Vikan


Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 12
Mitri Shofar harmaði það ævilangt, að honum hafði einu sinni geigað skot úr byssu. Að nokkru leyti var þetta særður metnaður skyttunnar, en meðfram viðkvæmt hagsmunamál. Hann hafði ætlað sér að ræna góðum asna — helzt blóðsúthellingalaust — en annars lóga fjórtán ára Gyðingastrák í leiðinni, ef það væri óhjá- kvæmilegt. í stað þess varð honum það á —• og það vissi guð einn með hverju honum hafði orðið það á að upptendra reiði hans — í stað þess varð honum það á, að skjóta asn- ann, — þennan óviðjafnanlega asna — en strák- urinn slapp. Og ekki nóg með það. í refsileiðangri, sem stákurinn gerði út og stjórnaði, missti skyttan bróður sinn bótalaust. Það var engin furða, þó að það sviði. En það gerist margt óvænt þar sem víðsjár eru með grönnum. Og það urðu margar víðsjár með fyrstu ísraelsku landnemunum í Haródadalnum og arabísku hirðingjunum, sem reikuðu þar um á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Ég lærði þessa sögu smátt og smátt og það var Mitri Shofar, blessaður karlinn, sem sagði mér hana sjálfur. En það var fyrir hreina til- viljun, að ég kynntist honum. n. Ég þurfti að vinna nokkra daga í fulkominni ró, ljúka verki, sem var farið að angra mig á svipaðan hátt og skór, sem meiðir. En það var heldur óyndislegt í Jerúsalem. Shamsin, eyðimerkurvindurinn að austan svarf um borg- ina, mettaður gulu ryki, þreytandi og fjandsam- legur. Ég var farinn að þrá grænt gras og glitr- andi vatn. Ég ákvað því að hverfa noður til Galileu og settist að í Meiron hóteli í Tíberias. Þetta var gamalt, virðulegt hótel, ekki há- nýtízkulegt, en þægilegt og rólegt. Það stóð alveg niðri við strönd Geneseretvatns. Ég fékk notalega stofu með svölum út að vatninu. í austri blöstu við Gergesa-fjöllin í brúnum, rauðum og gullnum litum. Framundan vatnið í ótöiulegum litbrigðum, dimmblátt, ljósblátt, grænt, fölgrænt, grænbleikt. Lengst í norðri fjallarisinn Hermon með snæskikkjuna á herð- um óbifanlegur eins og eilífðin í svölu djúpi himinblámans. Ég fann, að þarna myndi ég kunna vel við mig og geta unnið. Tiberias er yndislegur bær. Hann vissi, hvað hann var að gera, Heródes Antiparter, þegar hann byggði vetrarhöllina sína á ásnum þarna fyrir sunnan, rétt ofan við heitar uppsprettu- lindir, sem enn í dag eru einhver vinsælasti baðstaður vestlægari Austurlanda. Þarna uppi um ásana voru nú að rísa nýtízku gistihallir og ný bæjarhverfi. Þau voru eins og sam- bland af Akureyri og Melabyggðinni í Reykja- vík hagkvæm og þægileg, en dálítið svipdauf og sementsgrá. Þá var meira gaman að ganga um gamla bæinn, ef maður hafði ekki alltof brothættar hugmyndir um hreinlæti, skipu- lag og nútíma þægindi. Þarna voru þröngar, krókóttar götur, urmull af börnum með kol- dökk augu, Arabakonur með blæju, dimmar búð- ir þar sem öllu ægði saman, matvælum, fatn- aði, tóbaki, víni, olíu, ilmvötnum, hálsfestum, úrum og sultuðum froskalöppum í sætu hlaupi. Gamli bærinn varð eftirlæti mitt og ég eyddi þar fleiri stundum, en verki mínu var holt. Og þar kynntist ég Mitri Shofar. III. Fram af Meiron hóteli voru svalir með sóltjöldum og náðu fram í fjöruborð, þrep af svölunum niður að flæðarmáli. Sval- irnar voru aðalveitingastður hótelsins hversdagslega og lýstar skrautljósum á kvöldin. Auk gesta hótelsins sótti þangað margt manna úr bænum til þess að sitja í kvöldsvalanum og fá sér hressingu. Þegar fyrsta kvöldið, sem ég dvaldi þarna, kom Mitri Shofar. Ég vissi að sjálf- sögðu engin deili á honum þá. Hann sett- ist við lítið borð yzt á svölunum, rétt hjá mér. En það var ekki svo auðgert að veita honum ekki athygli í þessum hópi i mislitra ferðalanga og bæjarlýðsins. Hann var klæddur að hætti bedúinahöfðingja. Skikkjan hans var úr hvítu, mjúku mada- polame og túrbaninn sat tígulega á höfð- inu. Hann var mun hærri á vöxt en títt MITRI SHOFAR V ARÐ EFTIR í ÍSRAEL, EINN ÖRFÁRRA AR- ABA. 1 ERZO 1 £RÖTÍÍ ÍTT- AF Hl HANN HAFÐI ÆTLAÐ AÐ RÆNA. — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.