Vikan


Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 50
AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝDI S'imi 21240 Laugavegi 170-172 Jfekla Kyrrnið yður kosti.... ■Xr AÐEINS ÞAÐ BEZTA HÆFIR HÚSMÓÐURINNI -8- KAUPIÐ Kelvinator KÆLISKÁP. bX) í S é £ 1 « 2 bu « >3 + * -K Það kann að vísu vera nokk- uð orðum aukið, að Laxness sé og hafi verið kommúnisti, eins og það kann líka að vera orðum aukið, að t. d. Einar Olgeirsson eða Björn Jónsson séu kommún- istar. Menn eru alltaf fyrst og fremst þeir sjálfir. Einstaklingar sem leita sannleikans og betri heims. Slikir prófa margt, bera saman reynslu-litbrigðin, velja og hafna; og ef nægur þroski er fyrir hendi, standa þeir að lok- um við múra Jerikóborgar, eftir að hafa svamlað vötn umhverfis margar Babýlonir. Þá reynir á, að snúa ekki aftur til hinnar fyrri villu. Ýmsir eru á báðum áttum. Aðrir fljúga til baka. Og kemur þar Gunnar prestur enn inn í hópinn. En bók Laxness er ágæt. Og hvernig ætti annað að vera? Sögur þekkjast eins og Töfrafjallið eftir Thomas Mann, Kontrapúnktur eftir Aldous Hux- ley, Ódysseifur eftir James Jo- yce, og sjö binda verkið hans Marcel’s Proust, Á hnotskógi i heimum þess liðna. Laxness hef- ir skrifað sögur, sem eru full- komlega liliðstæðar þessara er- lendu skáldverka, og þeim fram- ar að mörgu, í formi og innsýn. Má þar til nefna Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, Heimsljós og Brekkukotsannál. Að ógleymdu listaverkinu Undir Helgahnúk, sem aldrei varð fullgert. Dettur svo einhverjum í hug, að slíkur maður sjái ekki í gegnum slæðu kommúnismans lians Djúgasvila? S.D. ERKIHERTOGINN OG HR. PIMM Framliald af hls. 21. Matilda frænka sagði: — Ef til vill hefi ég áhyggjur af Anna- belle. Ég varð að fara mjög harkalega að henni. —• Já, já, sussu já, hún hefur auðvitað viljað sjá þennan ná- unga aftur. — Okkur lenti næstum því saman út af þessu. — Almáttugur minn, en það gerir ekkert til, Annabelle jafn- ar sig á þessu undireins. Sannið þér til. Nú brosti Matilda frænka í fyrsta sinn eftir að Mr. Pimm kom. — Það er mér mikill léttir að fá að ræða um þetta við yður. Auðvitað hefi ég Augustus Green, og þá Peggy, en einhvern veginn eru þau öðru vísi. — Þér vitið það, kæra Miss Matilda, sagði Mr. Pimm hógvær, — að ég er eldri og hefi reynslu í þessum málum. Og þótt ég segi sjálfur frá, held ég að ég viti svolítið um þennan svikula heim. -—- Það er ég viss um. Matilda frænka var óðum að jafna sig. — Ég veit ekki hvað það er við yður, Mr. Pimm, en þegar ég tala við yður, hverfa allar mínar áhyggjur eins og ský fyrir sólu. Það er engu líkara en þér — hún leitaði að réttu orði — ja, það er eins og þér beitið einhverjum töfrum. Það kom glampi í augun á Mr. Pimm, og hann brosti breitt. — Svona, svona, kæra Miss Mat- ilda, ég á þetta ekki skilið. Og þar sem ég bauð mér nú hingað í dag, verðið þér að segja mér strax, ef ég er til trafala. — Liggur yður nokkuð á? — Alls ekki. — Viljið þér þá ekki vera hjá okkur í dag. — Það væri mér sönn ánægja. -— Þótt það sé heldur snemmt, þá held ég að við ættum að fá okkur te Matilda frænka hringdi í þjóninn, og í því heyrðu þau leigubílinn koma upp að húsinu. — Þetta er sennilega Peggy, sagði hún og leit út um gluggann. — Já, það er hún. Kjáninn hún 10-8-3-2 y A-G-5-4 4 3-2 * 5-4-3 4 K-D-G-7-4 y K-9-8-6-2 ♦ 7 * G-6 A A y ekkert 4 A-K-D-G-10-9-8-4 Jf, A-K-9-2 9-6-5 D-10-7-3 6-5 D-10-8-7 :rz?L!*&SBa Suður 2 lauf 3 tíglar 6 tíglar Vestur pass pass pass Norður 2 hjörtu 3 grönd pass Austur pass pass pass Útspil spaðakóngur. Við skulum aðeins líta á sagn- irnar í ofangreindu spili. Suður opnar á ásaspurningu með þessi tröllaspil, jafnvel þótt það eina sem hann varðar um, sé lauf- litur makkers. Hann fær upp hjartaásinn hjá makker og er engu nær. Síðan þegar hann seg- ir frá tígullitnum, fær hann þrjú grönd frá makker, sem þýða að hann hafi nokkuð jafna skipt- ingu og ekkert fram yfir hjarta- ásinn. Eu suður stenzt samt ekki freistinguna að segja sex tígla og er erfitt að lá honum það. Utspil vesturs var spaðakóng- ur og sagnhafi var inn á ásinn Hann sýndi nú strax, að hafi sögnunum verið ábótavant, þá var enginn svikkur í úrspilinu. Hann spilaði strax lágu laufi, ef til vill einkennileg spila- mennska, en samt sú eina rétta. Austur fór inn og spilaði spaða, sem sagnhafi trompaði. Suður tók nú einu sinni tromp og síðan tvo hæstu í laufi. Ef laufin voru upprunalega 3—3, þá stóðu öll laufin og hann gat spil- að upp. En ef laufin voru ójafnt skipt, þá hafði suður eftir þann möguleika, að sá vamarspilarinn sem átti lengra lauf ætti einnig síðasta trompið. Eins og þið sjáið var reyndin einnig sú. Suður gat trompað fjórða laufið og vann þar með slemmuna. Sagnhafi var samt heppinn að einu leyti. Ef vestur trompar út, er slemman töpuð, því þegar aust- ur fer inn á laufið, þá trompar hann út aftur. fjQ _ VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.