Vikan - 13.05.1964, Page 2
fullri alvöru:
r»
Lögvernduð
ósanngirni
Sextíu menningarvitar ákváðu
það á dögunum, að íslenzk
menning liefði ekki styrk til að
komast óspjölluð frá vallarsjón-
varpinu. Sama þótt allur almenn-
ingur skilji ekki nema lítið eitt
af þvi, sem þar fer fram; þessi
viðkvæmi lilutur, íslenzk menn-
ing, mundi riða til falls og ger-
ast amerísk i náinni framtið
ineð sama áframhaldi.
Nú liefur verið státað af því,
að íslendingar lesi meira en |
aðrar þjóðir, gefi út tiltölulega
meira ai' bókum en nokkur önn-
ur þjóð. Við viljum láta útlend-
inga hafa þær hugmyndir, að við
lesum alll milli himins og jarðar I
og séum þar af leiðandi mennt-
aðir fram úr hófi.
Aftur á móti er það fróðlegt
til athugunar, liverja aðstöðu
valdamenn þjóðarinnar búa út-
gáfustarfseminni. Um það er
ekki talað i ræðum. Ef menning-
arvitarnir sextíu athuguðu það
mál niður í kjölinn, er hætt við
að þeir gæfu alveg frá sér alla
von um áframhaldandi islenzka
menningu.
Bókaþjóðin cr af valdhöfum
sínum neydd til að lita á sæmi-
legan pappir sem lúxusvarning
og islenzk útgáfufyrirtæki eru
af eðlilegum ástæðum ekki svo
öflug, að þau liafi efni á lúxus. i
Kjarni málsins er sá, að það
er hægt að fá dagblaðapappír
tollfrjálsan. Stjórnmálaflokkarn- I
ir hafa séð um það til verndar
málgögnum sínum; um annað
varðar þá ekki. Allur annar '
pappír er hátollavara.
Af þessum ástæðum á íslenzk
bóka og blaðaútgáfa erfill upp-
dráttar og geta leikir sem lærð-
ir séð þann mismun, sem er á a
erlendum bókum og tímaritum. I
Sá innflutningur er hinsvegar
tollfrjáls svo segja má, að út-
lend útgáfustarfsemi hverskonar j
sé vernduð hér á Islandi. Hvað
segið þið um þetta hinir áhyggju-
fullu menn, sem berið menning-
una fyrir brjósti? Er það menn-
ingaratriði eða ekki að gehi út
fallegar bækur og snyrtileg tíma-
rit? Hvernig væri, að þið semd- ,
uð svo sem eitt iirvæntingar- j
fullt ávarp til valdhafa þjóðar-
Framhald á bls. 42