Vikan - 07.05.1964, Page 14
'EG TRUI
EKKI A
PRAUGA
Vikan heimsækir
sr. Árelíus Níelsson
Spurnartíminn með
fermingarbörnun-
um hófst með því að
farið var með trúar-
játninguna.
Síra Árelíus fer á fætur klukkan sex á
hverjum morgni og kemst sjaldan
aftur í rúmið fyrr en um miðnætti. Þessa
18 tíma notar hann eftir beztu getu til
að hjálpa náunganum á ýmsan máta -
og náunginn endurgeldur honum
með því að hringja hann upp á nóttunni
og heimta meiri þjónustu.
Textis G. K.
Ljósm.s Kristján Magnússon
Frú Ingibjörg Þórð-
ardóttir og síra
Árelíus Nielsson í
dagstofunni heima
hjá sér.
Bretar hafa orðtæki um þá menn, sem eru svo hjálp-
samir að þeir vilja öllum gott gera. Þeir segja að
þeir „beygi sig afturábak" til að gera öðrum til hæfis. Mér
datt þetta strax í hug, þegar ég var að tala við síra Árelíus.
Ekki svo að skilja að þetta væri á nokkurn hátt óeðlilegt,
því þetta er honum sýnilega ósjálfrátt, hvort sem það er
áskapað eða áunnið. Maðurinn er þannig gerður, að hann
vill öllum gott gera, og leggur sig allan fram til þess.
Þeir sem tekið hafa í höndina á honum, vita kannske
hvað ég á við, því að handtakið ber einmitt glöggan vott
um þennan eiginleika. Hann sperrir liöndina, spennir úr
lófanum svo að handarbakið myndar innhverfan hálfhring,
og býður manni galopinn lófann, sem stundum er talinn
sýna betur en nokkuð annað, hvernig viðhorf mannsins er
gagnvart náunganum.
Annað einkenni þessa eðlis síra Árelíusar, er kannske
það, hve fljótt hann vill komast að efninu, og eyðir eng-
um tíma til ónýtis í vífilengjur. Og kannske einmitt til
þess að komast sem fyrst að innri hugsunum þess,
sem hann talar við og um lteið kjarna málsins — þá notar
hann sér þetta óbrigðula og gullvæga bragð, sem íslenzk-
an gefur okkur, að fyrirlíta allar þéringar, en taka strax
til við að þúa. Það brýtur ísinn eins og kjarnasprengja,
og um leið og þú heyrir að hann segir „þú“ í fyrsta sinn
sem þið sjáizt, hverfur þér öll feimni og yfirborðsskap-
ur, og þú ferð að rabba við hann eins og gamlan skóla-
félaga.
Satt bezt að segja, þá veit ég ekki hvort þetta er kostur
eða löstur, fyrir hann sjálfan. Það er vafalaust kostur fyrir
alla þá, sem þurfa að ræða við hann, hvað sem viðræðu-
efnið kann að vera. En árangurinn verður líka sá, að
allir vilja við hann tala, og vegna þess hefur hann svo
mikið að gera, að ef hann fengi einhverja greiðslu fyrir
brot af þeirri vinnu, væri hann orðinn milljóner fyrir
löngu síðan.
En hann virðist ekki meta tímann í peningum. Það er
ekki að sjá á lionum sjálfum, eiginkonunni hans né heimil-
inu. Nú má enginn misskilja mig þannig, að þau séu klædd
— VIKAN 19. tbl.