Vikan - 09.04.1964, Síða 40
fremri geilinni, þar sem auðveld-
ara var til undankomu, ef þyrfti.
Vitanlega hafði ég byssuna með
mér — góða byssu. Fór aldrei
svo frá tjöldunum, að ég hefði
hana ekki með. Hún var að
minnsta kosti nógu góð til þess
að hræða strákinn á flótta.
Það leið óratími og var orðið
koldimmt, aðeins glæta af stjörn-
um, en mjög skuggsýnt í klif-
unum. Hann var ekki að flýta
sér heim, karlinn. Ég fór að
halda, að hann hefði orðið mín
var og pukrað sér framhjá eftir
einhverjum krókaleiðum yfir ás-
ana. Þá heyri ég fótatak, brokk
í asna á þjóðveginum. Hann er
einn á ferð eins og mig grunaði,
og situr ofan á pokaskjöttunum.
Ekkert fótatak manns. Það er svo
dimmt að í rauninni var ómögu-
legt að miða þarna, nema eftir
hljóðinu. Þegar hann er kominn
rétt á móts við mig hleypi ég af
skoti, sem ég ætlaðist til að færi
rétt fyrir framan hausinn á hon-
um. Það átti að vera nóg til
þess að koma honum á flótta.
En hvort sem hann gripi til flótt-
ans aftur á bak eða áfram, átti
hann að vera á valdi mínu þarna
i klifunum. Hann komst bókstaf-
lega ekki undan nema skilja eft-
ir asnann. Ég verð að segja það,
að þetta var mjög vel skipulögð
fyrirsát og þarflaust að gera
stráknum mein, ef hann hefði
haft vit á því að flýja slyppur
í felur.
Mitri Shofar þagnaði, saup
drjúgan teig af glasinu sínu, virt-
ist niðursokkinn í þungar hugs-
anir. Það var ekki annað að sjá,
en hann hefði gleymt áframhald-
inu á sögunni.
— Og hvað svo?
— Það er von, að þér spyrjið.
En það gerðist ekkert. Steinhljóð
langa stund. Hann hlaut að vera
þarna, þó að ég sæi hann ekki.
Ég beið með byssuna við kinn
eftir einhverju hljóði, beið graf-
kyrr og hélt niðri í mér andan-
um. Hann beið einnig, og hvernig
hann gat haft svo fulkomið vald
á asnanum að hann skyldi ekki
hræra sig, — það skil ég ekki
enn í dag. Nú vissi ég, að hann
hlaut að vera vopnaður. — og
alráðinn í að selja sjálfan sig
dýrt, ef í það færi.
Svo er það að steinvala hrap-
ar úr berginu rétt fyrir aftan
mig. í sarma bili leiftrar blossi
og kveður við skot. Kúlan þaut
framhjá hálsinum á mér við
kjálkabarðið. Óður af bræði
hlemmdi ég af skoti í þá átt, sem
mér þótti líklegust. Eitthvað féll
og það glamraði í blikki í far-
angri. Það hlaut að vera asninn.
— Þessi frábæri asni. En strák-
urinn hlaut að hafa læðzt með
kattarskrefum ofan í urðina og
annaðhvort lagt af stað heim-
leiðis, eða beið þar færis með
byssuna á lofti: Hann var ber-
sýnilega eins líklegur til þess.
Hér var ekki meira að gera.
Ég dró mig hljóðlega upp eftir
jarðfallinu til úlfaldans míns og
beið þangað til ofurlítið lýsti. Þá
reið ég drjúgan spöl til norðurs
og beygði síðan niður á þjóðveg-
inn fyrir norðan klifin. Jú, þarna
lá asninn, skotinn beint í haus-
inn. Farangurinn ósóttur enn af
ótta við fyrirsát. — Ég reið til
tjaldanna án þess að verða
mannaferða var og fannst ósigur
minn mikill.
Hann var raunar meiri, en mig
grunaði þá. Deganíumenn voru
ekki í neinum vafa um, að það
var ég, sem stóð að fyrirsátinni.
Ég komst að því síðar, að strák-
urinn heimtaði ólmur að mega
gera út refsileiðangur og hrekja
okkur á brott. Tveim nóttum síð-
ar umkringdi hann dakverpið,
þar sem tjöld okkar voru, lét
menn sína grafa sér skotgrafir
uppi í hlíðunum og hóf skothríð
úr þrem áttum á löngu færi í
dögun. Við skutum á móti, en
gátum ekki unnið þeim geig. Mér
var þegar ljóst, hvað hann ætlað-
ist fyrir. Hann lét okkur opna
leið til undankomu, en hafði ráð
okkar í hendi sér, meðan við vor-
um að ná saman tjöldunum, þó
að færið væri langt. Ég ákvað
að hætta ekki á að bíða eftir
áhlaupi, vissi ekki, hvað þeir
voru margir, og við áttum börn
og konur að annast. Þegar við
vorum að þokast úr tjaldstað féll
Isenet bróðir minn fyrir kúlu af
ótrúlega löngu færi. Skothríð-
inni linnti meðan við bjugg-
um um lík hans, auðsýni-
lega eftir fyrirskipun. Eftir að
skriður komst á lest okkar og
rekstur, hætti skothríðin að
mestu. Takmarkið var að hrekja
okkur á hrott og sennilega að
bana öðrum hvorum okkar
bræðra. Ég komst að því löngu
seinna, að strákurinn var bana-
maður Isenets enda bezta skyttan
í hópnum. -—
Þetta varð minn örlagadagur.
Þennan morgun vissi ég, að lífs-
vegur feðra minna var dauða-
dæmdur hér í okkar fornu heim-
kynnum, þó að ég þrjózkaðist
lengi við. Ég vissi það þá þegar
í hjarta mínu, að svörtu húsin
okkar úr hári mundu verða að
þoka fyrir steinhúsum ræktunar-
mannanna og hin frjálsa hjörð
fyrir alifénaði ræktarlandanna.
Okkar dagar voru taldir og hjarta
mitt grét. En ég sór að bregðast
ekki mínu fólki og spyrna á móti
broddunum. — Samt er ég hér.
— Örlögin eru voldug. Allah er
máttugur.
—- Hvað varð um strákinn?
— Hann lifir enn og hann átti
eftir að verða óþarfur mínu fólki.
Enginn hefur verið því óþarfari.
Hún hefði mátt hitta hann, kúl-
an mín, þess vegna.
— Hvað heitir hann?
—■ Moshe Dayan.
— Hershöfðinginn?
— Já.
— Moshe Dayan! Ég sá hann
fyrir mér, eineygða ljónið með
svarta leðurlappann fyrir aug-
anu, víkinginn úr frelsistyrjöld-
inni 1948—49, hershöfðingjann,
sem sópaði gervöllum her Egypta
út af Símaiskaga á átta dögum
frá 29. október til 5. nóvember
1956, sveitadrenginn, sem sung-
ið var um eins og Davíð konung
forðum, er hann felldi sínar tíu
þúsundir. Ég minntist þess ein-
mitt, að hann var fæddur og upp-
alinn í Deganía.
— Hafið þér séð hann síðan?
— Já.
—■ Byssulaus?
Mitri Shofar brosti. Brosið
var angurvært, innhverft. Hann
dreypti ögn á glasinu sínu.
— Já, bæði byssulaus og með
byssu. En ég hef aldrei mætt
honum á vígvelli. Þar sem rétt-
mætt hefði verið að skjóta.
— En fyrirsátin? Var hún rétt-
mæt? Framhald á bls. 43.
Fjarlægið nagla-
böndin á
auðveldan hátt
Hinn sjálffyllti Cutipen gefru mýkj-
andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn
dropa í einu, sem mýkir og eyðir
óprýðandi naglaböndum.
Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi
sjálfblekungur sérstaklega gerður til
snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans
snyrtir og lagfærir naglaböndin svo
að neglur yðar njóti sín.
Engra pinna eða bómullar er þörf.
Cutipen er algerlega þéttur, svo að
geyma má hann í handtösku.
fæst í öllum snyrtivöruverzlunum.
Handhægar áfyllingar.
Fyrir stökkar neglur biðjið um
Nutrinail,
vítamínblandaðan naglaáburð, sem
seldur er í pennum, jafn handhæg-
um í notkun og Cutipen.
FYLGIST MEÐ TfZKUNNI
KLÆÐIST
SAUMLAUSUM DÖMUSOKKUM
4Q — VIKAN 15. tbl.