Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 23
í október áriS 1894 var Alfred Dreyfus foringi í franska herfor-
ingjaráðinu, kallaður til yfirheyrslu í hermálaráSuneytinu. Yfir-
heyrslan var til málamynda; Dreyfus var tekinn fastur án þess
aS vita um ástæSur. Hann var ákærSur fyrir njósnir og föSur-
landssvik og fangelsaSur án þess aS nokkur fótur væri fyrir ákær-
unni. BlöS köIluSu hann „JúSaagent, settan til höfuSs Frökkum“
unnir en hann hafSi til unnið, en engu að síður
stóðst hann brottfararprófið með slíkum ágæt-
um, að ekki varð hjá því komizt að veita hon-
um reynslustöðu við herráðið. Svo að segja
allir herráðsforingjarnir höfðu stundið nám í
jesúítaskólanum að Rue des Postes, og urðu því
skelfingu lostnir, þegar Gyðingi var hleypt
þannig í það allraheilagasta. Sandherr ofursti,
æðsti maður gagnnjósnadeildarinnar, mót-
mælti því formlega, að Dreyfusi var fengið
starf í fyrstu deild, þar sem ekki var um ann-
að að ræða en skipulag heræfinga.
Og svo gerðist það, að plagg Esterhazy
greifa, „bordereauið", komst í hendur Sand-
herr ofursta, og þeir ofurstarnir þrír drógu
samstundis af því þá einföldu — en röngu
ályktun, að með „svikaranum D“, væri átt við
Alfreð Dreyfus.
Nú var hafizt handa um það af- meira kappi
en forsjá, að fá það sannað að plagg þetta væri
með rithönd Dreyfusar. Var það fengið í hend-
ui' skriftarsérfræðingum, ásamt sýnishornum af
rithönd hans, en þó að þeir létu „upplýsingar"
herráðsforingjanna mjög hafa áhrif á sig, vildi
enginn þeirra fullyrða afdráttarlaust að Dreyf-
us hefði skrifað umrætt plagg. Loks lét þó einn
af þeim hafa sig til þess að vissu leyti. „Ef
þeirri tilgátu er hafnað, að sá sem plagg þetta
reit hafi reynt að stæla rithönd annars manns,
virðist allt benda til, að sýnishornin og þetta
glæpsamlega plagg sé ritað einni og sömu
hendi“.
LEYNILEG HANDTAKA.
Þessi loðna yfirlýsing var tekin sem sönnun
um sekt Dreyfusar og hermálaráðherrann var
ekkert að hika við að gefa út þá skipun, að
hann skyldi handtekinn. Sú handtaka varð þó
að fara fram með leynd og ekki láta uppskátt
nafn hins handtekna, fyrr en upplýsingaþjón-
ustunni hafði tekizt að komast yfir óvefengjan-
legri sannanir. Dreyfus var því kallaður til
fundar við herráðsforingjana, eins og áður er
frá skýrt.
Nú var rannsókn tafarlaust hafin af miklu
kappi og allur æviferill Dreyfusar, allt frá því
er hann lá barn í vöggu í Mulhouse, gaumgæfi-
lega kannaður — en árangurslaust. Gerð
var námkvæm húsrannsókn heima hjá
honum og tengdaföður hans, en það bar
ekki heldur minnsta árangur. Dreyfus var
látinn skrifa setningar úr hinu umrædda
plaggi, og einnig það reyndist árangurs-
laust. Allt hugsanlegt var gert til þess að
finna sannanir fyrir sekt hans, en sú
leit bar engan árangur.
Þá var það, að Henry majór, sem ekki
lét neins ófreistað, skýrði Drumont, rit-
stjóra „La Libre Parole“, frá handtökunni
og strax daginn eftir hóf blaðið æsinga-
herferðina. Ritstjórar annarra blaða sáu
þegar fram á hvílíkt átakamál þetta mundi
verða, og áður en langt um leið óð allur
blaðakostur landsins góusögurnar, rang-
færslurnar og áróðurinn eins og forar-
vilpu. „La Libre Parole" bókstaflega ham-
aðist, og sagði svo rangt frá atburðum og
endavelti öllum staðreyndum, að manni
finnst það bókstaflega hlægilegt nú.
Dreyfus var afdráttarlaust sakaður um
öll þau svik, sem ekki hafði áður tekizt
að upplýsa, og kaþólskt blað gerði sér
hægt um vik og kallaði hann „erindreka
hinna alþjóðlegu samtaka Gyðinga. sem
hefðu það að markmiði að tortíma frönsku
þjóðinni".
Þann 15. september tilkynnti Drumont,
sem stóð í stöðugu sambandi við herráðs-
foringja, í blaði sínu, ,.La Libre Parole“,
að Dreyfusi yrði stefnt fyrir herrétt þann
20. desember. Fréttin var efnislega rétt,
enda þótt mánaðardagurinn væri það ekki.
Og Alfreð Dreyfus sat í klefa sínum í
Cherche-Midi fangeslinu, fullkom'ega
sannfærður um að hann yrði sýknaður.
Þann 18. desember reit hann Lucie konu
sinni: „Á morgun stend ég frammi fyrir
dómurum mínum, laus við allan kvíða og
ber höfuðið hátt. Ég hef ekkert að ótt-
ást“.
RÉTTARHÖLDIN.
Herdómstóllinn var til húsa í höll einni
frá því á átjándu öld. Dómsalurinn var
stór og drungalegur með litlum gluggum
á þykkum steinveggjum.
Liðsforingi úr lýðveldishernum leiddi
Dreyfus inn í dómsalinn. Dreyfus hafði
klæðzt viðhafnareinkennisbúningi herráðs-
ins og gekk hnarreistur fyrir hina sjö
dómara réttarins. Um leið og hann leit
þessa háttsettu foringja, sem valdir höfðu
verið til að dæma í máli hans, þóttist hann
vita að sér mundi borgið, „Þeir voru“,
skrifaði hann síðar, „félagar, sem ég taldi
mig geta treyst, og yrði því loks endan-
Framhald á bls. 33.
VIKAN 15. tbl. — 23