Vikan


Vikan - 09.04.1964, Page 34

Vikan - 09.04.1964, Page 34
GENERAL ELECTRIC RAFMAGNSHEIMILISTÆKI eru heimskunn fyrir gæði, endingu og smekkiegt útlit STEIKAROFN með tímarofa og Grillteini Sjálfvirk BRAUÐRIST Sjálfvirkar PÖNNUR 2 stærðir Hentugar - Ödýrar Sjálfvirkt VÖFLUJÁRN sem einnig má steikja á STRAUJÁRN með og án gufu RYKSUGA Ný gerð með þremur stilling- um á sogkrafti. Innbyggð snúra, sem dregst út við notk- un. Kynnið yður þessa nýju gerð. Útsölustaðir: H.f. RAFMAGN, Vesturgötu 10. HEIMILIST/EKI s.f., Hafnarstræti 1. LAMPINN, Laugavegi 68. V. LONG, Hafnarfirði. ELECTRO, Akureyri, og hjá umboðinu. ELEOTRIC H.F. Túngötu 6 — Sími 15355. Dreyfusar. Hann hafði með lægni fléttað inn í þá skýrslu „sönn- unargögnum11 úr ýmsum njósna- málum, sem ekki hafði tekizt að upplýsa, meðal annars er stolið var uppskrift að samsetningu sprengiefnis í Bourges — án þess að minnast á þá staðreynd, að Dreyfus hafði ekki verið kvadd- ur að skólanum í Bourges fyrr en alllöngu eftir að uppskrift- inni var stolið. En þar sem her- málaráðherranum þótti skýrsla þessi helzt til haldlaus, ákvað hann að skrifa sína eigin álits gerð. Þessi álitsgerð var svo samin um nóttina og lögð í innsiglað umslag, ásamt ýmsum skjölum úr fórum njósnadeildarinnar sem þóttu hæfa. Þetta umslag var síð- an lagt í annað umslag, ásamt bréfi til herréttarins, og du Paty falið að afhenda það, þegar vitna- leiðslum væri lokið og málið skyldi tekið til dóms. Daginn eftir voru liðsforingj- arnir, starfsbræður Dreyfusar, leiddir fram sem vitni. Það var þá, sem vonbrigði hans hófust. Þá fyrst varð honum ljóst hví- líka andúð þessir menn höfðu á honum haft, án þess að hann hefði þó sjálfur minnstu hug- mynd um það. Þessir starfsbræð- ur hans og félagar voru fúsir að staðfesta það með eiði, undan- tekningarlaust, að þeir hefðu lengi haft hann grunaðan. Ein- staka báru þó ekki fram upp- lognar sakir, en þeir voru sem- sagt fáir. Hver skyldi hafa kjark til þess, að taka sig út úr hópn- um og halda uppi vörnum fyrir mann, sem var njósnari og hafði blekkt þá alla? Þriðja daginn var hinn rudda- fengni og sígrobbandi Henry majór leiddur fram sem vitni. Hann stóð í vitnastúkunni, um- hverfðist og öskraði rétt eins og liðþjálfi í hermannabragga; ruddi úr sér fruntalegustu ásök- unum og getgátum, án þess að geta fært fram minnstu rök og lauk á því að lyfta arminum, benda á Dreyfus og öskra: „Þarna stendur svikarinn og landráða- maðurinn . . .“ Rithandarsérfræðingarnir héldu fast við sínar ruglingslegu og tvíræðu niðurstöður. Þó var það hin „vísindalega“ og háfleyga greinargerð Bertillons, sem rugl- aði menn hvað mest —• einnig Dreyfus. „Ég fann ekki neina heila brú í henni“. Vitnaleiðslunum og framvísun sönnunargagna var lokið á fjórða degi, og í þann mund, sem dóm- ararnir hugðust draga sig í hlé til að koma sér saman um dóms- úrskurðinn, gekk du Paty fram fyrir þá og afhenti þeim um- slagið frá hermálaráðherranum, Mercier hershöfðingja. Dómsfor- setinn, Maurel ofursti, braut það upp og las bréf hermálaráðherr- ans, sem bað hann að lesa með- dómendunum þau plögg, sem í innsiglaða umslaginu væri að finna, áður en þeir kvæðu upp dóminn, en afhenda þau du Paty aftur að því loknu. BRÉF HERMÁLARÁÐHERRANS. í innsiglaða umslaginu voru þessi plögg: 1. Skýrsla um æviferil Alfreðs Dreyfusar, eins og du Paty hafði skráð hana, en þó endurskoðuð af hermálaráðherranum, sem gert hafði á henni nokkrar breyt- ingar. Það var meðal annars full yrt, að Dreyfus hefði selt Þjóð- verjum uppskriftina að samsetn- ingu sprengiefnisins, á meðan hann var enn í Bourges. Var þar algerlega sniðgengin sú stað- reynd, sem þeim í njósnadeild- inni var mætavel kunn, að Þjóð- verjarnir höfðu fengið uppskrift- ina í hendur alllöngu áður en Dreyfus kom til Bourges. Þar var líka fullyrt, að Dreyfus hefði komið í hendur þeim vitneskju um leynilegar áætlanir varðandi hervæðingu og vígbúnað, á með- an hann var í herforingjaskól- anum. 2. Bréfið frá Schwarzkoppen til ítalska hermálaráðunautarins, Panizzardi, varðandi Nizza-lands- uppdrættina og svikarann „D“. 3. Safn papírssnepla, sem mad- dame Bastian hafði komizt yfir í pappírskörfunum í þýzka sendi- ráðinu, eingöngu lagt með þess- um plöggum til að rugla dómend- urna, þar eð ekki var nokkur leið að botna þar neitt í neinu. 4. Bréf frá Panizzardi til SChwarzkoppen, sem eingöngu var lagt með sökum þess, að þar var minnzt á „kunningja", sem þó var ekki nafngreindur. 5. Símskeyti Panizzardi til ítölsku ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fer fram á að stjórnin lýsi opinberlega yfir því, að eng- ir sendiráðsstarfsmenn hafi stað- 34 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.