Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 28
llltima
Beatles-jahhar * Fermingarföt
STAFRÓF HEIMILISSTJÓRNAR VERÐUR AÐ LÆRASI
DÆMIÐ ER AUÐREIKNAÐ
UTKOMAN er betri árangur
MEÐ PERLU ÞVOTTADUFII
Þegar pér liafiö eínu sínnf þvegíö meö PERLU Komízt pe'r aö raun um, hve pyotturinn getur orðið
tivítur og hreínn. PERLA hefur sérstakan eigínleika. sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum
nýjan, skýnandi hlæ sem hvergi á sínn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel
meö pvottinn og PERLA léttir yöur störfin. Kaupiö PERLU i dag og gleymiö ekki, aö meö PERLU
íáiö pér hvítarí pvott, meö minna erfiöi.
LEYNDARDÖMUR
TURNSINS
Framhaltl af bls. 15.
andlit hans var vott af svita.
Varirnar voru kreistar fast sam-
an og hann horfði stöðugt á veg-
inn fram undan.
Þau fóru fram hjá húsi, en
eftir nokkra stund sá hún -—í
skini bílljósanna — hrörlegan
gamlan kofa, sem stóð við fáfar-
inn stíg út á bjargið. Þeir höfðu
hugsað sér að ýta henni fram
af brúninni. Þeir mundu færa
hana í ökumannssætið og hlaupá
sjálfir út. Vélina mundu þeir
hafa í gangi og ýta síðan bílnum
út af. Það yrði auðvelt fyrir þá.
Hún sat þarna eins og lömuð af
hræðslu, þar til sjálfsbjargar
eðlishvötin gaf henni styrk til
að kasta sér á Paui í síðustu til-
raun til að bjarga lífinu . . .
Bíllinn rann til hliðar og stanz-
aði. Hann sneri sér að henni ofsa-
reiður: — Bölvaður asninn þinn,
hvað ertu að reyna að gera?
Slater, beygðu þig fram og haltu
henni fastri. En sláðu hana ekki
aftur. Það gæti sézt á eftir. Ertu
tilbúinn?
— Bíddu aðeins. Ég ætla að
reyna að ná taki um mittið á
henni.
— Láttu þetta ekki fara í
handaskolum, tautaði Paul. —
Við verðum að Ijúka þessu af!
Það var hræðilegt að finna
beinaberar krumlur Slaters á sér,
og Marian grét af örvilnan, en
hún vildi ekki gefast upp. Hún
ætlaði að verjast til síðustu
stundar.
— Við megum engan tíma
missa, sagði Paul. —• Ég ek áfram.
Þú verður að sjá um hana.
Bíllinn ók áfram út í myrkrið.
Þegar þeir hægðu á ferðinni,
vissi hún að nú var stundin kom-
in. Þeir höfðu ekið út af vegin-
um og bíllinn hossaðist eftir stór-
grýttri bjargbrúninni, meðan
Paul leitaði að heppilegum stað.
Það varð að vera staður, þar
sem bjargið var þverhnýpt nið-
ur í sjóinn, svo að engin hætta
væri á því, að hún lenti á kletta-
brún og henni yrði kannski bjarg-
að. Það varð líka að vera nógu
nærri veginum, til þess að það
liti út sem bílslys. Það var und-
arlegt, hvernig hún vissi hugs-
anir hans nákvæmlega.
— Hérna, heyrði hún hann
segja við Slater. —Þetta er ágæt-
ur staður. Tilbúinn?
— Uss! Rödd Slaters skalf. —
Mér finnst ég heyra eitthvað.
— Hvaff? Paul slökkti á bíl-
Ijósunum. Hún heyrði þungan
andardrátt Slaters í myrkrinu.
Á sömu stundu kom bíll á fullri
ferð og ljós hans lýstu á gula
bílinn.
Nú fór allt í bál og brand í
kringum hana. Báðir mennirnir
urðu gripnir ofsahræðslu og
reyndu að komast út úr bílnum.
Marian datt framyfir sig og
lenti með ennið á framrúðunni,
meðan hrópin og öskrin dundu
í kringum hana. Það síðasta sem
hún sá, áður en hún missti með-
vitund, var hðnd með skamm-
byssu, og henni virtist byssvmní
vera beint að sér.
Lengi á eftir sá hún byssuna.
Hún bylti sér órólega, en hún
gat ekki losnað við hana. Hún
lá í góðu rúmi og það var dags-
birta. Hún deplaði augunum og
byssan breytti um lag — varð
löng og mjó og nálgaðist óðum.
Hún deplaði augunum aftur
mörgum sinnum og þá sá hún,
að þetta var skeið. Bára ósköp
venjulega skeið í lítilli og grannri
hendi . . .
Hún tók á öllu sem hún átti,
til þess að líta upp og sá þá and-
lit, sem laut yfir hana. Það var
andlit ungrar stúlku, búlduleitt
og laglegt, og hún var með hvít-
an kappa yfir Ijósu hárinu.
Skeiðin var nú alveg við þurr-
ar varir hennar. — Drekkið þetta,
sgaði blíðleg rödd og hún kingdi
því hlýðin. Hvað sem það var,
bragðaðist það dásamlega. — Nú
voruð þér dugleg stúlka, sagði
hjúkrunarkonan. — Vilðjið þér
meira?
Hún fékk eina skeið í viðbót
og hugsanir hennar skýrðust enn.
Hún leit í kringum sig í herberg-
inu, og það kom henni undar-
lega kunnuglega fyrir sjónir. Lík-
lega hafði hún komizt til með-
vitundar í stutta stund öðru
hverju og síðan hafði liðið yfir
hana aftur, eða hún hafði sofnað.
Það var enginn vandi að geta sér
til, að hún lægi á einkasjúkra-
húsi. Herbergið var málað ljós-
rautt, gluggatjöldin voru snotur
og í herberginu var góður hæg-
indastóll og þrír vasar fullir af
blómum.
Hún brosti. Sá, sem hafði lagt
hana þarna inn, vissi að minnsta
kosti að hún hafði efni á því
núna. Hún lá kyrr og reyndi að
muna hvað hafði komið fyrir.
— Hve lengi hef ég verið hér?
spurði hún hjúkrunarkonuna.
- Næstum tvo daga.
— En ég hef ekki verið með-
vitundarlaus allan tímann, er
það?
— Nei, nei. En þér hafið ver-
ið ringlaðar og sofið mikið. Þetta
er fyrsta skiptið, sem þér eruð
alveg með sjálfri yður.
Marian brosti til hennar. —
Það ætla ég sannarlega að vera
áfram. Það er svo margt, sem
ég þarf að vita.
— Já, bráðum, sagði hjúkrun-
arkonan róandi. — Þér getið
ekki fengið að heyra það allt í
einu.
Það var ekki nema sanngjarnt,
hugsaði Marian. Hún hlaut að
hafa verið alvarlega veik. Hún
hreyfði sig varlega í rúminu, en
hún fann engan sársauka — en
henni fannst hún vera öll eins
— VIKAN 15. tbl.