Vikan - 07.05.1964, Qupperneq 19
Þrátt fyrir alla okkar skóla, námskeið og kennslutíma virðist alveg vanta raun-
góðar leiðbeiningar um það, hvernig menn eigi yfirleitt að haga sér á vinnustað,
ef þeir vilja koma sér vel við yfirmanninn, og koma sér áfram í lífinu. Hér erum
við á eftir öðrum þjóðum í menntamálum, og þarf að bæta úr. Ekki ætla ég mér
samt þetta vandasama hlutverk, en leyfi mér aðeins að birta lítinn kafla úr leið-
beiningum um það, hvernig menn eiga að haga sér á skrifstofum, ef þeir vilja
komast áfram — og halda heilsu. Meðfylgjandi myndir skýra málið nokkuð.
UNDIR FJÖGUR AUGU
HVERNIG Á AÐ GANGA:
Flestir hafa þannig atvinnu, að þeir mega ekki sitja
kyrrir allan daginn. Þeir verða að fara á klósettið
nokkrum sinnum, og það kostar töluvert erfiði að
komast þangað. Þá er bezt að ganga svona.
Axlir
slappar.
Hraðaaukning
Mestur hraði
Ef húsaskipan er þannig háttað, að maður þarf að fara framhjá skrif stofustjóranum á leiðinni, þá er nauðsynlegt að viðhafa þessa aðferð.
AÐ SITJA RÉTT:
Ástæðan fyrir því að menn sitja lengstum á
skrifstofunni, er sú að á mjög fáum stöðum
er þægilegur legubekkur, sem hægt er að
leggja sig á. Ef maður hallar sér afturábak í
stólnum, slappa vöðvarnir af, sérstaklega
heilavöðvarnir.
Deildarstjóri
Skrifstofustjóri
Framkvæmdastjóri
Forstjóri
VIKAN 19. tbl. —