Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 5
 hálfur diskur af súrmjólk. Finnst þér þetta hægt, Vika? Get ég lát- ið fara svona með mig? Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk. Pétur. --------Mér finnst þú bara mesti aumingi, að geta ekki hugs- að betur um konuna þína. Það ætti sízt að vera ofverkið þitt að mata afkomandann, svo kon- an geti borðað matinn, meðan hann er heitur. Því livar værir þú staddur, ef þú hefðir ekki kon- una? Þú fengir ckki einu sinni kaldan mat. Og þar að auki, ef þú léttir svolítið undir með henni, hefur hún betri tíma til þess að gera góðan mat (brauð- súpu með rjóma) og þarf ekki að sækja allt til mömmu. Þú hleyptir þér sjálfur út í þetta, lams, og nú er bara að standa í stykkinu. En þú mátt ekki jayía þér að vera með ólund yfir því; þá heldurðu bara áfram að létt- ast. Meira um drauginn ... Kæra Vika! Jæja, þar hafðist það. Nú held ég, að ykkur hafi tekizt að ganga alveg fram af allri draugadýrk- un á íslandi. Kæra þökk. Lóa. Kæra Vika! Ég skal gjarna játa, að ég var- aði mig ekki á ykkur, sérstaklega vegna þessarar greinar um aftur- gengna skipstjórann, sem kom í blaðinu á undan. En þið megið nú vara ykkur á þessu. Fólk hættir alveg að taka ykkur trúan- lega. Húsmóðir í Vesturbænum. --------Það er ekki apríl nema einu sinni á ári, kæra „húsmóð- ir“. Við klifum Eldey í fyrra og tókum myndir af draugum í ár. Oftar gerum við nú ekki svona kúnstir svo það getur varla tal- izt varasamt fyrir heiður blaðs- ins. Kæra Vika! . . . þetta með drauginn var svo yfirmáta ósmekklegt, að ég hreint og beint lagði blaðið frá mér eða öllu heldur henti því, þegar kunn- ingi minn sagði mér hið sanna. Ég hef verið meðlimur í Sálar- rannsóknafélagi fslands og tek svona hluti alvarlega og kann því mjög illa að þessi mál séu höfð í flimtingum . . . Nonni Kæra Vika! Ég hafði mjög gaman af mynd- unum ykkar af draugnum og var í vafa, hvort þið væruð að plata. Menn töluðu um, að þið hefðuð gengið af atómkveðskapnum dauðum í fyrra með „Þokum“ og Jóni Kára, en nú hafið þið líklega stórskaðað draugatrú þjóðarinn- ar. H. T. S. Pósturinn, Vikunni! Gátuð þið nú ekki fundið upp neitt frumlegra en þennan draug. Var ekki Mogginn búinn að koma með eitthvað álíka aprílgabb. Maður veit varla hverju skal trúa hjá ykkur, en myndirnar voru vel teknar. Gamall draugur. --------Það var að vísu rétt, að Morgunblaðið kom með „apríl- frétt ‘ þar sem draugur kom við sögu. En þess ber að geta, að það b!að sem kemur út í vikunni um miðjan apríl er unnið fyrst í marz G vikum áður, eða um það bil mánuði áður en Morgun- blaðið bjó til sína ágætu drauga- frétt. Ást í sjoppu ... Kæri Póstur! Ég er nú í stórkostlegum vand- ræðum og vona að þú getir hjálp- að mér. Svo er mál með vexti að ég er hrifinn af stelpu, sem ég þekki alls ekki neitt. Hún af- greiðir stundum í sjoppu á kvöld- in, og þar er ég tíður gestur. Hvernig á ég að fara að því að kynnast henni? Gefðu mér gott ráð ef þú kannt nokkurt. Vonast eftir svari fljótlega. G. --------Það getur orðið dálítið kaldsamt að standa lengi fram- an við söluop á sjoppu og hætt við, að það næði gegnum biðils- buxurnar. Samt get ég ekki gefið þér annað ráð en að þú gefir þig á tal við stúlkuna gegnum gatið og reynir að vekja áhuga hennar á þér með gáfulegu tali — eða því tali, sem ykkur báðum felhir bezt. DÖMUR! MUNIÐ DIVINIA divsniö DEOCOlOGNE DIVINIA DEOCOLOGNE SMART FÆST í SNYRTIVÖRUVERZLUNUM OG VÍÐAR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.