Vikan - 09.04.1964, Qupperneq 20
Framhaldssagan - 7. hluti - Eftir Lindsa
ERKIHERTOGINN OG HR.PIMM
•— Það var ekki að sjá. Einn
og yfirgefinn, hárið í óreiðu og
með dökk gleraugu — eins og
lífsþreytt ungskáld. Má ég setj-
ast hjá þér?
— Mér finnst einhvern vegínn,
að þú sért þegar setzt.
•— Þú hefur vonandi ekkert á
móti því? sagði Peggy blíðlega.
— Nei, nei, alls ekki.
— Það þarf einhvern veginn
að hressa þig við. Nú dettur mér
eitt í hug. Hvernig væri að
stökkva upp í bílinn, aka niður
með ströndinni, og þá geturðu
boðið mér upp á glas á Mart-
inique — hvað segirðu ura það?
Þú ert slæg hugsaði Julian,
ekki gefst hún upp. Hann sagði:
— Ef þig langar að drekka, hvað
er þá að því að fá glas hérna?
— Hefurðu eitthvað á móti
Martinique?
Alls ekki. Það vill bara svo
vel til að ég kann vel við mig
hérna í sólinni, og ég sé enga
ástæðu til þess að fara héðan.
Peggy sagði: — Gerðu það.
Það er eins og þú hugsir
ckki um annað en Martinique.
Það er engu líkara en ekki sé
til annar bar í Cannnes.
— Ég hef tekið eftir því, að
það má ekki minnást á Mart-
inique, án þess að þú hrökkvir
við.
Julian sagði: — Peggy, við
sku,lum fá þetta á hreint. Mér
er alveg sama um Martinique
Það snertir mig ekki. Ég er ein-
faldlega ekki í skapi til að send-
ast um alla borgina til þess að
fá mér glas á Martinique.
— Jæja, jæja. Það var bara
—■ ja —■ mig langaði til þess að
tala við þig um það sem kom
fyrir í gær.
- Nú, láttu þá til skarar
skríða. En augnablik, hvað viltu
fá?
- - Kaffi takk.
— Svart?
— Já.
Julian veifaði í þjóninn og
sagði: — Og á ennþá einu sinni
að fara að jagast út af þessu,
sem kom fyrir í gær.
- Það getur ekki verið að þér
finnist þetta svona hvimleitt.
— Ég hélt að það væri búið
að ta'.a nóg um þetta.
— Það er ennþá eitt, sem ég
hefi ekki minnzt á við neinn.
■— Og ætlarðu að trúa mér fyr-
ir því?
Peggy sagði hvasst: — Mér
fannst það þá og mér fannst það
enn - jafnvel þótt þeir væru
með grímur, þá fannst rnér ég
einhvern veginn kannast við ann-
an bófann.
— Það fannst mér. Sá stóri
minnti mig mjög á Charles.
Peggy hvessti á hann augun.
—- Ég á við þennan granna.
Manstu eftir ítalanum, sem
reyndi að koma sér í mjúkinn
hjá mér niðri á Breiðgötunni?
Eftir því sem ég hugsa meira um
það, þeim mun vissari er ég,
þetta var sami maðurinn.
Julian reyndi að kreista upp
fyrirlitningarhlátur. — Áttu við
að hann hafi reynt að næla í
Annabelle, úr því að honum tókst
ekki að næla í þig?
— Ég er ekki að reyna að vera
fyndin.
— Ekki ég heldur. En ég kom
talsvert meira nálægt þessum
granna, en þú. Og hérna í kring-
um mig sé ég sex menn, og hver
og einn þeirra gætu verið einn af
bófunum.
— Þú þarft ekki endilega allt-
af að vera á móti öllu. Hvað er
eiginlega að þér? Ég er bara að
reyna að vera vingjarnleg.
;—■ Vingjarnleg, það finnst þér
kannski. Þú hefur ekki gert ann-
að en að reyna að sanna það
fyrir sjálfri þér, að ég sé glæpa-
maður.
-- Það er þér sjálfum að
kenna.
— Allt frá því er ég bankaði
uppá hjá ykkur. Julian hækkaði
rö idina. — Hver er ég, hvers
v. gna er ég í Cannes án þess að
( iga eyri, hvers vegna er ég ekki
eins og grár köttur niðri á Mart-
inique?
Þjónninn kom með kaffið
handa Peggy. Peggy sagði: —
Það er óþarfi að hrópa svona.
— Og það er óþarfi að þú sitj-
ir hér og spyrjir mig í þaula eins
og glæpamann.
- Og það er líka óþarfi að ég
sætti mig við svona skepnuskap.
— Þú getur varla farið fram á
annað en skepnuskap eins og þú
ert búin að koma fram gagnvart
mér.
— Ég hef það á tilfinningunni
að þú finnir til einhverrar sekt-
artilfinningar.
— Endemis þvaður er þetta í
þér.
— Þetta er óvefengjanlegt. Þú
ert að reyna að fela eitthvað, og
um leið finnurðu til sjálfsvork-
unnar.
Julian sagði bálvondur: —
Hvað þá með þig, jónka mín.
Fyrir hverju ert þú að fela þig.
— Nú læturðu eins og krakki.
— Sjáum til, hvað er nú að
augunum á þér?
— Ég er fjarsýn, ég þarf lestr-
argleraugu.
— Og þess vegna ertu með
þunglamaleg hornspangargler-
augu allan liðlangan daginn; þú
tekur þau aldrei ofan. Og svo
ertu líka alltaf í þessum skóm
með kubbahælana, vegna þess að
þú óttast að háir hælar myndu
sýna á þér Jappirnar. Og þessi
víðu pils, og þessir peysubelgir,
og þessi hnykill!
Þjónninn sem stóð hjá kink-
aði kolli, og Peggy sagði bál-
vond: — Þetta er signon.
— Þetta er hnykill! Þú ert
óttalega pokaleg, vegna þess að
þú ert dauðhrædd um að karl- t
mennirnir fari að gefa þér hýrt
auga.
— Ég vildi frekar vera Gili-
trutt en að þú færir að gefa mér
hýrt auga.
— Ha!
— Og það sem meira er, ég
ætla ekki að sitja hérna stund-
inni lengur!
— Hvers vegna ertu að róta í
töskunni þinni?
•— Ég er að ná í peninga tii
þess að borga fyrir þetta and-
styggilega kaffi þitt. Þú þarft
ekki að standa upp. Ég er að fara.
20 — VIIÍAN 15. tbi.