Vikan


Vikan - 13.05.1964, Page 7

Vikan - 13.05.1964, Page 7
MFIRÐt SEGIR FRÁ SJÖFERÐUM OG SLYSFÖRUM ( SKERJAGARÐINUM UNDAN MÝRUM, SEM EITUR SKIPANNA. við strandið, hófust þegar handa, og með næstum því yfirnáttúr- legum kröftum tókst þeim á ótrú- lega stuttum tíma, að koma bátn- um landveg þvert yfir eyjuna. En þótt mennirnir legðu sig alla fram og væru ótrúlega fljót- ir varð hinum sjóhrakta Hollend- ingi biðin í hólmanum um megn. Auðvitað gat hann heldur ekki vitað hvað menn í landi höfðust að honum til bjargar. Þegar þeir Guðjón í Straumfirði og félagar hans komu niður undir sjávar- mál með bátinn og sáu til hólm- ans, var þar ekkert að sjá: Mað- urinn sjóhrakti hafði lagt í sund- ið og það hafði orðið hans hinzta för. Hið eina sem vitnaði um dvöl hans í hólmanum, var treyja og svo flekinn, farkostur manns- ins frá strandstaðnum, sem var skorðaður milli hleina. Eftir margra klukkustunda baráttu við hafið upp á líf og dauða, fór maðurinn með ljáinn með sigur af hólmi. Leit á fjörum bar ekki árangur. Um vorið, þegar ísa leysti, fannst lík hans rekið í Sandvík á Straumfjarðarey. Næsti atburður sem kemur Skerjagarðurinn í Straumfirði hefur mörgum orðið skeinuhættur. Ljósm.: Þorst. Jósefsson. mér í minni skeði nokkru síðar. Þýzkur togari hrekst upp í skerjagarðinn en fyrir fádæma heppni festist skipið ekki á skeri fyrr en það strandar í Hjörsey. Þetta var í aftaka roki og mikl- um sjógangi. Það er eins og dul- in hönd hafi stýrt þessu skipi milli skerja og boða og það sem meira er: Áhöfnin, tuttugu og fjórir menn alls, komst í land en skipið gjöreyðilagðist. Ef þetta skip hefði strandað utar, eins og reyndar flest skip, sem lenda upp í skerjagarðinn, hefði lík- lega enginn orðið til frásagnar. En hér fór á annan veg. í Hjörs- ey er margbýlt og þar var frá- bærlega vel tekið á móti mönn- um. Fyrir björgun þessara manna hlutu Hjörseyjarbændur heiðurs- skjal frá Þýzkalandi. En eins og ég sagði áður, þá eru þau þó fleiri slysin við Mýr- ar, þar sem enginn hefir orðið til frásagnar. Slík urðu örlög far- þega og skipshafnar norska skips- ins Balholm. Norska skipið Balholm var hér við land síðla árs 1926. Skipið lestaði saltfisk til útflutnings. Um mánaðamótin nóvember-des- ember var skipið statt á Akur- eyri, en þaðan skyldi það fara til Hafnarfjarðar. í þá daga var fátt um beinar ferðir milli höfuð- borgar Norðurlands og Reykja- víkur eða annarra nálægra Faxa- flóahafna. Það var því að líkum, að nokkrir íslendingar tækju sér far með skipinu suður. Auk þess hafði íslenzkur vélstjóri ráðið sig á skipið nyrðra. Annan desember lét e.s. Bal- holm úr höfn á Akureyri. Hinn fimmta og sjötta desember gerði fárviðri af vestri og suð-vestri. Balholm kom ekki til Hafnar- fjarðar á tilsettum tíma og vegna þess að skipið sigldi vestur um og hefði getað verið komið inn í bugtina er veðrið varð sem verst, var fljótlega óttazt að það hefði lent upp á Mýrum. Þessi ótti reyndist heldur ekki ástæðu- laus. f ljós kom að Balholm hafði strandað á skeri sem heitir Brot og er yzta skerið í skerjagarð- inum. Næstu daga rak mSkið brak úr skipinu og nokkur lík. Eitt þeirra fannst í Hvalseyjum og töldu merkir bændur þar, að maðurinn hefði komizt lifandi í land, en vegna þess að þar sem hann bar að landi er ekki byggð og ekki varð komizt honum til hjálpar vegna brims og óveðurs, hefði hann látið lífið af kulda og vosbúð. Þessi maður reyndist vera ís- lenzkur og hét Theodór Vil- hjálmsson, bróðir Halldórs Vil- hjálmssonar skólastjóra á Hvann- eyri. Skipsbát rak að Ökrum, mikið brotinn og mikið sködduð lík rak víða, m.a. lík Steingríms Hansens frá Sauðárkróki en báðir þessir nafngreindu menn voru farþegar. Alls fórust þarna tuttugu og þrír menn, átján Norðmenn og fimm íslendingar. í þessu ofviðri urðu togararnir sem voru að veiðum fyrir vestan fyrir áföllum. Á næstu þrem til fjórum árum urðu þarna ennþá slys. Til dæmis rak mótorbát upp í Hjörsey þar sem hann gjöreyðilagðist, en mönnunum tókst að bjarga. Þú spyrð hvort ég hafi ekki lent í harðræðum á sjó. Guðjón fósturfaðir minn stundaði sjó og ég fór með honum strax er ég hafði aldur og þrek til. Einn sá erfiðasti róður, sem ég man eftir, var farinn fermingarvorið mitt og við nefndum hann síðar skatta- nefndarróður. Báturinn sem í þetta sinn var notaður var mjög illa lagaður til gangs, þver að framan og þungur, sennilega ein- hverskonar björgunarbátur, sem hafði rekið að landi. En hann var burðarmikill og sennilega gott sjóskip. Þetta var um miðjan apríl og við vorum fimm á, Guðjón í Straumfirði, Hallgrímur Níels- son frá Grímsstöðum, Jón Samúelsson frá Hofstöðum, Bjarni Bjarnason hlaupari sem var í Álftanesi og ég, sem eins og áður segir var 14 ára og ekki talinn til stórræða. Segl höfðum við sett á bátinn og höfðum leiði fram. Við fórum svo að renna og fengum ekkert. Ekki undu menn þessu, sem heldur var ekki von og Jón á Hofstöðum lagði til að við færðum okkur utar, færum fram á svonefnda Skerbrún. Við sigldum svo fram, vorum fram undan Þormóðsskeri. Þarna var fiskur, en hann var farinn að auka kaldann svo tveir urðu að vera í andófi meðan hinir þrír voru við fisk. Áður en varði var kominn stormur. Við settum nú upp segl og ætluðum að krusa í land, en bæði var að báturinn var illa lagaður til siglingar og kvikan var kröpp, svo að við vorum á nákvæmlega sama stað eftir nokkur slög. Við ræddum um að reyna að berja upp í Þor- móðssker en er við komum þang- að, eftir tveggja tíma róður, var ekki lendandi eins og vindátt var og sjór. Ég sagði að mér fyndist sjálfsagt að róa í land, enda voru menn á einu máli um að það væri eina leiðin. Við tókum því til við róðurinn, en lítill varð skriðurinn á bátnum, enda gegn roki og öldu að sækja. Við vorum fulla átta klukkutíma að berja þetta frá Þormóðsskeri og náð- um þá loksins landi við Knarrar- neshöfða. Vindstaðan var norð- norð-austan, það stóð af norður- fjöllunum og þarna við Knarrar- neshöfðann settum við upp segl og sigldum suður á við. Það var komið útfall og við urðum að bíða. Það voru réttir fjórtán tím- ar frá því við byrjuðum að berja í land, þangað til við komum heim að Straumfirði. í annað skipti lá við að illa færi. Það var vorið 1934. Þá hefði hæglega getað orðið stórslys á mælikvarða okkar fámenna sveit- arfélags. Þetta vor réru þrír bátar frá Mýrum. Þeir voru frá Straum- firði, Vogalæk og Miðhúsum. Á Miðhúsarbátnum voru þeir Jón Jónsson formaður, Ágúst Jóns- son bróðir hans, Axel Hallgríms- son bústjóri á Lambastöðum og Guðjón Jónsson bóndi á Kvist- höfða. Á Vogalækjarbátnum voru: Stefán Ingimundarson for- maður og Ingimundur Ingimund- arson bræður frá Þverholti, Gunnar Jónsson vinnumaður frá Vogalæk og Árni bóndi Sigurðs- son á Knarrarnesi. Á bátnum okkar frá Straumfirði var Guð- jón fósturfaðir minn formaður en auk hans Jónas Gunnlaugsson vinnumaður og ég. Alls vorum við því ellefu á þessum þrem bátum. Morgun einn lögðu þessi þrír Framhald á bls. 45. VIKAN 20. tbl. — IJ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.