Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 44
KÍNVERSKIR, HANDSAUMAÐIR PÚÐAR, MYNDOFNIR OG VÍROFNIR.
ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA - FUÓT AFGREIÐSLLA.
HÖFUM EINNIG EINKASÖLU 'ó REST-BEST KODDUM.
DÚN- 0 G FIÐURHREINSUNIN
VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740
hafði ekki greitt eyri til heimilis-
ins í 3 mánuði, jafnvel þótt vitað
væri að hann hefði um 5 þúsund
krónur í kaup á hverri viku. Nú
ætlaði Árelíus að reyna að tala
um fyrir manninum, svo að fjöl-
skylda hans þyrfti ekki lengur
að lifa á bónbjörgum kunningja
og vina, á meðan hann nyti um-
hyggju einhverrar annarrar konu
og lifði í vellystingum praktug-
lega einhverstaðar úti á landi.
Sálmasöngur fermingarbarn-
anna hljómaði okkur í eyrum
þegar við gengum út úr kirkj-
unni klukkan rúmlega sex. Nú
áttum við frí það sem eftir var
dagsins, og höfðum engar áhyggj-
ur af burtflognum eiginmönnum,
týndum sonum eða örvita stúlk-
um.
Kannske það væri rangt hjá
okkur. Kannske við ættum að
gera eitthvað meira fyrir náung-
ann. Kannske við séum vondir
menn að vera svona eigingjarnir
að vilja hafa okkar frítíma
óskertan. Vafalaust væri heimur-
inn betri, ef fleiri menn væru á
ferli eins og séra Árelíus, menn
sem reikna ekki ævina í krónum
og vinnutímum, heldur frelsuð-
um sálum og náungakærleika.
En þegar við erum búin að
eyða okkar jarðnesku launum,
og skiljum eftir okkar áþreifan-
leug sjóði hérna megin, þá eiga
þeir vafalaust gilda sjóði af að
taka . . .
Við skulum hugga okkur með
því, að kannske getum við sleg-
ið þá um einn eða tvo sálarvíxla
á meðan við erum að koma undir
okkur fótunum í hreinsunareld-
inum.
G. K.
MARTRÖÐ
Framhald af bls. 13.
oft lengi á leiðinni, en þá hafði
Cal látið koma upp leyniloft-
skeytastöð, sem annaðist send-
ingu þeirra frá Peking til Form-
ósu. Mai Sin-ling hafði nokkra
menn í þjónustu sinni, sem öfl-
uðu upplýsinga, og auk þess
traustan bakhjarl, þar sem var
stórkaupmaður einn, sem hafði
með höndum mikla útflutnings-
verzlun, og var kommúnistastjórn
landsins nauðsynjamaður vegna
gjaldeyrisins, sem hún fékk,
bæði í dölum og sterlingspund-
um, fyrir milligöngu hans. En
loftskeytasendingar voru að
sjálfsögðu alltaf hættulegar, og
færi svo að allt kæmist upp, átti
að vera það tryggilega um hnút-
ana búið, að Mai Sin-ling þyrfti
ekkert að óttast, nema þá að ein-
hverjir af þeim, sem voru í þjón-
ustu hennar, eða þá stórkaupmað-
urinn, létu eitthvað uppskátt.
Hjá því varð þó ekki komizt
að hætta á það — þegar eldflaug
getur þotið heimsálfanna á milli
á tuttugu og fjórum mínútum,
verða mikilvægar, hernaðarlegar
upplýsingar, að geta borizt með
hraða ljóssins.
Cal spurði sjálfan sig oft hvað
henni gæti í rauninni gengið til.
Hatur á því stjórnmálakerfi, sem
hrakið hafði móður hennar í út-
legð og svipt hana öllum eign-
um? Hatur á föðurnum, sem
gengið hafði á mála hjá þeim,
sem fóru með völdin hverju
sinni? Ást og virðing á banda-
rískum foringja, sem þá var
löngu látinn? Peningar? Nei,
peningar komu þar áreiðanlega
ekki til greina. Kannski var hún
haldin sjúklegri hneigð fyrir
áhættu og tvísýnu. Hann hafði
kynnzt bæði mönnum og konum,
sem þannig var ástatt um.
Kannski stefndi hún að völdum,
annaðhvort til handa sjálfri sér,
eða einhverjum, sem hún unni
nú hugástum. Eða kannski var
hún eingöngu skarpgáfuð kona,
sem sá í gegnum allan blekking-
arvefinn,. vissi mun góðs og ills
og gerði sér .grein fyrir þeim ör-
lögum, sem þjóð hennar voru
búin, væri ekki að gert — og hag-
aði sér samkvæmt því. Sú tilgáta
var alls ekki ósennileg. Cal vissi
það, að margir af þeim, sem unnu
honum bezt, gerðu það alls ekki
vegna launanna, heldur fyrst og
fremst af því, að þeir voru sann-
færðir um að þeir væru með því
að berjast fyrir góðum málstað.
Beztu og traustustu njósnararn-
ir voru einlægir föðurlandsvinir.
Cal var ekki í neinum vafa um
áreiðanleik hennar, eða óvefengj-
anlegt mat hennar á sannleiks-
gildi þeirra upplýsinga, sem hún
aflaði sér, og þó sízt um hug-
rekki hennar og ráðsnilli. Mai
Sin-ling gegndi mikilvægu hlut-
verki innan Pekingstjórnarinnar
sem ástkona voldugs embættis-
manns, er áður hafði verið einn
af traustustu stoðum og trúnað-
armönnum Maos og var enn
áhrifamikill í miðstjórn kín-
verska kommúnistaflokksins.
Klukkan var um sjö að morgni,
þegar hann ók af stað að heim-
an til skrifstofu sinnar í því
mikla húsbákni úr steinsteypu
og gleri, þar sem aðalstöðvar
upplýsingaþjónustunnar voru til
húsa. Þegar hann var setztur þar
inni við skrifborð sitt, kom inn
varðmaður, einkennisklæddur,
með marghleypu dinglandi við
mjöðm, og færði honum læst
stálhylki, þar í voru skeyti þau
og tilkynningar, sem borizt höfðu
um nóttina og vörðuðu sérdeild
hans, Kínaskrifstofuna.
Fyrsta dulmálsskeytið var und-
irritað ,,Melanía“, og var það
svar við áríðandi fyrirspurn
hans. Það var fullar fimm arkir.
Melania tefldi á tæpasta leikinn,
þegar hún sendi svo langt skeyti
á öldum ljósvakans, þar sem ótal
hljóðnæm eyru lágu á hleri öll-
um stundum. Það var áreiðan-
legt, að þess yrði ekki langt að
bíða að gagnnjósnadeildin kín-
versku komúnistanna tækist að
miða leynisendistöðina, ef sú
áhætta yrði oftar tekin. Hann
fór að lesa skeytið, og var fljót-
ur að komast að raun um að
slíkur glannaskapur var réttlæt-
anlegur; hún hafði teflt þannig á
tvær hættur eingöngu fyrir það
hve mikið var í húfi. Hann las
allt skeytið einú sinni og síðan
aftur af meiri gaumgæfni. Lagði
sér mikilvægustu setningarnar
vandlega á minni, því að sjálf-
sögðu mátti ekki taka svo mikil-
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A.
HVAR E R ÓRKIN HA^S NOA?
ÞaS er alltaf saml lelkurlnn I hénnl Yntt-
lsfrtS okkar. Hún hefur faliS örkina hans
Nóa elnhvers staSar i blaSinu og heltir
góSum verSIaunum handa þeim, sem getur
fimdlS firkina. VerSlaunln eru stór kon-
fektkassi, fullur af bezta konfektl, og
framlciSandinn er auSvltaS SælgætisgerS-
in Nói.
Nafn
HelmlU
örkln er & bla. .
SfSast er dregiS var hiaut verSlaunln:
BARÐI FRIÐRIKSSON,
Kjartansgötu 8, Rvík.
Vinninganna má vitja á skrifstofu
Vikunnar. 19. tbl.
££ — VIKAN 19. tbl.