Vikan


Vikan - 07.05.1964, Side 21

Vikan - 07.05.1964, Side 21
nokkru vegna þess, að viðskipta- vinirnir óttuðust hana ekki, því að sjálf var hún ekki tággrönn. Fjölmargar konurnar sögðu, eins og svolítið kæruleysislega: „Ég gæti vel hugsað mér kjól eitt- hvað svipaðan þeim, sem þér eruð í sjálfar, Mrs. Gaymer". í fyrstu hafði hún átt heima í bráðabirgðahúsnæði fyrir ofan búðina, svo hafði hún þurft á því að halda fyrir fleiri mátunar- herbergi og hafði þá flutt á hótel, að vísu þægilegt, en þar gat hún ekki haft neitt með sér af eig- in munum og heldur enga hunda. Hún hafði alltaf óskað sér hunds og ef satt skal segja var það líka með hund í huga, sem hún hafði keypt þetta hús og auglýst eftir ráðskonu. Það voru mörg hundr- uð manns, sem daglega auglýstu eftir ráðskonu, en þeir fóru bara ekki rétt að því. Þarna var eigin- lega ekki um annað að ræða en höfða til sameiningar verkalýðs- ins. Segja hreint út að það væri fyrir vinnandi konu frá níu til sex, sem ekki bæði um annað en að fá morgunverð klukkan átta að morgni og einhvers konar mál- tíð um áttaleytið á kvöldin, og þá streymdu að heimilislausar konur, sem óskuðu einskis frem- ur en að flytja inn í húsið og hugsa um heimilishald og hund í fjarveru konunnar. Francis hafði verið hjá henni í átta ár og einu deilurnar milli þeirra höfðu ver- ið út af hundinum, svörtum og brúnum greifiagjahundi, sem tek- ið hafði ástfóstri við Francis, sem hugsaði um hann allan dag- inn. Caroline hafði leyst málið á þann hátt, að hún keypti ann- an hund, rauðan greifingja að þessu sinni, og Francis kom fram við hann á stjúpmóðurlegan hátt. Þannig mátti segja, að hún hefði komizt áfram í veröldinni. Fallegt og sterkbyggt hús, ráðs- konu, garðyrkjumann, sem einn- ig gat ekið bílnum, allt þetta gat hún veitt sér. En fyrir hvern þann, sem komst hærra, varð annar að lúta lægra, það var lögmál heimsins. Evie hafði verið á niðurleið. Hún hafði orðið ekkja, en maðurinn hennra hafði ekki látið henni eft- ir það sem búizt var við, og hún var illa undir það búin að sjá fyrir sér sjálf, án sérmenntunar og aðlögunarhæfileika. Evie hafði rekið til og frá, úr einni vinnunni í aðra. Öll störf hennar voru slík, að við öðru var ekki að búast frá Evie, hugsaði Caroline, um tíma hafði hún hjálpað vini sínum við að reka reiðskóla en hafði ekki þolað meðferð sumra við- skiptamannanna á hestunum; hún hafði verið um tveggja vetra skeið aðstoðarráðskona í heima- vistarskóla; móttökukona í stóru hóteli; verið bílstjóri og garð- yrkjumaður hjá frægri leikkonu, sem var gömul skólasystir henn- ar; svo hafði hún verið nokkur sumur leiðsögumaður með ferða- mönnum erlendis. Engu þessara starfa hafði hún getað haldið lengi og ekkert þeirra kom henni nokkuð áleiðis. Svo hafði hún fengið liðagigt, sem versnað hafði ört, og síðan hafði hún neyðzt til að fylla hinn stóra hóp mið- aldra kvenna, sem eyða ótrúlega ömurlegu lífi á ótrúlega ömur- legum smáhótelum. Caroline hafði boðið henni pen- inga, en feng'ið svo hæversklega, vingjarnlega og ákveðna neitun, að hún roðnaði enn, þegar henni varð hugsað til þess. Hún hafði aldrei vogað að gera það aftur og látið sér nægja að senda Evie dýr föt úr búðinni á afmæli henn- ar og jólum. En því hafði Evie líka mótmælt, þangað til Caro- line haíði farið að segja ósatt um verðið og gefið í skyn, að þetta fengist svona ódýrt fyrir þá, sem verzluðu með þetta. Evie hafði sagt: „Guð minn góður! Það er ekki að undra, þótt þú og þínir líkar græði peninga". Það var þakklætið. • En sagt var, að biði maður éin- hvers nógu lengi, færi ekki hjá því að manni hlotnaðist það. Ung- ur læknir, fullur sjálfstrausts og trú á nýjar aðferðir, hafði heimt- að að Evie væri send á sjúkra- hús til þess að reyna við hana ný lyf, en þau höfðu haft öfug áhrif og heilsu hennar hrakaði enn. Aldrei framar yrði Evie fær um að ganga upp stiga, hún gæti búið í herbergi á fyrstu hæð og staulazt með erfiðleikum til borð- stofu og baðherbergis, eða að hún væri borin upp í byrjun og síðan væru henni færðar allar máltíðir. Þessar staðreyndir varð að nefna á hverju hóteli, sem hún sótti um vist á, og hinn bitri sannleikur var sá, að ekkert þess- ara hótela var ginnkeypt fyrir henni sem gesti. Evie sýndi engar áhyggjur og sagði við Caroline, sem hafði komið að heimsækja hana með fangið fullt af rósum og skraut- lega sængurtreyju: „Nú, það er þó alltaf fátækraheimilið, sem stendur fólki eins og mér opið“. Caroline hafði þá sagt henni frá ráðagerð sinni og hafði séð svip Evie breytast, og þá vissi hún, að nú loks hafði henni orð- ið eitthvað ágengt. Hún leit á klukkuna. Sjúkra- bíllinn var væntanlegur um þrjú- leytið. Mennirnir mundu bera Evie upp, og þegar hún væri húin að koma sér vel fyrir í rúm- inu, mundi Francis færa henni te. Ljóst Kína te í þunnum rós- óttum bollum og örsmáar brauð- sneiðar með kryddsalati. Sjálfri þótti Caroline betra jarðarberja- sultutau og rjómakökur, en hún þekkti smekk Evie. Héðan í frá átti Evie að fá allt, sem henni þótti bezt. Það átti að dekra við Evie og þjóna henni betur en nokkrum öðrum hafði nokkurn tíma verið þjónað. Francis hafði ekki verið mjög samstarfsfús í fyrstu en Caroline varð að játa það fyrir sjálfri sér, að hún hafði leyst það vanda- mál af mikilli snilld. Ilún þóttist ekki taka eftir þögninni og ólundinni í einn sólarhring, nógu lengi til að gera Francis ljóst, að hún mundi ekki láta undan; síðan hafði hún mútað henni í stórum stíl: kauphækkun, viku lengra frí, aðstoðarkonu við grófari verkin fimm daga vikunnar í stað þriggja. „Og ég skal búa sjálf um rúmið mitt, þar sem þér verðið að búa um Mrs. Maddon“, hafði Caroline sagt ákeðin. Erancis, sem var enginn kjáni, hafði geng- ið að þessum hagstasðu skilmál- um. Caroline lét dyrnar að gesta- herberginu standa galopnar, svo gekk hún fram á stigapallinn og horfði litla stund niður í for- stofuna. Loftið var mettað af blómailm og lyktaði af húsgagna- bóni — það væri það fyrsta, sem mætti Evie, eins og það hafði mætt Caroline í forstofunni á Langley endur fyrir löngu. Ég skal sýna henni, hugsaði hún, en spurði svo sjálfa sig: Hvað er það, sem ég ætla að sýna henni? Að ég geti, þegar aðstæður leyfa, séð vel um heimili, raðað blóm- um, látið búa til góðan mat, ver- ið gestrisin, skemmtileg og vin- gjarnleg. Ó, hún ætlaði að vera svo vingjarnleg, so óskaplega góð við Evie á hei’jum degi, stundum tvisvar eða þrisvar á dag, að þessi framandi svipur kæmi aftur á andlit hennar, svipur undrunar og vandræðalegs þakklætis. Þá mundi Evie, sem væri varnar- laus fangi Caroline, vernduð af henni gegn miskunnarlausum heimi, sem væri dekrað við og hampað á alla lund, þá mundi hún segja, að Fred hafði ekki verið gabbaður í hjónaband, sem hefði eyðilagt hann, heldur hefði hann kvænzt vel, að honum hefði gengið illa í lífinu vegna galla sjálfs síns, og ef hann hefði ekki verið kvæntur svona góðri konu, hefði allt gengið miklu verr fyr- ir honum. Þetta var það eina, sem Caro- line þráði. Ekkert nema viður- kenningu á dóttur veitingakon- unnar. Hún heyrði í bílhjólum á mal- arstígnum og hljóp niður. Sjúkra- bíllinn stóð þarna og það gljáði á hánn í sólskininu. Hún heilsaði mönnunum tveim vingjarnlega, en annars hugar, því að hún var að hugsa um stundina, sem nálg- aðist, stundina, þegar hún mundi heilsa Evie á þessum nýja grund- velli. Hún hafði ákveðið að kyssa hana og segja: „Velkomin heim!“ Það var rétti tónninn, því að héð- an í frá, mundi þetta verða heimili Evie. Evie, tamin og ' þakklát, beið nú bara eftir því, að vera borin inn í hið þægilega búr, sem Caroline hafði látið gera henni. Já, hlýr og innilegur koss og svo orðin: „Velkomin heim!“ Eða jafnvel: „Velkomin heim, góða mín“. Mennirnir voru önnum kafnir og minntu á apa, sem sýna listir sýnar í fjölleikahúsi. Sá, sem ekki ók bílnum, hljóp upp í bíl- inn að aftan og gekk að höfða- laginu á sjúkrabörunum þar sem Evie lá, vafin í hárautt teppi. Ökumaðurinn hreyfði sig ekki eins léttilega, því að hann hafði þegar lokið mestu af sínu dags- verki, gekk að fótalaginu og sam- an lyftu þeir börunum og andar- tak lá höfuðið lægra á brún bíls- ins, meðan innri maðurinn hljóp niður á jörðina. Svo lyfti hann sínum enda upp aftur og börurn- ar voru komnar út úr bílnum. Evie var komin. Nú ar stundin runnin upp. Caroline gekk fram, og kossinn og orðin lágu tilbúin á vörunum. Rautt teppið hafði verið brett upp efst og á flötum og hörðum koddanum var andlit Evie, fíla- beinshvítt, eins og höggvið í stein, háðslegt, stolt og sigri hrós- andi — hún yrði aldrei framar sigruð. Caroline veinaði og brast í svo ofsalegan grát, að burðarmenn- irnir sögðu seinna, að aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefðu þeir séð þvílíka geðshræringu. ★ WKAN 19. tbl. — 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.