Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 48
AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝDI Kynnið yður kosti.... -X- AÐEINS ÞAÐ BEZTA HÆFIR HÚSMÓÐURINNI -$£- KAUPIÐ Kelvinator KÆLISKÁP. Simi 21240 Laugavegi 170-172 FYRIR FJÖLSKYLDUNA KYNNIST KOSTU M 7AT Laugavegi 178 Sími 38000 Amurfljótið, til Khabraovsk. Hvenær árásin á Amoy verður gerð, fer svo eftir því hvenær sú sprengja kemur á ákvörðun- arstað, og um þetta leyti árs mun straumhraði Amurfljótsins nema fjórum hnútum á vöku. Það má því gera ráð fyrir að pramminn nái til Khabarovsk eftir fjörutíu og átta til sjötíu og tvær klukku- stundir". Ráðuneytisfulltrúinn varp svo þungt öndinni, að greinilega heyrðist. Öldungadeildarþing- maðurinn sagði: „Þetta er harla uggvænlegt — en byggist það ekki allt öllu fremur á ágizkun- um en raunverulegri vissu?“ „Við vitum þetta með vissu‘“, svaraði Cal rólega. „Hvernig getum við það?“ „Okkur hafa borizt nákvæmar upplýsingar frá óvefengjanlegum heimildum — persónu, sem á innangengt hjá æðstu leiðtogum Kína“, svaraði Cal. „Doktor Quale — ég tel að þetta sé svo viðurhlutamikið mái, að við eigum heimtingu á að fá að vita nánara um þær heimild- ir“. Þá gerðist það að yfirmaður upplýsingaþjónustunnar reis úr sæti sínu. Hann var hvorki mikill vexti, né heldur sópaði af honum, og maður þurfti að kynnast hon- um náið til þess að geta gert sér grein fyrir hve hygginn sá maður var, og harðsnúinn líka, ef því var að skipta. Hann tók til máls: „Herra öldungadeildarþing- maður“, sagði hann. „Ég tel mig einmitt geta veitt yður frekari upplýsingar. Það var frá sömu heimildum, sem við fengum vitn- eskju um að Kínverjar hefðu af- ráðið þátttöku í Kóreustyrjöld- inni, hvenær og hvernig. Þaðan barst okkur einnig vitneskja um þá atburði, sem síðar gerðust í Viet-Nam og innrásina í Indland Loks fengum við þaðan fyrstu vitneskju um stjórnmálalegan ágreining Sovétríkjanna og Kína. Ég tel, að okkur beri að vernda það samband sem mest, meðal annars á þann hátt að láta ekki frekar uppskátt um það. Gerið þér yður ánægðan með það, herra minn?“ „Fyllilega", svaraði öldunga- deildarþingmaðurinn. „Og hverjar eru svo tillögur yðar, doktor Quale?" spurði hers- höfðinginn. „Ég tel að við ættum að gera Sovétríkjunum viðvart, og það tafarlaust", svaraði Cal. Hershöfðinginn sneri sér að ráðuneytisfulltrúanum. „Er hugs- anlegt að okkur verði trúað?" „Ég veit það ekki“, svaraði fulltrúinn. „Það er undir hælinn lagt ■— nema þeir, eða við, fái óvefengjanlegar sannanir. En ég tel að við eigum að gera þeim viðvart". Fulltrúi landhersins drap fingrum á borðið. „Þegar ég var að ganga út úr hermálaráðuneyt- inu á leið hingað“, sagði hann, „voru einmitt að berast fregnir um það frá Taipeh, að Kínverjar hefðu á ný hafið skothríð úr strandvirkjum sínum á eyjarnar Quemoi og Matsu — tvö hundr- uð sprengjukúlur á fjórum klukkustundum. Það gæti verið byrjunin, svipað og þrumugnýr í fjarska“. Þeir sátu allir hljóðir. Cal vissi að þeir höfðu sannfærzt um áreiðanleik orða hans, og að þeir höfðu allir komizt að sömu niður- stöðunni, án þess að gera nánar grein fyrir því. En þar var ein- göngu um að ræða niðurstöðu. ekki ákvörðun. Þeir gátu ekki tekið neina slíka ákvörðun, ekki einu sinni allir sameiginlega. Þegar um svo viðurhlutamikil mál er að ræða, er það forset- inn einn, sem getur tekið ákvörð- un, samkvæmt ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Yfirmaður upplýsingaþjónust- unnar bar í orð það, sem þeir allir hugsuðu. „Það kemur sér vel nú, að beint samband skuli vera á milli Kreml og Hvíta hússins", sagði hann. Hershöfðinginn leit til Cal. „Ég geri ráð fyrir að við ættum að verða samferða hérna yfir stræt- ið og hafa tal af rnanninum", sagði hann. Cal kom ekki heim fyrr en um Iágnættið. Nóttina næstu kom hann alls ekki heim, en hringdi úr skrif- stofunni og kvaðst ætla að sofa þar af nóttina á legubekknum. Þriðju nóttina kom hann heim um þrjúleytið, en Judy svaf svo fast, að honum tókst ekki að vekja hana. Fjórða kvöldið kom hann heim í mat. Hann lét fallast niður í hægindastól og svipaðist um í stofunni. Honum kom þar allt ókunnuglega fyrir sjónir, og svo áttaði hann sig á því, að þetta var í fyrsta skiptið um langt skeið, sem hann gaf sér tíma til að vera heima hjá bókunum sínum og konu sinni. Judy hafði fylgzt með fréttun- um í sjónvarpinu af miklum áhuga. „Heyrðir þú um þessi tvö kínversku skip?“ spurði hún. „Sökkt með tundurskeyti, eða þeir halda því að minnsta kosti fram“. „Já, einmitt það“. „Já, og að sjálfsögðu skella þeir allri skuldinni á okkur. Sökktum við þessum skipum?" „Það ætla ég að vona, að við höfum ekki gert . . .“ sagði hann. „Ég tel ekki ósennilegt, að þar hafi aðrir verið að verki“. Hann vissi ósköp vel, að það voru Rúss- ar, sem sökkt höfðu skipunum. Fyrst höfðu þeir stöðvað pramm- ann, sem var á leið niður Amur- fljótið, tekið áhöfnina höndum og kjarnorkusprengjuna í sínar hendur. Því næst sökktu þeir báðum sprengjunum, sem voru á leiðinni til Vladivostok og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.