Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 9
en að áliðnum degi. Það var ekki
laust við að ég væri með áhyggju-
klump í maganum, en þá var
styrkur að F.Í.B. Þeir voru með
þrjá aðstoðarbíla, og uppfullir
af góðum hugmyndum. Fljótlega
sendu þeir einn bílinn af stað
með 120 lítra af bensíni til bjarg-
ar þeim, sem fyrstir fóru, og
annan bíl til aðstoðar ef með
þyrfti.
Þegar 13 bílar voru farnir, sá-
um við að ekki þýddi að láta þá
bíða eftir því, að síðasti bíllinn
færi af stað, áður en dómnefnd
færi á mælingarbíl á eftir þeim.
Það varð úr, að GK og Pálmi
Friðriksson lögðu af stað til þess
að frelsa þá sem farnir voru, frá
óþarfa bið, og um svipað leyti
gerðist hið merkilega: Undirbún-
ingur að ræsingu fór að ganga
merkilega vel. Enginn taki þó
orð mín svo, að þessir ágætu
menn hafi eingöngu þvælzt fyrir,
heldur hitt, að nú var komiö
betra skipulag á hlutina. Það er
hægt að læra svolítið á tveimur
tímum. Einn bifvélavirkja F.Í.B.
— en þeir sáu um aftöppun af
bílunum — fórnaði sjálfum sér
til þess að létta nokkuð á bensín-
tönkunum á þann hátt að sjúga
það gegnum slöngu upp úr
bensíntankinum, og allir þeir,
sem einhvern tíma hafa þurft
að sjúga bensín upp í sig — af
einum bíl eða tunnu — geta
ímyndað sér, hvernig það muni
vera að sjúga þannig bensínið
af yfir 30 bílum! Þar við bætt-
ist, að eftir því sem fækkaði á
planinu, var léttara að athafna
sig og menn og bílar þvældust
minna hver fyrir öðrum. Og það
merkilega gerðist: Kl. 12,30 var
síðasti bíllinn ræstur — aðeins
3 klst. og 50 mín. á eftir þeim
fyrsta. Og þá fórum við á eftir
til þess að mæla bílana til móts
við GK og Co. — Gísli Her-
mannsson, Gísli Sigurðsson —
og ég-(eins og Sveinn Ásgeirs-
son segir).
Við komumst ekki lengra en
í Flóann, því þar kom Guðmund-
ur og menn hans á móti okkur,
svita og rykstorknir og Guðmund-
ur búinn að týna megninu af
hjólkoppunum af bílnum sínum.
Þeir sögðu sínar farir ekki slétt-
ar. Þeir urðu að fara alla leið
austur í Landeyjar til þess að
ná þeim sem lengst fóru, og farn-
ir að óttast að þeir hefðu ekki
nóg bensín, þótt Guðmundur
hefði fyllt hjá sér um morgun-
inn. Austur þar sáu þeir hvar
bóndi stóð við heimreið sína,
námu staðar hjá honum og
Framhald á bls. 44.
Þeir bílar, sem þóttu ná
sérstaklega góðum árangri
voru yfirfarnir í öryggis-
skyni en allt reyndist í
stakasta lagi. Hér athugar
Egill Hjálmarsson frá FÍB
Volvo 544, sem komst 81,7
km á meðalhraða 43 og
eyðslan var 6.12 1 á 100 km.
Margir miða eyðsluna við
Volkswagen og þessvegna
var fylgzt með honum af
áhuga. Hann lauk við síð-
ustu dropana af bensíninu
fyrir austan Skeggjastaði í
Flóa, 79,8 km frá rásmarki.
Meðalhraðinn var 43,5 km
og eyðslan 6.26 1 á 100 km.
Hér er Prinzinn orðinn
bensínlaus austur í Holt-
um og ökumaðurinn bíð-
ur dómnefndarinnar. Prinz-
inn komst 87,4 km með 43,7
km meðalhraða og eyðslan
var 5,72 1 á 100 km.
Volvo Amazon stanzaði við
Bitru í Hraungerðishreppi,
82,7 km frá rásmarki og
þótti vel af sér vikið. Meðal-
hraðinn var 42.4 km og
eyðslan 6.04 1 á 100 km.
VIKAN 15. tbl.
9