Vikan - 09.04.1964, Page 49
seðlaveskið. Helltu ögn af kaffi
yfir myndina, þá verður allt í
lagi með hana.
Ólsen tók upp seðlaveskið og
horfði á það með aðdáun, eins og
fermingardrengur á sitt fyrsta
seðlaveski. Hendur hans titruðu
þegar hann snerti þykkt seðla-
búntið.
Lampus hélt enn áfram: —
Negrunum segir þú eins og er,
að ég hafi ákveðið að verða hér
eftir. Ef þeir trúa þér ekki, skaltu
senda þá til mín, svo ég geti sjálf-
ur sannfært þá. Reynist þeir
óhlýðnir á heimleiðinni, þá er
byssa þarna í bakvasanum.
Ólsen mátti til að handleika
skotvopnið. Það færðist ísmeygi-
legt grimmdarbros yfir breiðan
munninn, þegar hann snerti gikk-
inn.
— Góða ferð, og líði þér vel,
Ólsen. Þakka þér fyrir liðnu ár-
in, sem við áttum saman. Lamp-
us kvaddi Ólsen með handabandi.
Dálitla stund stóðu þeir og fundu
til saknaðar á kveðjustundinni.
En ævintýraþrá vegur oft upp
á móti söknuði einnar kveðju-
stundar. Ólsen dró höndina til
sín, snerist á hæli og gekk af
stað, þunglamalegur og stirður.
Með innilegri ánægju fann hann
hvernig skórnir þrengdu að fót-
unum, reimarnar skárust inn í
holdið, og skyrtan þvældist utan
um hann. Og hann hlustaði hug-
fanginn á hringlið í lyklum, hníf-
um, myndavél og sjónauka, sem
allt til samans var talsvert þungt.
Lampus hélt í gagnstæða átt.
Líkt og hann væri laus úr hlekkj-
um, hljóp hann, með gleðiópi að
næsta furutré og byrjaði að
klifra upp eftir því. Hann sett-
ist á grein, efst í trénu, til að
njóta þess að sjá sólina hníga til
viðar yfir fjallatindunum í vest-
urátt. ★
PEYSA
Framhald af bls. 19.
ihöfð að neðan, sem ckki fylgir
skýringarmyndinni og er hún
prj. sl.
Litir skýringarmyndarinnar eru
þannig : o = ljósgult, x = dökk-
gult, — == dökkbrúnt og aðallitur-
inn dölkkgrár.
Prjónið munsturbekkinn livorki
of fast né laust og tyllið, milli
lykkjanna, þeim böndum, sem
lengst verða.
Þegar hálfur munsturbekkur-
inn hefur verið prjónaður, er
hálfnað með framstykkið og er
þá seinni helmingur munsturs-
bekksins prj. og atli. um leið að
auka út iþar, sem áður var tekið
úr og fella af þar, sem áður var
fitjað upp, svo stylckið fái sama
form báðum megin við miðju.
Stuðlaprjónsbekkur neðan á
framstykkið: Takið upp 143 (149)
155 1. með dökkgráa garninu á
prjóna nr. 2%. Takið ekki upp
laus bönd, lieldur dragið garnið
ineð prjóninum upp frá rölngu
á réttu, og farið i boga upp, þegar
hægt er. Prjónið siðan stuðla-
prjónið, 1 1. sl. og 1 1. br., 4 sm.
og fellið af. Ath. um leið og fellt
er af að prj. sl. 1. og br. 1. br.
Ermi:
Fitjið upp G7 (71) 75 1. með
dökkgráa garninu á prj. nr. 2(4,
og prj. stuðlaprjón, 1 1. sl. 1 1.
br., 7 sm. Takið frá prj. nr. 3,
og prj. sléttprjón. Aukið út 1 1.
báðum megin með 2ja sm. milli-
bili, 17 sinnum. Þegar styfckið frá
uppfitjun mælir 43 (44) 45 sm.,
eru felldar af 5, 3, 2 1. i hvorri
hlið og siðan 1 1. í byrjun hverr-
ar umferðar, þar til kúpuhæð
ermarinnar mælist um 12 (13)
13 sm. Fellið þá af 2 1. í byrjun
næstu 8 umferða og fellið siðan
af í einni umferð lykkjurnar,
sem eftir eru.
Hálslíning: Saumið sainan
hægri axlarsaum fram- og bak-
stykkis, og takið upp 165 (169)
173 1. á prj. nr. 2Vi. Takið lyfckj-
urnar upp frá röngu með jöfnu
millibili, og takið lykkjurnar á
iþráðunum með. Prjónið stuðla-
prjón, 1 I. sl. og 1 I. br., 6(4 sm.
Fellið ]iá af fremur laust og prj.
sl. I. sl. og br. 1. br. um leið
og fellt er af.
Pressið nú styfckin mjög laust
frá röngu með volgu járni og
rökum klút.
Saumið peysuna saman með
þynntum garnþræðinum og aft-
ursting.
Brjótið hálslininguna y.fir á
réttu og tyllið niður.
f FULLRI ALVÖRU
Framliald af bls. 2.
hans og stefnu, hversu blóðugt
ranglæti sem þau auglýstu fyrir
hönd kommúnismans, og liann
hrópar upp, sýnilega haldinn
þeirri villu, að hann standi enn
í predikunarstóli Krists: — Vei,
þeim sem leggst á litilmagnann!
-— Og með liliðsjón af aðferðum
og áhrifum Stalins, má segja,
að hringurinn hafi lokazt.
En Laxness ber fleiri tegundir
vatna til brunns í Skáldatíma,
en gagnrýni á Stalin. Hvers
vegna svelgist eigi Gunnari
presti á snjallri, sárbeittri at-
lögunni til kaþólskunnar, í
fyrsta kafla bókarinnar? Eða
margvislegum öðrum athuga-
semdum víðsvega um blaðsíð-
urnar, um hin sundurleitustu
efni, aðallega menn og menn-
ingarfyrirbæri. Spyr sá sem
veit. Allt er Gunnari einskisvert,
nema Stalin. En Laxness geng-
ur hér af liólmi með pálmann
í höndunum, krýndur lárviðar-
sveig fyrir brjóstvit sitt og ó-
menningarhatur. Og fyrir bragð-
ið má hann vera svo mikill
kommúnisti sem hann vill. Segja
þeir, sem ekki vilja raunar að
hann sé það.
JANUS
STRETCH-
BUXUR
• TÍZKULITIR
• GOTT SNIÐ
• FARA VEL
KAUPIÐ
STRETCH-BUXUR
KAUPIÐ
„JANUS"-BUXUR
Söluumboð:
HEILDV. THEODÓR NÓASON, Lækjargata 6b, sími 20262.
FramleiSandi:
L. H. MULLER, FATAGERÐ, Langholtsv. 82, simi 13620.
Odýrar fermingargjafir
Jarðlíkan
Minningabækur
Sjálfblekungar
Mynda-albúm
Gjafapappír
Hinar einstöku
Vasareiknivélar
ísafoldar
VIKAN 15. tbl. — 49