Vikan - 09.04.1964, Qupperneq 33
SÆLL — en fórust alllr. Svo kom
það loks hingað. Það vaeri kannske
ekki óeðlilegt, þótt eitthvað skrítið
væri tengt við þetta nafn og skilti".
ATHUGASEMD, sett inn síðar:
Einum sólarhring eftir að þetta
viðtal fór fram, eða aðfaranótt
miðvikudagsins 19. febrúar, fórst
vélbóturinn FARSÆLL fró Keflavík,
25 sjómílur út af Skaga.
Allir skipverjar komust af, — en
skipstjórinn vildi af einhverjum
óstæðum ekki gefa upp nöfn mann-
anna. Fréttamenn ólitu að það væri
vegna þess að SKIPSTJÓRINN VIRT-
IST EKKI VITA NÖFN ÞEIRRA! Á
bótnum voru þó fjórir skipverjar,
einn fyrir hvern FARSÆL, sem far-
izt hefur.
— Meira . . . segðu mér meira,
Halldór.
,,Ég man eftir þekktum lögfræð-
ingi hérna í bænum, sem stundum
kemur hingað til okkar. Einu sinni
leit hann hér inn og gekk upp ó
loft, þar sem barinn er. Þar var
þó lokað og enginn maður uppi.
Lögfræðingurinn gekk út að glugg-
anum og stóð þar stutta stund og
hórfði út um hann. Þá var allt í
einu klappað á öxlina á honum,
ósköp vinalega en ákveðið.
Lögfræðingurinn hélt auðvitað að
einhver kunningi hefði læðzt inn
og „ætlaði að gera sér bilt við, og
leit um öxl. Þar var enginn maður.
Hann leitaði um allt. Skoðaði á bak
við borð og stóla, en hvergi var
nokkra veru að finna. Samt var
hann viss um að einhver hefði
klappað á öxlina á sér. Svo kom
hann niður stigann til okkar, og
var þá náfölur í framan og illa
haldinn.
Og svo er það sagan um bíla-
tækin, hvort sem það tilheyrir
draugagangi eða öðrum undarleg-
um atburðum, sem hér hafa orð-
ið ..." 1
— Bíltæki? Hverskonar tæki . . . ?
Hvað um það?
„É9 var einhveriu sinni í bíl
með kunningja mínum, og hann ók
mér hingað vestur eftir. Hann stöðv-
aði síðan bílinn hérna fyrir fram-
an og við sátum þar nokkra stund
og töluðum saman. Svo setti hann
útvarpið í bilnum í samband . . .'!
— Já, og hvað?
„ . . . við heyrðum allt, sem gerð-
ist hér inni í húsinu í gegnum tæk-
ið.
Ég man að Carl Billich var að
spila og hliómsveitin hans. Það
heyrðist mjög greinilega í tækinu.
Fyrst hélt ég að útvarpið væri kom-
ið í spilið, og hefði skyndilega
fengið þá flugu í höfuðið að út-
varpa frá okkur. En það var ekki
tilfellið.
Og áfram var þetta svona, að
allir bílar, sem stöðvuðust á viss-
um stað, gátu heyrt í tækjum sín-
um allt, sem gerðist hér inni. Þetta
gekk svona lengi. Margar vikur".
— Og hvarf svo . . . ?
„Já. Hvarf svo. Það veit enginn
skýringu á þessu, og ég flokka
það undir „Dulræn fyrirbrigði í
Nausti" ..."
— Þetta er óðum að gerast dul-
rænna og dulrænna. Segðu mér,
Halldór. Hefur það nokkurntíma
verið reynt, að vera hér yfir nótt,
til að vita hvort hér gerist ekki
furðulegir hlutir í salnum?
„Það hefur aldrei verið reynt.
Ég veit ekki hvort nokur fengist
til þess. Það er ískyggilega drauga-
legt hérna, skal ég segja þér, í
suð-austan roki, þegar vindurinn
blístrar í raufum og húsið riðar og
skelfur undan storminum. Þá brak-
ar og brestur í gömlum viðum, og
manni finnst maður heyra og sjá
ótrúlegustu hluti. Ég býst ekki við
því að neinn fýsi til að vera hér
einn um nótt í slíku veðri".
— Mig!
„Hvað?"
— Mig fýsir.
„Þú ert vitlaus.
— Já, ég veit það. En það er
einmitt mín sterka hlið. Þess vegna
þori ég. Má ég?
„Hvort þú mátt. Gjörðu svo vel.
En ég þvæ hendur mínar. Ég tek
enga ábyrgð á þér, piltur minn!"
— Ég var framleiddur með
ábyrgð fyrir lífstíð. Hafðu engar
áhyggjur, Halldór. En ég verð að
hafa annan mann með mér. Ekki
vegna þess að ég þori ekki að vera
einn, heldur vegna þess að ég vil
reyna að ná myndum. Ég ætla að
hafa með mér Ijósmyndara, og
infrarauðar filmur.
„Okey. Bí mæ gest. Komdu bara
einhverntíma í nógu vitlausu veðri
að suð-austan. Þá skaltu fá nóg
fyrir forvitnina . . ."
Og með það fór ég.
En ég kom aftur, og með Ijós-
myndarann, Kristján Magnússon, í
snarvitlausu suð-austan roki, seint
um kvöld. Við fórum inn og Hall-
dór gaf okkur leyfi til að vera þar
inni um nótt, aleinir í myrkrinu og
rokinu. Svo fóru allir heim til sín
og skildu okkur eina eftir.
Hvað það var, veit ég ekki, og
hvernig það var veit ég varla, því
ég er ekki búinn að ná mér alveg
ennþá. Ég treysti mér ekki til að
rifja upp atburði næturinnar núna,
því svo stutt er síðan, að taugarnar
eru ekki ennþá komnar í eðlilegt
ástand aftur.
Þess vegna bið ég afsökunar á
því, að ég skuli taka mér frest til
að skýra frá atburðum næturinn-
ar þangað til ( næsta blaði, og
e.t.v. sýna ykkur myndir, sem tekn-
ar voru . . .
G. K.
BLÚÐIN HEIMTA
DAUÐADÖM
Framhald af bls. 23.
lega úr því skorið að ég væri sýkn
allra saka“.
Að venjulegum formsatriðum
loknum upphófst hörð deila um
það, hvort réttarhöldin skyldu
fram fara fyrir opnum dyrum eða
ekki. Almenningi hafði verið frá
því skýrt í dagblöðunum, að fyr-
ir lægju víðtækar og óvefengjan-
legar sannanir um sekt sakborn-
ingsins. Verjandinn, Demange
málafærslumaður, vissi hins veg-
ar að ekki var um að ræða aðra
sönnun en þetta eina plagg, ef
sönnun skyldi kallazt, þar sem
það nægði ekki til sakfellingar.
í rauninni hafði almenningur þeg-
ar dæmt Dreyfus sekan, og blöð-
in krafizt þess, að líflátsrefsing
fyrir landráð yrði aftur í lög tek-
in. Verjandinn hugðist því beita
því gagnbragði, að blöðunum yrði
kunnugt um þetta eina og vafa-
sama sönnunargagn, áður en
frekari ákvörðun væri tekin um
fyrirkomulag réttarhaldanna, en
hann hafði vart tekið til máls,
þegar orðið var tekið af honum
og ákveðið að réttarhöldin skyldu
fara fram fyrir luktum dyrum.
Dreyfus rakti nú það, sem
skráð var í „borderauið“, rólegri
og næstum hlutlausri röddu, lið
fyrir lið, og færði um leið sönn-
ur á það, að sér hefði verið með
öllu ógerlegt að komast ýfir þær
uplýsingar, sem þar var að finna
og hvers vegna hann hefði alls
ekki getað skrifað lokasetning-
una, varðandi heræfingarnar.
Spennan í andrúmsloftinu í
dómsalnum magnaðist, þegar du
Paty majór var leiddur fram
sem vitni. Þessi sjálfumglaði og
væskilslegi majór með einglyrn-
ið, skýrði nú frá því, að Dreyfus
hefði farið að skjálfa og titra,
þegar hann las honum fyrir setn-
ingar, sem teknar voru úr „bor-
dereauinu“.
„Hvaða setning var það, sem
fékk hann til að titra?“ spurði
verjandinn.
Majórinn svaraði því önugt til,
að hann léti ekki málafærslu-
mann hafa sig að fífli; tók því
næst viðbragð og sagði, að ef-
laust hefou Þjóðverjar goldið
Dreyfusfjölskyldunni ríflegar
skaðabætur fyrir það, að klæða-
verksmiðja hennar í Mulhousen
brann. Þessi fullyrðing var ger-
samlega út í bláinn, en hún hafið
sín áhrif engu að síður.
DREYFUS VANN Á t
DÓMSALNUM.
Dreyfus svaraði ljóst og skil-
merkilega öllum þeim spurning-
um, sem fyrir hann voru lagðar.
Yfirmaður hans, Picquart majór,
sem átti að senda hermálaráð-
herranum, Mercier hershöfðingja,
daglega skýrslu um allan gang
málsins, komst þannig að orði
eftir fyrsta daginn, að Dreyfus
hefði unnið mjög á í dómsalnum,
og sennilega færi svo, að hann
yrði dæmdur sýkn saka.
Þessi skýrsla olli annríki miklu
í hermálaráðuneytinu um nótt-
ina.
Du Paty hafði áður samið eins-
konar skýrslu um glæpaferil
Sólskin
allt árið
OSRAM
VIKAM 1S. tt>L — jg