Vikan - 09.04.1964, Side 30
Það bezta
sem íæst
Nýir litir
i
HARRIS-TWEED JAKKAR
TERYLENE BUXUR
og lurkum lamin. Henni var ekki
einu sinni illt í höfðinu. Henni
fannst hún vera næstum heil-
brigð og hún var undarlega ró-
leg, þrátt fyrir allt það óhugnan-
lega, sem öðru hverju skaut upp
í huga hennar.
Hjúkrunarkonan fór og skildi
hana eina eftir og hún horfði
á dagsbirtuna dvína og rökkrið
færast yfir. Hún gat ekki sofnað
þó að allt væri kyrrt inni í her-
berginu.
Eftir nokkurn tíma kom vin-
gjarnlega hjúkrunarkonan inn og
fór að tala við hana.
-— Þessi fallegu blóm, sagði
Marian, — hver hefur sent þau?
í einum vasanum voru hvitar
sýrenur, í öðrum ilmandi rósir
og í þeim þriðja grein með indæl-
um mímósum. Hún elskaði mí-
mósur. Fyrst hlét hún að Jackie
hefði sent þær, en svo áttaði hún
sig á því, að Jackie gat ekki
vitað að hún var hér. En hún
átti bara þessa einu vinkonu. Það
var ef til vill einhver annar, sem
átti blómin, einhver, sem átti
fjölskyldu og vini og fékk sent
mikið af blómum . . .
•— Er það einhver annar, sem
á þau? spurði hún.
— Nei, nei, þér eigið þau öll
. . . Hjúkrunarkonan brosti. Það
var herra Chard, sem kom með
þau. Alan Chard, sem kom með
yður hingað eftir — slysið.
Marian leit undrandi á hana
og fann að hún roðnaði. — Hef-
ur hann verið hér? Til þess að
spyrja eftir mér?
Einhver eðlisávísun hafði frá
upphafi sagt henni, að hann væri
vinur hennar, vinur sem hún gat
treyst og mundi hjálpa henni.
— Já, já. Tvisvar á dag, sagði
hjúkrunarkonan. — Hann var
farinn að verða óþolinmóður,
vegna þess að hann fékk ekki
að sjá yður. En það hefur ekki
verið hægt hingað til. Þegar yður
líður betur, getum við kannski. . .
— Get ég fengið að sjá hann
núna? spurði Marian áköf. —
Er hann hér núna?
— Já. Hjúkrunarkonan fór að
hlæja. — Þér megið tala við hann,
en aðeins í fimm mínútur. Þeg-
ar þær eru liðnar, komum við
inn og sækjum hann.
— Það gerir ekkert til, sagði
Marian glaðlega. — Fimm mínút-
ur eru nóg — í þetta sinn.
Alan hélt á fjóluvendi þegar
hann kom inn til hennar. Hann
sagði ekkert strax — lagði bara
blómin á borðið og horfði á hana.
Marian leit á sterka hendi hans
og vissi nú að það var hann, sem
haldið hafði á byssunni.
— Það varst þú, hvíslaði hún.
— Jú, það var ég.
Hann settist á stólinn hjá rúm-
inu og brosti til hennar. Hún
endurgalt brosið og velti því
fyrir sér, hvernig hún gæti þakk-
að honum, en hún fann engin
orð. Hún rétti fram höndina og
hann tók hana og þrýsti innilega.
2Q — VIKAN 15. tbl.