Vikan


Vikan - 09.04.1964, Síða 43

Vikan - 09.04.1964, Síða 43
SkotiS sem geigaði Framhald af bls. 40. — Við lifðum í löglausu ríki, sem var í upplausn og brotum. Ófriðarástandið milli okkar var viðurkennt af báðum aðilum og hvorugur hlífði hinum. En nú er ég borgari þessa lands og virði lög þess. Kaus það af frjálsum vilja fremur en flóttamannslíf og hrakninga hinum megin — vegna barna minna. — Það er betra svo? — Allah er miskunnsamur. Allah ræður. Ég kvaddi Mitri Shofar í búð- inni hans daginn, sem ég fór frá Tiberias. Þá keypti ég af hon- um litla brjóstnál úr grafinni skel. Á henni er mynd af Helgi- dóminum á bjarginu, moskunni fögru, þar sem musteri Salómons stóð. Áður en hann vafði hana í pappír, laut hann höfði, lagði hina helgu mynd að enni sér og sagði. — Allah er miskunnsamur. Þegar ég gekk út úr búðinni, hafði hann tekið bænarábreiðu sína fram. ☆ VITNI AÐ HNEYKSL- INU Framhald af bls. 17. „Þú ótt ekki að borða með fingr- unum", endurtók hún og rödd henn- ar var æst og annarleg; „það gera ekki nema bændadurgar". „Er ég þá ekki bóndadrugur, eða hvað?" „Já, ef þú hættir ekki þessum ósið, þá ertu það". „En þú? Hvað ert þú þá?" „Eg veit það ekki og hef eng- an áhuga á að vita það . . . en hættu að borða með fringrunum". „Þú ert sveitarlimur, nöldur- sk|óða og fábjáni". Hún kveinkaði sér við skammar- yrði hans, eins og einhver hefði grýtt vínglasi í andlit henni. Síðan mælti hún af virðuleik: „Það má vel vera, að ég sé sveitarlimur, en það eitt er víst, að heima hjá mér borðuðum við ekki með fingrunum". „Það segir sig sjálft; þið höfðuð aldrei neitt að borða". „Valentino" „Þegiðu, fábjáninn þinn!" Þá missti hún loks stjórn á sér. Hún laut fram, hvessti á hann aug- un og hvæsti á hann milli saman- bitanna tannanna: „Ég hef aldrei sagt þér hvað mér finnst um þig . . . en nú er stundin komin: Þú ert ruddi, bóndadurgur og skepna . . . þú ert til einskis nýtur nema að græða peninga. Ef þú værir nú samt sem áður dálítið myndarlegur — en því er ekki að heilsa, dverg- urinn þinn!" Bersýnilega særði það hann mest, að hún skyldi kalla hann dverg. Það mátti ekki andartaki seinna vera að ég drægi mig í hlé; ann- ars mundi hann hafa rutt mér um koll, þegar hann spratt úr sæti sínu og stökk að konu sinni, sem sat hreyfingarlaus fyrir hinum enda borðsins og virti hann fyrir sér, föl og með kuldalegt bros um varir. Þegar eiginmaður hennar stað- næmdist frammi fyrir henni, hvessti hún á hann augun. Hann barði hana í andlitið, tvívegis. Hún reis úr sæti sínu og gekk út úr stofunni, hægum skrefum; hann fylgdi henni eftir, óður af reiði; síðan heyrði ég vein og öskur frammi á gang- inum, en það var hann, sem öskraði og hendur munu hafa verið látnar skipta, en ég sá ekki hvað gerð- ist. Ég bar hljóðlega fram af borð- inu eins og ég var vanur og hélt síðan til herbergis míns. Satt bezt að segja, þá hafði þetta ekki sér- lega mikil áhrif á mig,- í fyrsta lagi hafði mig lengi grunað að til at- burða mundi draga, í öðru lagi þá gerast slíkir atburðir yfirleitt undir borðum, og á langri þjóns- ævi minni hef ég orðið sjónarvitni að slíku oftar en ég hef tölu á — jafnvel enn heiftarlegri átökum en þetta. Ég var snemma á fótum morgun- inn eftir og fór að taka til hendinni í anddyrinu. Það ríkti djúp þögn í húsinu, sem hvergi þekkist nema til sveita. Ég fór að bursta skó, sem hann átti, stóð úti við galopinn gluggann, [ sólskininu, og raulaði fyrir munni mér. Þá voru dyrnar fram á ganginn skyndilega opnað- ar, og hún stóð á þröskuldinum. Mér varð litið á hana, og það leyndi sér ekki að höggin höfðu verið mörg og vel úti látin. Ann- að augað blámarið og stokkbólg- ig — ósvikið glóðarauga, sem verð- ur smásaman grænt og að lokum gult og hverfur ekki fyrr en eftir mánuðinn. Þessi áverki gerði hana undarlega ásýndum, skoplega og brjóstumkennanlega í senn. Mér varð starsýnt á hana, þvert gegn vilja mínum. Þá sagði hún: „Rem- egio — mér þykir það ákaflega leitt, en ég er tilneydd að segja yður upp starfinu". Þessu hafði ég, satt bezt að segja alls ekki búizt við. Og þarna stóð ég með galopinn munninn, stóð með skóinn á annarri hend- inni og glápti á hana. Loks stam- aði ég út úr mér: „En, signora — hvað hefur mér orðið á, svo að þér sjáið yður tilneydda að segja mér upp stöðunni?" Hún svaraði kuldalega: „Ekki neitt. I rauninni líkar mér mjög vel við yður". „En hvað þá?" „Ég verð að láta yður fara vegna þess sem gerðist í kvöld er leið". „Hvaða þátt átti ég í því?" „Þér áttuð ekki neinn þátt í því, en þér heyrðuð og sáuð allt, sem fram fór — og ég þoli ekki þá til- hugsun að hafa yður hér á heimil- inu, eftir það, sem þér heyrðuð og sáuð". „En signora . . ." sagði ég og skildi nú loksins hvað hún var að fara, „ . . . þetta er ekki annað en það, sem alls staðar getur átt sér stað . . . að hjón lendi í hár sam- an, rífist og láti hendur skipta — það gerist jafnt með háum og lág- um, og ég get svarið við sáluhjálp mína, að hvað mig snertir, þá er eins og ég hafi hvorki heyrt eða séð". „Það má vel vera, en ég má ekki til þess hugsa að hafa þann mann í minni þjónustu, sem heyrði það og sá. Mér þykir það leitt, en ég verð að láta yður fara". „En, signora — þér leggið fram- tíð mína í rústir". „Ég skal gefa yður beztu með- mæli", sagði hún, og þar með var ' hún farin. Sklijið þið þetta? Það voru þau, sem rifust og börðust; en ég, sem ekki átti minnsta þátt I því, varð að gjalda þess. Ég gerði ekki neitt til að benda einmitt á þetta atriði, ekki leitaði ég heldur til húsbóndans, sem mundi áreiðan- lega hafa viðurkennt að ég hefði á réttu að standa; í raun réttri féll mér vel við hana, og ég skildi hana og fann að návist mín hlyti að verða til þess að auðmýkja hana meir en orðið var. Auk þess mundi hún hafa lagt fæð á mig, svo að ég hefði orðið að fara hvort eð var. Ég hreyfði því ekki neinum andmælum; tók saman föggur mín- ar þá seinna um daginn, án þess að hirða um umsaminn uppsagnar- frest. En nú komum við aftur að því, sem ég minntist á í upphafi — ef hún hefði verið sönn húsmóð- ir, borin til valda á sínu heimili, þá hefði annað eins og þetta aldrei komið fyrir. Sönn, fædd húsmóðir veit ekki einu sinni af þjónustu- fólkinu; sér það ekki frekar en loftið, sem hún andar að sér. Hún getur meira að segja afklæðzt að þjóni sínum ásjáandi og reiðzt eig- Gfl&Ub 25 verzlunardeildir — SPARIÐ SPORIN — rxi GBILL 44 Nú geta allir „GRILLAÐ", úti á svölum, úti í garði eða úti í sveit. Við höfum fyrirliggjandi 3 stærðir af „ÚT! GRILLUM": 12 tommur 18 tommur 23 tommur m/borði Við höfum einnig BAR-B-Q BRIQUETS (Brúnkol sem eru sérstaklega fyrir „ÚTI GRILL" í 10 Ibs. og 20 Ibs. pokum. wjjélGGh&Wl VIKAN 15. tbl. —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.