikil tilraun, en . . . Þeir náðu henni frammi í for- stofunni og í þetta sinn tóku þeir engum vettlingatökum á henni. Hún gnísti tönnum af sársauka, þegar þeir sveigðu handleggi hennar aftur fyrir bak og héldu henni þannig meðan hún brauzt um. - - Það er mjög leiðinlegt að þurfa að gera þetta, sagði Paul meðan hann keflaði hana. ■— Þú hefur alltof margar snilldarleg- ar hugmyndir. Viltu koma með góðu, eða verðum við að — ja, hvað eigum við að kalla það, telja þig á að koma með okkur? Hún ætlaði sér ekki að fara með góðu, hvað sem það kostaði. Hún ætlaði að stríða á móti og gera það sem allra erfiðast fyrir þá. Alla leiðina út að bílskúrnum streyttist hún á móti, sló og sparkaði. Paul sleppti henni sem snöggvast og bölvaði af sársauka. En það var ekki nóg, því að Slater var þarna líka og sló hana bylmingshögg í höfuðið með beinaberri hendinni. Hún hlaut að hafa misst með- vitund í nokkrar mínútur, því að það næsta, sem hún heyrði, var hljóðið í bílvélinni og radd- ir beggja mannanna. Þeir töluðu lágum rómi, er. reiðilega, því að þeir voru í hörkurifrildi. Hún var of ringluð til að gera sér ljóst hvað þeir voru að tala um, en henni heyrðist sem Paul vildi losa sig við hana á þann hátt, sem hann hafði hugsað sér, en Slater hafði eitthvað á móti því. —■ Það er hættulegt, heyrði hún lögfræðinginn segja. — Það er að minnsta kosti tvennt, sem lögreglan getur fett fingur út í seinna. Það er miklu betra að . . . — Þegiðu, sagði Paul æstur. -— Setztu í aftursætið og við skulum reyna að fara að koma okkur af stað. Auðvitað er það hættulegt. Hvað er ekki hættu- legt? Við verðum bara að nota skynsemina og treysta á heppn- ina. Lögfræðingurinn tautaði eitt- hvað og settist síðan inn í bíl- inn, og svo óku þau af stað. Marian þekkti aftur gula bílinn, sem hún hafði verið svo stolt af að eiga, fyrir aðeins tuttugu og fjórum tímum síðan. Hún sat við hlið Pauls í framsætinu. Hún sneri aumu höfðinu aðeins að honum og sá hann sitja boginn við stýrið. Hann var náfölur og Framhald á bls. 28. I næsta blaði hefjum við nýja framhaldssögu DR. NO Eftir lan Fleming Hafið þér gaman af spsnnandi sakamólasögum? Hafið þér gaman af sögum meS hæfilega miklu óstarívafi? Þó hafiS þér gaman af DR. NO. Sagnn gerist á Karabíska hafinu. Byrjar á Jamaica, en berst síSan út á hina dularfullu eyju Crab Key, einkaríki dr. No, sem er dularfyllstur af þessu öllu. ÞiS kynnizt leynilagreglu- manninum James Bond, sem er orSinn jafn frægur og Sherlock Holmes og Poirot bóSir til samans, auk þess sem hann lendir í mun æsilegri ævintýrum, þiS fóiS aS skyggnast inn í margbrotiS sálarlíf dr. No, og svo er þaS stúlkan Honey — fagurlimuS, glögg og sterk, og ber enga virSingu fyrir fötum. — ÞaS sér enginn eftir aS lesa DR. NO, framhalds- söguna, sem byrjar í næsta blaSi. Myndin verður sýnd í Tónabíói er hún tieffur birzt í Vikunni

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.