Vikan - 07.05.1964, Qupperneq 41
ið henni að í'jörtjóni, ef ekki
hefði verið komið að henni nógu
snemma. Sem betur fór þá komst
hún nógu snemma undir læknis-
hendur, og svo rættist úr erfið-
leikum hennar ótrúlega vel.
Ég gleymi þessu tilfelli aldrei,
og hugsa alltaf svo, að um eitt-
hvað svipað gæti verið að ræða,
þegar hringt er“.
—- Þú hefur þá mjög lítinn
tíma afgangs, til þinna eigin
áhugamála?
„Já, það er ekki mikill tími,
en þó er það ekki svo slæmt, að
slíkt beri aldrei við. Þá tek ég
oft í píanóið og spila eitthvað
um stund, því mér þykir mjög
gaman að hljómlist".
— Þú spilar á píanó . . . ?
„Nóg til þess að gera mér gagn,
og oft hefur það komið sér vel
við ýmsar smáathafnir, þegar
hljóðfæraleikara hefur alveg
vantað. Ég var t.d. að skíra barn
núna rétt áðan, og lék þá sjálf-
ur undir sönginn. Ég hefi alltaf
haft gaman að hljóðfæraleik, og
lærði snemma nóturnar“.
— Hverskonar músik hefur þú
mest gaman af . . . ég á við hvers-
konar músik það sé, sem þú leik-
ur helzt fyrir sjálfan þig, sálma-
lög, sígild verk . . . ?
„Nei, sálmalög vil ég helzt
hlusta á aðeins þar sem þau eiga
heima, eins og í kirkju og við
kirkjulegar athafnir. Sígild verk
hlusta ég gjarnan á í góðu tómi,
ef þau eru leikin af góðum hljóm-
sveitum eða einleikurum. Nei, ég
leik mér oftast að því að spila
létt lög •—• jafnvel dansmúsik.
Það hvílir hugann frá alvarleg-
um málefnum dagsins. Ég spilaði
á harmoniku í gamla daga, og
bar það oft við að spila undir
dansi á skemmtunum".
— Og svo lestu náttúrlega
bækur, þegar tími gefst?
„Já, það geri ég sannarlega".
— Og hverskonar bókmenntir
eru það aðallega?
„Ég les ýmiskonar góðbók-
menntir en mest yndi hef ég af
að lesa kvæði. Þegar maður hef-
ur lítinn tíma, t.d. er maður lítur
aðeins í bók rétt áður en maður
sofnar, þá er mjög gott, finnst
mér, að lesa eitt ljóð eða svo.
Það er svo mikið í einu einasta
ljóði, að það er stundum eins og
heil bók út af fyrir sig. Stund-
um er eitt ljóð mér feikinóg efni
í heila ræðu, og það er mjög oft
að ég gríp til þeirra, þegar ég er
að skrifa ræður. Minn uppáhalds-
höfundur, af erlendum höfund-
um, er Kahlil Gibran. Hann hefur
skrifað yndisfögur Ijóð. Hann
var frá Lebanon. Þangað langar
mig alltaf til að komast og vera
þar jafnvel í heilt ár“.
— Er hann látinn, þessi höf-
undur?
„Já, já. En það hefur verið
alveg sérstakur maður, ef dæma
má eftir ljóðum hans, og ég hefi
orðið fyrir miklum áhrifum af
honum. Það er annars skrýtið, að
löngu áður en ég kynntist bók-
um hans, kom það fyrir að mig
dreymdi einhvern mann eða veru,
sem ég kannaðist ekkert við. Ég
sá hana að vísu aldrei greinilega,
en svo þegar ég sá myndirnar
af Gibran, þá fannst mér ég
strax kannast við draumamann-
inn minn þar. Fólk, sem getur
séð meira en gengur og gerist,
hefur stundum sagt að það sjái
einhverja veru nálægt mér, sem
það lýsir þannig, að þar þykist
ég þekkja þetta uppáhaldsljóð-
skáld mitt“.
— Hvað segir þú um slíka
hluti, Árelíus? Andatrú, drauga,
skyggnt fólk og svoleiðis?
„Ég hefi ekki miklar hugmynd-
ir um þau mál, en læt mér nægja
upplýsingar, sem byggjast á
staðreyndum og heilbrigðri skyn-
semi. Ég er ekki trúaður á
drauga sem slíka, en gæti gjarn-
an hugsað mér að ýmislegt sé til,
sem ekki hefur ennþá tekizt að
útskýra á vísindalegan hátt. Ég
kynntist skrifum Einars Kvaran
og Haraldar Nielssonar, og met
þá mjög mikils, og síðan finnst
mér eiginlega allt þetta kukl vera
ósköp barnalegt. Ég hefi farið
þrisvar eða fjórum sinnum á
miðilsfundi, en ekkert séð þar
eða heyrt, sem ég taldi markvert.
Og yfirleitt finnst mér lítið til
þessara funda og fyrirbæra koma.
Að „fara í glas“ og svoleiðis
finnst mér ósköp lítilfjörlegt.
í sjálfu sér er margt fallegt í
hugsjón spiritismans og ekki sízt
hugmyndir, sem koma fram
meira að segja í Ijóðum Jónasar
Hallgrímssonar, sem var líka
guðfræðingur að mennt, saman-
ber ljóðið „Sízt vil ég tala um
svefn við þig“ o. s. frv. Annars
veit maður ekkert um þessa hluti,
en verður bara að trúa því, sem
manni finnst líklegast og feg-
urst“.
— Þú trúir semsagt ekki á
drauga?
„Nei, ekki eins og fólk túlkar
þá hugmynd yfirleitt. Ég gæti
vel hugsað mér að sálir framlið-
inna gætu haft einhver áhrif á
okkur, sem erum í þessum heimi,
ef maður gæti verið móttæki-
legur fyrir þeim, hvort sem er
til góðs eða ills. Mér finnst ég
stundum verða fyrir einhverjum
slíkum áhrifum, og get jafnvel
sett mig í þannig ástand. Ef ég
hefi algert næði og loka augun-
um, reyni að hugsa ekki um neitt
ákveðið, þá fer oft svo, að mér
finnst eins og einhverjir straum-
ar eða ákveðnar hugsanir læðist
til mín, og það er ekki sjaldan að
ég notfæri mér af því þegar ég
er að semja ræður. Svipað og
með ljóðin, sem oft hafa sömu
áhrif“.
— Hvað er það af þínum störf-
um, sem þér finnst leiðinlegast,
Árelíus?
„Leiðinlegust allra starfa finn-
ast mér skýrslugerðir og allskon-
ar færslur, sem alltaf er kallað
etfir af ýmsum stofnunum. En nú
er dóttir mín, sem er bæði kenn-
ari og verzlunarstúlka að mennt,
farin að hjálpa mér við það, og
það er ómetanlegur léttir fyrir
mig. Sama er að segja um ýmis
önnur störf, — og raunar öll mín
störf, að þau væri mér ómögu-
legt að vinna án stuðnings fjöl-
skyldunnar, sem er mjög sam-
hent“.
— Þú skrifar ræðurnar helzt á
morgnana?
„Já, það er bezti tíminn til
þess, og ég geri það yfirleitt allt-
af“.
- - Ertu ekki orðinn þreyttur
þegar þú kemst loks í rúmið að
kvöldi eftir að hafa verið á eilíf-
um þönum í 18 klukkutíma eða
jafnvel meira?
„Jú, stundum er ég það, og ef
ég kynni ekki óbrigðult ráð við
því, þá væri ég búinn að vera
fyrir löngu síðan. Áður en ég
lærði þessa list, var ég orðinn
svo illa farinn, og slæmur á taug-
um að ég var alveg að gefast upp.
Það kom fyrir að ég var svo yfir-
spenntur allan daginn, lá jafn-
vel við grátköstum, og gat alls
ekki „slappað af“ hvað þá heldur
að mér tækist að sofna.
Þá var það að einhver ókunnur
Sólskin
allt árið
OSRAM
VIKAN 19. tbl. —