Vikan


Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 09.04.1964, Blaðsíða 48
inguna, svo hann eftirlét þeim tjaldið. Sólin var enn ekki komin upp, en fjallatindarnir í austri voru að fá rauðleitan blæ, sem breidd- ist út og varð bjartari með ótrú- legum hraða. Sólin hlaut að koma í ljós við sjóndeildarhringinn von bráðar. Loftið var hreint og tært, og allt var svo hljótt að Lampus nam öðru hverju staðar til að hlusta. Aðeins einn og einn gjálfrandi lækur rauf þögnina, öðru hvoru. Á eftir virtist þögn- in ennþá meiri. Lampus gekk þarna um og hugsaði með sér að ekkert jafnaðist á við þessa dá- samlegu fjallakyrrð. þá, skyndi- lega og óvænt, hrópaði Ólsen upp: Hún er orðin býsna þreyt- andi þessi grafarþögn. Bara að maður hefði nú ferðaútvarps- tæki! Þeir höfðu gengið röskan hálf- tíma, þegar Ólsen þreif allt í einu í handlegginn á Lampusi. — Mér finnst ég hafa komið hér áður, sagði hann í mikilli geðshrær- ingu, og eftir stutta þögn: -—• Já, það er áreiðanlegt, ég þekki þennan stað. Lampus leit í kring- um sig, þeir stóðu á hárri fjalls- brún, og útsýnið var dásamlegt til allra átta. Grænar sléttur, skógar, ár og klettar, og langt í fjarska silfurlitar rákir, sem gátu verið hvort sem var ský á himnum eða sjálft Atlantshafið. Lampusi fannst hann aldrei hafa augum litið slíka fegurð. Þeir höfðu staðið þarna lengi, þegj- andi, þegar Ólsen tók til máls: Það er nú alls ekki eins yndis- legt hérna og mig minnti. Rétt í þessu komu þeir auga á stróan shimpansa, sem sat uppi í eikartré og horfði skelfdur á þá. — Hip-hip, gólaði Ólsen, ber- sýnilega hrifinn. — Þarna er þá einn úr fjölskyldunni. Svo tók hann að berja sér á brjóst og gólaði um leið, löngu, dimmu hljóði: O-O-O-O-O-O. Og eins og bergmál heyrðist svarað ofan úr trénu á sama máli: O-O-O-O-O-O. Svo hljóp Ólsen yfir að trénu, en Lampus beið hæverskur í sömu sporum. Hann ætlaði ekki að trufla endurfundina. Það bar þó ekki á mikilli gleði við end- urfundina hjá þeim frændum. Ólsen stóð kyrr á jörðinni, og hinn apinn hreyfði sig ekki úr trénu. Þannig létu þeir sér nægja að kallast á, á O-O-O-málinu. Þegar Ólsen kom til baka var hann með tárin í augunum. — Þau eru öll dáin, allir ættingjar mínir, að þessum bjána undan- skildum. Hann segir að þau hafi öll dáið í kuldakasti, sem gekk hér yfir. O, þetta er hræðilegt að hitta svona allt í einu for- feður sína, ef svo mætti segja. Af svona heimskingjum, bjánum og fíflum er ég þá kominn. — Allt í einu fór Ólsen að nötra og skjálfa. — Ég vil komast burt héðan, burt, burt — öskraði hann. — Ég þoli ekki að vera hér, stundinni lengur. Við skulum fraa heim, strax, undir eins. — Fara burt héðan? sagði Lampus hægt. Hann hafði hlust- að á Ólsen hálfvegis annars hug- ar. Hvers vegna apinn vildi snúa heim var honum óskiljanlegt. Sjálfur hafði hann aldrei á ævi sinni verið svona hamingjusamur. Hann drakk í sig með hverri taug unað náttúrunnar, og hann var svo léttur á sér, að það var eins og hann hefði engan líkama. Engin þreyta. Enginn þungi. Hon- um leið fulkomlega vel. Skyndi- lega breiddi hann út faðminn, lokaði augunum og hvíslaði: Verweile doch, du bist so shön. Það varð þögn. Ólsen stóð og beið eftir því að Lampus sneri við, en þegar hann sá að svo mundi ekki verða í bráð sagði hann eymdarlega: — Eigum við ekki að leggja af stað heim? Þá sneri Lampus sér að hon- um og sagði, eins og af skyndi- legri hugdettu: •— Farð þú heim, í staðinn fyr- ir mig. Ég verð hér kyrr. — í staðinn fyrir þig? — Já, einmitt. Taktu upp mitt nafn, húsið, peningana, bækurn- ar mínar. Láttu svo heiminn halda að þú sért hinn auðugi hr. Lampus. Nú skildi Ólsen loksins, hvað Lamups var að segja honum, en vissi þó ekki hverju hann átti að trúa. — Er-er þetta alvara þín? hvíslaði hann. Lampus svaraði með því einu að byrja að af- klæða sig. Þegar hann hafði klætt sig úr öllu, rétti hann Ólsen föt- in, skyrtuna, hlýju peysuna, sokka og skó. Honum fannst til- finningin að vera nakin, mjög þægileg. Ólsen tók við hverri flík full- ur lotningar, eins og safnvörður, sem gengur frá klæðnaði þjóð- hetju í sýningarskápum. Við hverja spjör, sem hann klæddi sig í, var eins og hann stækkaði um einn millimetra. Og þegar hann reimaði uppháu leggstíg- vélin fast um fótleggina, fann hann að þau voru mjög óþægi- leg en hann var alsæll. Loksins var hann alklæddur. — Alveg eins og maður, — sagði Lampus og brosti. Ólsen brosti líka, hreykinn. Lampus hélt áfram: — Enginn mun nokkru sinni komast að því, að þú ert ekki maður, ekki ég, Lampus. Gættu þess aðeins að evrða ekki á vegi kunningja minna.. Ef þú flytur í aðra borg eða annan landshluta, verður þú áreiðanlega ekki fyrir neinum óþægindum. í vinstri jakkavasa mínum finnur þú vegabréfið og VOLVO í SPARAKSTRI VIKUNNAR OG F. í. B. 22. F M. VÖKTU VOLVO AMAZON OG VOLVO 544 VERÐSKULDAÐA ATHYGLI Volvo býður yður: vK- Sparneytni og lágan reksturskostnað. ví'- Glæsileik og þægindi. Aflmikla vél. # Traustan öryggisútbúnað. :K- Sjálfskiptingu. Samstillta gíra. -:K Læst mismunadrif. * VANDID VALIÐ - VELJIÐ VOLVO GUNNAR ASGEIRSSON H. F. — VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.