Vikan - 09.04.1964, Qupperneq 16
VITNl
AÐ
HNEYKSLINU
Manni er sagt að einhverntíman
komi só dagur, þegar allir
verða sínir eigin húsbændur og
enginn annars þjónn. Manni
er sagt að öll þjónusta sé manninum nið-
urlæging, sé hann maður ó annað borð,
og eigi enginn öðrum að lúta. Því er líka
fram haldið, að þó hefjist sú öld, þegar
enginn hugsi um nema sjólfan sig, rétt
eins og villimennirnir. Ekki ætla ég að
rökræða það mól. Maðurinn stendur aldrei
í stað. Honum er það í blóð borið að
vilja breyta öllu, ef ekki til hins betra,
þó hins lakara ef svo vill verkast; breyt-
ingar breytinganna vegna, hvað sem þær
kosta og það kallar maðurinn þróun. En
eitt veit ég með vissu — af hverjum tíu
mönnum er það í hæsta lagi tveir, sem
fæddir eru húsbændur. Hinir eru fæddir
þjónar. Hver só, sem fæddur er húsbóndi,
tekur að segja öðrum fyrir verkum þegar
í vöggu og hinir, sem fæddir eru þjónar,
eru ekki í rónni fyrr en þeir finna sér
einhvern húsbónda, sem segir þeim fyrir
verkum. Svona eru menn nú ólíkir, og
hvað sem allri þróun líður munu þeir
alltaf skiptast í húsbændur og þjóna, þó
svo að einhver þróun kunni að verða þar
í orði — við vitum öll hvað menn leggja
mikið upp úr orðum — að þjónninn kalli
húsbóndann eitthvað annað en húsbónda
og húsbóndinn þjóninn eitthvað annað en
þjón; það verður öll þróunin.
Hvað mig sjálfan snertir, þá er ég fædd-
ur þjónn, hef lifað sem þjónn og mun
deyja sem þjónn; gamall og útjaskaður,
geri ég ráð fyrir, en þjónn engu að síð-
ur til minnar hinztu stundar. Mér fellur
vel að þjóna, mér fellur vel að hlýða;
mér fellur vel að lúta vilja annarra. Að
þjóna — það er, þrátt fyrir allt, nokkur
hætta á að það orð sé misskilið. Ef við
athugum það nánar, þá er það húsbónd-
inn, sem þjónar mér þegar ég þjóna hon-
um. Ég á einfaldlega við það, að væri
ekki um neinn húsbónda að ræða, gæti ég
ekki heldur verið þjónn. Og hvað ætti ég
þá fyrir mig að leggja — gerast grafari,
eða hvað?
Og ég hef skipt um heimili og hús-
bændur annaðhvort vegna þess að mér
hefur ekki fallið við húsbændurna eða
þeim ekki við mig, eða að til þess hafi
legið einhverjar aðrar orsakir, og loks
hafnaði ég í ríkmannlegu húsi við Via
Cassia, þar sem ég hélt mig hafa fund-
ið góðan samastað. Þetta var nýtt hús
og hjónin nýgift; hún var Ijóshærð, frið
sýnum og svo af bar með stór, djúpbla
og skær augu, grönn og íturvaxin og gull-
in slikja á lokkunum, en hann dökkhærð-
ur, lágur vexti og þreklegur og mikill
um axlir og herðar, jafnleitur, röddin
sterk, framkoman valdsmannsleg og skein
af honum sjálfstraustið — einn af þessum
lágvöxnu mönnum, sem bæta upp það
sem á skortir stærðina með stolti og mikil-
mennsku. Ég geri ráð fyrir að hann hafi
verið af heldur lágum stigum — dæmi
það þó raunar eingöngu eftir móður hans,
sem einu sinni kom í heimsókn og mun-
aði þá minnstu að ég tæki hana fyrir
eggjasölukerlingu. Aftur á móti fór ekki
á milli mála að konan hans var af göfugu
bergi brotin, ég held að faðir hennar hafi
verið borgarráðsmaður. Ég sagðist hafa
álitið þetta góðan samastað, en ég sagði
ekki að hann væri með öllu óaðfinnan-
legur; staðurinn var afskekktur, — tuttugu
kilómetrar til borgarinnar og hefði ég ekki
verið ómannblendinn að eðlisfari, mundi
ég hafa talið það mikinn ókost. Auk þess
var húsið ákaflega stórt, salir og viðhafn-
arstofur á neðri hæðinni og mörg svefn-
herbergi á efri hæðinni og ekki annað
þjónustufólk en ég, matsveinninn og stofu-
þernan, garðyrkjumanninn tel ég ekki
með. Og loks þetta — hvorugt þeirra hjóna
var sannur „húsbóndi", hvorugt gætt þess-
um meðfæddu húsbóndaeiginleikum —
hann af bændum kominn langt í ættir
fram,- hún að vísu af góðu fólki, en rót-
laus; það vantaði ekki að hún vildi ráða,
en henni var það ekki eiginlegt, og, eins
og allir vita, þá er allt undir því komið
að manneskjunni sé það eiginlegt.
Á hverjum morgni hélt hann að heiman
þegar hann hafði snætt árbít, settist inn
í hraðskreiðan og rándýran glæsibíl sinn
og ók til Rómar, þar sem hann dvaldist
daglangt, og grun hef ég um það, að
auk heildsölufyrirtækisins hafi hann átt
sér þar ástarhreiður. Hún átti líka dýran
og glæsilegan bíl, sem hún ók sjálf, en
notaði hann þó mjög sjaldan, annaðhvort
vegna þess að hún var ekkert fyrir borg-
ina gefin, eða, hvað er öllu sennilegra,
að hún hafi þekkt þar fáa. Hún hélt sig
því heima, gekk um, klædd síðbuxum og
þunnri peysu, úr einu herberginu í annað,
upp og niður stigana, og um garðinn ef
gott var veður. Hún hafði alltaf eitthvað
fyrir stafni, satt er það, enda var alltaf
eitthvað sem taka þurfti til handargagns
í svo stóru húsi; annars, einkum á kvöld-
in, hnipraði hún sig saman i hægindastól,
sat á fótum sér og las,- það var auðséð
á henni að hún var óánægð og að henni
leiddist. Á stundum stóð hún fyrir aftan
mig úti í garðinum, þegar ég var að
hjálpa garðyrkjumanninum við gróður-
setningu eða afkvistun; kannski brá hún
sér líka á hestbak — þvi að hún átti
afbragðs gæðing í hesthúsinu fyrir enda
garðsins — og hleypti honum út um móa
og mela; en það leyndi sér aldrei að
henni leiddist, hvort heldur hún var úti í
garðinum eða á hestbaki.
Og loks kom hann svo heim, oft ekki
fyrr en komið var fram í myrkur, og tók
að þeyta bílhornið án afláts um leið og
hann beygði inn á heimbrautina. Það var
auðheyrt á því hvernig lét í bílhorninu,
hver var húsbóndinn á heimilinu þá stökk
hún fram úr hægindastólnum, þar sem
hún hafði setið við lestur, og hljóp til
dyra, aðskornar buxnaskálmarnar féllu
fast að löngum leggjunum; við hlið henni
skokkuðu tveir bofsandi Danhundar, stór-
ir sem kálfar, sem legið höfðu hjá hæg-
indastólnum allt kvöldið; stofuþernan kom
einnig hlaupandi og hagræddi á sér svunt-
unni og kappanum; garðyrkjumaðurinn,
sem líka annaðist húsvörzluna, hljóp sem
mest hann mátti til að opna garðshliðið
og sjálfur hljóp ég til að opna útidyrn-
ar. Hann ók bílnum inn á stæðið í garð-
inum og þarna stóðum við öll í ofbirtu
framljósanna,- síðan steig hann út og
strunzaði heim að húsinu og bar sig eins
og Mussolini, og fyrstu orðin, sem hann
mælti þegar inn kom, voru ávallt þau
sömu: ,,Er allt tilbúið?" Því næst lagðist
hann makindalega upp á einhvern legu-
bekkinn í setustofunni; hún settist fyrir
framan hann eins og áleitin læða, tók
um hönd honum og strauk svarta lík-
Iloðnuna á handarbakinu og úlnliðnum,
létt og mjúkt sínum hörundshvítu gómum.
Hann lét það afskiptalaust, hélt á dag-
blaðinu með hinni hendinni og las og las,
rétt eins og hann vissi ekki nálægð henn-
ar. í þann mund hneppti ég að mér svört-
um síðjakkanum, opnaði dyrnar úr borð-
stofunni inn í setustofuna og tilkynnti um
leið og ég laut húsbændunum hæversk-
lega, að kvöldverður væri framreiddur.
Hafið þér kannski einhverntíma kom-
ið inn í subbulega matstofu í úthverfum
borgarinnar og séð sveittan og kámugan
verkamann setjast að borðum án þess að
taka af höfði sér pappírspokafrolluna og
moka upp í sig hrokafy11i af diski, baun-
um og fleskbitum? Jú, því að einmitt
þannig voru borðsiðir húsbóndans, enda
þótt hann hefði komið heim akandi í rán-
dýrum glæsibíl og bæri klæðskerasaum-
uð föt úr vönduðu, ensku efni. Við annan
enda hins knipplingadúkaða marmara-
borðs, þar sem Ijósið blikaði á silfur-
borðbúnaði og kristal og postulíni af dýr-
ustu og vönduðustu fáanlegri gerð, þar
sat hún, teinrétt og virðuleg; hann fyrir
hinum endanum, álútur og hamaðist með
pentudúkinn undir hökunni; hann — verka-
maðurinn. Hví skyldi ég segja verkamað-
urinn og óvirða þannig þá stétt? Hann var
eins og barn, sem ekki hefur enn kom-
izt á lag með að ganga og skríður á fjór-
16
VIKAN 15. tbl.