Vikan


Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 7
<5 Sigurvegarinn í keppninni:Citroen Ami, árg ‘63. Hann komst 130,1 km, meöal- hraðinn var 50 km og eyðslan 3.85 lítrar á 100 km. Hann er hér á veginum við Leifsstaði i Landcyjum. Tii vinstri er ökumaðurinn á Citroen Ami, Oddur Gíslason. Með honum er Leifur bóndi á Leifsstöðuin. O Bensínstöð Shell við Miklubraut hefur stórt og rúmgott athafna- svæði, og þaðan er upplagt að hefja svona keppni. Þar að auki vissum við, að Shell hefur í þjón- ustu sinni einn ágætan þúsund- þjalasmið, sem væri vís með að hjálpa okkur með dælu til að tæma af bílunum, og ýmislegt fleira er þar uppi í jakkaerminni. Og þeir brugðust okkur ekki heldur. Meira að segja gáfu þeir okkur mörg ráð og góð. Og svo var tilhögun sjálfrar keppninnar. Eftir miklar vanga- veltur ákváðum við að tæma allt eldsneyti af geymum bílanna, gegnum bensínrörin, þannig að geymarnir tæmdust á sama hátt og þegar bílarnir verða bensín- lausir í akstri. Þetta atriði gekk SPARUKSTUR 1964 VIKUNNAR UG FÍB -O Einna mesta athygli í keppninni vakti frammistaða Citroen ID 19 og öku- mannsins,, Björns Örvars. Citrocn ID 19 cr 6 manna bíll. Hann komst 114,1 km, meðalhraði var 55,7 og eyðslan 4,39 1 á 100 km. Hér opnar Björn Örvar Pálma Friðrikssyni, dómnefndarmanni, aðgang að vélinni að Ioknum akstri. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda veitti framúrskarandi þjónustu við sparakstur- inn Bílar vcgaþjónustu FÍB voru á ferð- inni með talstöðvar og bensín fyrir þá, sem dagaði uppi. Þá er þetta loksins afstaðið. Undanfarinn mánuð hefur þetta verið efst í huganum og gripið inn í öll önnur störf: Skipulagn- ing fyrstu sparneytnikeppni bif- reiða, sem haldin er á íslandi, og allur undirbúningur undir hana. Og svo allt í einu, á mánu- degi, er þetta búið og farið að rigna. Við ákváðum að biðja F.Í.B. að standa með okkur í baráttunni. Og þar gerðum við rétt. Því án allr- ar þeirrar hjálpar, sem F.f.B. innti af hendi, hefði þetta fyrirtæki aldrei orðið svipur hjá sjón. Þeir lögðu til bifvélavirkja og aðstoðarbíla, og studdu okkur á allan mögulegan hátt. Við ákváðum að biðla einnig til Olíufélagsins Skeljungs h.f. — þekktara undir nafninu Shell. mönnum yfirleitt verst að skilja. Margir héldu, að allt bensín yrði tæmt af geyminum, án tillits til þess, hvar bensínúrtakið væri. Að því loknu átti að setja 5 lítra af bensíni á geymana, og síðan aka um Þrengslin austur fyrir fjall, þar til bílarnir stöðvuðust af eldsneytisleysi. Þá var að setja reglur. Við höfðum þær eins fáar og ein- faldra og hægt var, til þess að gera málið ekki of flókið. Og tii þess að gæta þess að eftir þeim yrði farið, var ákveðið að biðja umboðin að koma með tvo menn í hverjum bíl. Síðan ætluðum við að setja aðstoðarmanninn i annan bíl til eftirlits, og þannig að nota samkeppnina milli um- boðanna til þess að tryggja, að farið yrði að reglum. Loks var að fá dómnefnd. Það var sjálfsagt að fá einn frá F.Í.B. og annan frá VIKUNNI, og sem oddamann fengum við Pálma Friðriksson frá Bifreiðaeftirlit- inu. Frá F.f.B. var Gísli Her- mannsson, verkfræðingur, en frá VIKUNNI Guðmundur Karlsson, blaðamaður. Að öllu þessu fengnu var haf- izt handa með að tala við bíla- umboðin. Allflest tóku þessu vel í fyrstu, en endirinn varð sá, að þrjú umboð treystu sér ekki til að taka þátt í keppninni, og óneitanlega þykir okkur það nokkur skuggi á annars björtum atburði. Þessi umboð voru: Bif- reiðar og Landbúnaðarvélar, Ræsir h.f. og Samband íslenzkra samvinnufélaga. Önnur umboð skráðu öll bíla til keppninnar, en af þeim mættu önnur þrjú ekki til leiks: Trabant umboðið, VIKAN 15. thl. — J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.